Fréttablaðið - 04.05.2012, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 04.05.2012, Blaðsíða 4
4. maí 2012 FÖSTUDAGUR4 Save the Children á Íslandi GENGIÐ 03.05.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 225,3684 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 124,62 125,22 201,69 202,67 163,65 164,57 21,999 22,127 21,676 21,804 18,447 18,555 1,5499 1,5589 192,55 193,69 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is ALÞINGI Alþingi mun starfa fram í júní eða júlí gerist þess þörf. Þetta sagði Jóhanna Sigurðardóttir for- sætisráðherra í þinginu í gær. Hún sagði þó að vel ætti að vera hægt að ljúka þingstörfum fyrir 31. maí eins og starfsáætlun gerir ráð fyrir, ef vilji væri fyrir hendi. Stjórnarliðar og stjórnar- andstöðuþingmenn tókust á í umræðum um störf þingsins og lengd þess í gær. Fjöldi mála bíður afgreiðslu þingsins og var sam- þykkt í gær að funda fram á kvöld. „Það er öllum ljóst að þetta þing er í miklum hægagangi og hér er mikið málþóf í gangi,“ sagði Jóhanna. Forsætisráðherra sagði Fram- sóknarflokkinn og Sjálfstæðis- flokkinn aðeins hafa það mark- mið að koma í veg fyrir að mál, sem þjóðin hefði beðið eftir lengi, næðu fram að ganga. Bjarni Benediktsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins, sagði stjórnar þingmenn eiga að líta sér nær, það væri á ábyrgð ríkis- stjórnarinnar en ekki stjórnar- andstöðunnar að þingið stæði í þessum vanda. Hann sagði umræðuna jafnframt hlægilega. „Við erum tilbúin til að vera hér alveg sleitulaust fram að næstu kosningum,“ sagði Vigdís Hauks- dóttir, þingmaður Framsóknar- flokksins, um þingflokk sinn. Hún sagði forsætisráðherra vera með hótanir og sagði núverandi stöðu þingsins tilkomna vegna þrjósku hans. „Það er alveg ljóst hvað er hér í gangi. Það standa hörð átök um völdin á Íslandi og Sjálfstæðis- flokkurinn er brjálaður yfir því að vera ekki við völd,“ sagði Stein- grímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna við Fréttablaðið í gær. Steingrímur segir Sjálfstæðis- flokkinn vilja gera ríkisstjórninni allt til bölvunar og skeyti ekkert um þjóðarhag í þeim efnum. - þeb, kóp Stjórnarliðar og stjórnarandstöðuþingmenn tókust á í gær um vinnubrögð og áframhaldandi störf þingsins: Hægfara þing haldi áfram fram á sumar RANNSÓKNIR Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands mun í samvinnu við Veðurstofu Íslands leiða samevrópskt verkefni 26 rann- sóknastofnana og fyrirtækja sem góðar líkur eru á að verði fjármagnað með styrk frá Evrópu sambandinu. Verkefnið nefnist Evrópsk ofurstöð í eldfjallafræði á Íslandi (FutureVolc). Um er að ræða mjög stórt Evrópuverkefni með íslenskri verkefnastjórn ef af verður og nemur styrkupphæðin um sex milljónum evra eða tæpum milljarði íslenskra króna. Þriðjungur styrkupphæðarinnar nýtist íslenskum stofnunum og fyrirtækjum beint. Rann sóknirnar, hvar sem þær verða unnar, tengjast allar Íslandi, íslenskum eldstöðvum og tækjabúnaði sem hér er þegar. Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræð- ingur á Jarðvísindastofnun HÍ, segir styrkinn ekki í hendi en umsókninni hafi verið afar vel tekið enda fékk hún hæstu mögulegu einkunn í matsferlinu. Verkefnið nær til tíu Evrópu- landa og er hugsað til þriggja og hálfs árs. Meginmarkmið verkefnisins er að hanna samhæft vöktunarkerfi fyrir eldfjöll og sam- starfsnet fyrir eldfjallarannsóknir. Þetta verður gert með því að samþætta niðurstöður frá mismunandi mæliaðferðum og tækjum; jarðskjálftamælum, mælingum á jarðskorpu- hreyfingum og gasstreymi. „Þegar eldgos verða á að samþætta gögn til að meta betur magn gosefna sem kemur frá eldstöðinni og hvað gosmökkurinn er efnismikill,“ segir Freysteinn. Annað markmið er að þróa aðferðir til að bæta flæði upplýsinga til almannavarna og yfirvalda í Evrópu. Verkefnið stuðlar þannig að betri upplýsingagjöf til þeirra sem