Fréttablaðið - 04.05.2012, Page 28

Fréttablaðið - 04.05.2012, Page 28
6 • LÍFIÐ 4. MAÍ 2012 KOLBRÚN BJÖRNSDÓTTIR STARF: Annar stjórnenda morgun- þáttarins Í bítið á Bylgjunni. BÖRN: Sólveig María (18 ára), Theodóra (15 ára), Arnór Blær (13 ára) og Helena (2ja ára). MAKI: Árni Árnason. Hver er konan? 38 ára, afskaplega heimakær mamma. Glaðlynt skipu- lagsfrík og einfari sem líkar samt af- skaplega vel að vera innan um fólk. Annars finnst mér mjög erfitt að lýsa sjálfri mér. Aðrir eru ábyggilega betur til þess fallnir en ég upplifi mig þó sem þroskaðri, jákvæðari og skilnings- ríkari manneskju en ég var fyrir ekki svo mörgum árum. Það hafa mörg áföll dunið á fjölskyldunni undanfarin misseri og þau hafa kennt mér mikið. Hvar ertu alin upp og hvernig upp- eldi fékkstu? Ég bjó fyrstu tvö árin hjá ömmu Kollu á Siglufirði. Þá flutti ég austur á firði en frá fjögurra ára aldri hef ég búið í Reykjavík, lengst af í Árbænum og er þar nú. Ég veit ekki hvort hægt sé að segja að ég hafi fengið strangt uppeldi, frekar þannig að það var alltaf rætt við mig og höfðað til skynseminnar. Það var mikið lagt upp úr að ég stæði mig vel í skóla og mikið kapp lagt á að ekkert truflaði það. Í prófatörnum var ættingjum nánast bannað að koma í heimsókn til að trufla ekki próf lesturinn og á próf dögum fór mamma alltaf á fætur fyrir allar aldir til að búa til ekta heitt súkkulaði. Og þótt mér væri ekki spillt þá var jafnframt passað upp á að mig skorti aldrei neitt. Ég er heppin. Hver er þín dýrmætasta æsku- minning? Ég á þær svo margar. Þær sem ég rifja þó oftast upp eru minn- ingarnar sem eru tengdar ömmu Kollu en hún lést á síðasta ári. Ég eyddi ófáum sumrum hjá henni á Suður- götunni. Mér þykir alltaf sérstaklega vænt um eina minningu og þá kannski helst vegna þess að hún er svo lýs- andi fyrir ömmu sem vildi alltaf allt fyrir alla gera. Eitt sinn þegar ég dvaldi hjá henni veiktist ég mjög og gat vart gengið hvað þá sofið. En amma, með sínar heilandi og heitu hendur, hélt um höfuð mitt heilu næturnar til að lina höfuðverkinn og hálfbar mig á milli herbergja þótt ég væri orðin nokkuð stálpuð. Sólar dagarnir á svölunum hjá ömmu með bíóís og fjöruga tón- list eru líka minningar sem kalla allta fram bros hjá mér. Vissirðu snemma hvert þú ætlað þér í lífinu? Nei. Og veit það í rauninn ekki enn. Ég veit bara að ég vil láta got af mér leiða. Það má þó vissulega segj að þetta starf sé ein leið til þess me því að vekja athygli á góðum mál efnum Á mínum yngri árum var ég ákveðin að vinna í matvöruverslun af því a mér fannst svo flott hvað starfs fólkið kössunum gat slegið verðið hratt inn kassana. En það er víst búið, allar búð með skanna þannig að sjarminn e farinn af því. En grínlaust, ég gæti alve hugsað mér að vinna við afgreiðslu störf. Mér finnst alveg ótrúlega gama og gefandi að þjónusta fólk. Kannski é verði búðarkona eftir allt saman? Hvenær og hvernig kom það til að þú fórst að starfa við fjölmiða? É sótti um starf á Skjá einum, næstum því meira í gríni en alvöru. Ég fék starfið og sinnti því einn vetur. Dre mig svo í Háskólann og fékk í kjöl fari sumarvinnu á Stöð 2. Síðan tók vi starf á fréttastofu RÚV en þar starfað ég með náminu þar til ég hóf störf Bylgjunni. Þannig að það má segja a eitt hafi leitt af öðru. ÞAKKLÆTIÐ HEFUR YFIRH Kollu í Bítinu þarf vart að kynna en eins og flestir vita stjórnar hún morgunþætti Bylgjunnar með hlátur sem fær aðra til að hlæja. Lífið kynntist þessari hörkuduglegu konu betur og ko verkefni sem hún tekst á við utan beinnar útsendingar. 20% afmælisafsláttur af öllum vörum fram á laugardag. Barnafataverslunin Róló Glæsibæ. Sími 8948060 • www.rolo.is • Facebook Við erum 2 ára Save the Children á Íslandi

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.