Fréttablaðið - 04.05.2012, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 04.05.2012, Blaðsíða 8
4. maí 2012 FÖSTUDAGUR8 Billund og Gautaborg, verð frá Við ætlum að vera mikið á ferðinni um Skandinavíu í sumar og verðum meðal annars í Billund og Gautaborg þar sem öll fjölskyldan getur haft það huggulegt. Settu upp sparibrosið og bókaðu flug á www.icelandexpress.is Aðra leið með sköttum og öðrum greiðslum Skemmtu þér í Skandinavíu! 16.700 kr. Ármúla 7 | 108 Reykjavík | 5 500 600 | www.icelandexpress.is Finndu okkur á Facebook! F ÍT O N / S ÍA Í boði eru 800.000 bílar í 125 löndum ICELAND EXPRESS BÍLINN HJÁ BÓKAÐU VEISTU SVARIÐ? 1. Hversu mörgum milljörðum verður varið í húsnæðisbótakerfið? 2. Hvert mætti Barack Obama óvænt í heimsókn í vikunni? 3. Hversu stóran hlut Grímsstaða ætlar Huang Nubo að leigja? SVÖR 1. 24,8 milljörðum 2. Til Afganistans 3. 70% EVRÓPUMÁL Samningsafstaða Íslands varðandi flutningastarfsemi annars vegar og frjálsa vöruflutninga hins vegar í samningavið- ræðum Íslands og Evrópusambandsins hefur verið kynnt framkvæmdastjórn ESB og aðildar ríkjunum. Meðal þess sem þar kemur fram er að Ísland vill sleppa við að taka upp sumartíma, komi til aðildar. Búist er við því að viðræður hefjist í við- komandi málaflokkum síðar á þessu ári, en kaflarnir heyra báðir undir EES-samninginn. Í samningsafstöðu um kaflann um frjálsa vöruflutninga leggur Ísland meðal annars áherslu á að viðhalda reglum varðandi hámarksgildi kadmíums í áburði og leitast eftir því að opna fyrir samstarf við önnur ríki um markaðsleyfi fyrir lyf. Í samningsafstöðu Íslands um kafla 14 um flutningastarfsemi koma meðal annars fram óskir Íslands um að fá að halda heimildum til að styrkja innanlandsflug, að Ísland þurfi ekki að framkvæma tilskipun um sumar- tíma, og einnig er farið fram á afmarkaðar sérlausnir vegna aksturs- og hvíldartíma ökumanna. Í framhaldinu munu framkvæmdastjórnin og aðildarríkin taka afstöðu Íslands til skoðunar og leggja fram sína eigin samnings- afstöðu sem verður lögð til grundvallar þegar samningaviðræður hefjast. - þj Samningsafstaða Íslands í tveimur samningsköflum kynnt fyrir Evrópusambandinu: Ísland vill fá að sleppa við sumartímann VIÐ SAMNINGABORÐIÐ Búist er við að samningskaflar um flutningastarfsemi og frjálsa vöruflutninga verði opnaðir seinna á árinu. Samningsafstaða Íslands liggur fyrir. MYND/FRAMKVÆMDASTJÓRN ESB FJÁRMÁL Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir Þórólf Matthíasson hag fræði- prófessor hafa valdið samtökunum miklum skaða með grein sem hann skrifaði í Fréttablaðið í gær. Hann telur Þórólf þurfa að segja sig frá störfum í nefnd um skulda aðlögun, en Þórólfur vísaði því á bug. Allt sem fram komi í greininni séu opinberar upplýsingar. Í greininni, sem ber yfir- skriftina „Áhætturekstur Bænda- samtaka Íslands“, tíundar Þór ólfur slæma stöðu félaganna Hótels Sögu ehf. og Hótels Íslands ehf. sem eru í eigu sam- takanna. Þórólfur upplýsir meðal annars að samtökin hafi þurft að færa niður allt hlutafé í félögunum tveimur og afskrifa 950 milljóna króna skuld Hótels Sögu við samtökin. Þá segir Þórólfur Búnaðar- þing hafa hafnað 4,3 millj- arða króna kauptilboði í hótelin árið 2006. Hann varpaði fram fjöl- mörgum spurningum varðandi starf- semi Bændasamtakanna, meðal annars hvort rétt sé að samtökin „sem sýsla með almannafé fyrir ríkissjóð, standi í áhættusömum rekstri á borð við rekstur veit- ingahúsa og hótela“. Haraldur sagði í samtali við Vísi.is í gær að Þórólfur hefði valdið samtökunum miklum skaða þar sem þau séu í samskiptum við banka um skuldaendurskoðun hótelanna. Greinin hafi neikvæð áhrif á það ferli. „Það sem er alvarlegt við þetta er að Þórólfur situr í eftirlits- nefnd um sértæka skuldaaðlögun og ég myndi halda að hann þyrfti að segja af sér með þessari fram- göngu,“ segir Haraldur við Vísi. Þórólfur svaraði því til, einnig í samtali við Vísi, að þær upp- lýsingar sem hann tíndi til í greininni væru opinberar. Þar væri ársreikningur Bændasam- takanna, sem hann hafi fengið á grundvelli upplýsingalaga, árs- reikningur Hótels Sögu og grein í Morgunblaðinu um kauptilboðið. Þórólfur sagðist alls ekki sjá tilefni til að segja sig frá nefndarstörfum um skuldaaðlögun og vísar kröfu um slíkt á bug. „Það er með ólíkindum að Har- aldur skuli reyna að drepa málinu á dreif með þessum hætti, í staðinn fyrir að svara spurningum mínum,“ sagði hann við Vísi. thorgils@frettabladid.is Þórólfur segir öll sín gögn vera opinber Formaður Bændasamtakanna deilir á Þórólf Matthíasson hagfræðiprófessor vegna greinar um hótelrekstur samtakanna. Þórólfur vísar gagnrýni á bug. HARALDUR BENEDIKTSSON ÞÓRÓLFUR MATTHÍASSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.