gefa út viðvaranir til flugfélaga vegna öskuburðar. Verkefnið snýst um Ísland og íslensk eld- fjöll en þróaðar verða aðferðir og kerfi sem nýtast annars staðar í heiminum. Virkustu eldfjöll Íslands eru áherslusvæði verk- efnisins; Katla, Hekla, Grímsvötn og aðrar eldstöðvar í Vatnajökli. Ef vel tekst til fæst forskrift að því hvernig á að standa að rann- sóknum annars staðar. Ef af verður koma yfir 100 vísindamenn að verkefninu. Á Íslandi, auk Jarðvísinda- stofnunar og Veðurstofunnar, kemur almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra að vinnunni auk tveggja einkafyrirtækja; Sam- sýnar og Miracle sem koma meðal annars að hönnun gagnagrunns. svavar@frettabladid.is Vel horfir með Evrópustyrk til rannsókna á eldfjöllum Stórt samevrópskt rannsóknaverkefni um vöktunarkerfi eldfjalla og samstarfsnet fyrir eldfjallarannsóknir er í burðarliðnum. Vísindamenn frá 10 Evrópulöndum koma að verkefninu sem hverfist um íslensk eldfjöll. ■ Um er að ræða eitt af stærri verkefnum sem hafa komið til álita innan 7. rannsóknaáætlunar ESB undir íslenskri stjórn. ■ Verkefnið hefur verið undirbúið í eitt ár. Forumsókn var send í júlí 2011 og keppti við verkefni á öðrum hættusvæðum í Evrópu með tilliti til að þróa leiðandi aðferðir til framtíðar. ■ Tólf umsóknir voru sendar inn vegna þessa rannsóknarhluta. Fullmótuð umsókn var send inn í febrúar. ■ FutureVolc fékk hæstu mögulegu einkunn við mat á umsókninni eða 15 stig af 15 mögu- legum. Uppfylla þurfti kröfur um vísindaleg gæði, mikilvægi þess fyrir Evrópu, samsetningu rannsóknarhópsins og stjórnun. ■ FutureVolc fékk hæstu einkunn af þeim verkefnum sem náðu inn í lokamatið. ■ Forsvarsmönnum verkefnisins hefur verið boðið að ganga til samninga við ESB. Samevrópska rannsóknaverkefnið FutureVolc HEKLA 2000 Evrópu- verkefnið snýst um Ísland og íslensk eldfjöll; Heklu, Kötlu og eldstöðvarnar í Vatnajökli. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 23° 21° 19° 16° 21° 22° 15° 15° 22° 16° 16° 25° 32° 10° 20° 17° 9° Á MORGUN 3-8 m/s. SUNNUDAGUR Hæg breytileg átt. 3 6 6 8 7 7 7 7 8 8 2 2 2 3 2 2 2 2 2 2 5 4 2 5 10 6 2 8 9 7 52 SÓL OG BLÍÐA Veðrið verður virkilega gott alla helgina í björtu veðri og mjög hægum vindi. Við munum þó ekki sjá neitt mjög háar hitatölur en hann gæti náð 12-14 stigum þar sem hlýjast verður á suðvestanverðu landinu. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður RÚSSLAND, AP „Okkur hefur ekki tekist að finna lausnir sem gagn- kvæm sátt væri um,“ sagði Ana- tólí Serdjúkov, varnarmála- ráðherra Rúss- lands, um við- ræður við Bandaríkja- menn um flug- skeytavarnir, sem Banda- ríkin vilja setja upp í austan- verðri Evrópu. Hann segir viðræðurnar komnar í þrot. Rússar taka ekki mark á þeim fullyrðingum Bandaríkjamanna að varnirnar eigi eingöngu að beinast gegn hugsanlegri ógn frá Íran. Þeir óttast að þegar fram líða stundir muni flugskeytavarn- irnar grafa undan fælingarmætti rússneskra kjarnorkuvopna. - gb Deilur um eldflaugavarnir: Viðræður að komast í þrot ANATÓLÍ SERDJÚKOV SJÁVARÚTVEGUR Fiskistofa hefur auglýst eftir umsóknum um eitt leyfi til veiða á Austur-Atlants- hafsbláuggatúnfiski. Um eitt leyfi er að ræða og verði hæfir umsækjendur tveir eða fleiri er Fiskistofu heimilt að láta hlut- kesti ráða úthlutun leyfisins. Umsækjendur skulu ráða yfir fiskiskipi sem hefur leyfi til veiða í atvinnuskyni og hefur búnað sem hentar til veiðanna. Í umsókn um leyfi skal koma fram áætlun um veiðarnar, lýsing á búnaði skips, upplýsingar um áætlaðar löndunarhafnir og ráð- stöfun afla. Umsóknarfrestur er til 18. maí 2012. - shá Einn fær að veiða túnfisk: Hlutkesti nýtt í leyfisveitingu Það er öllum ljóst að þetta þing er í miklum hægagangi og hér er mikið málþóf í gangi. JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR FORSÆTISRÁÐHERRA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.