Fréttablaðið - 04.05.2012, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 04.05.2012, Blaðsíða 6
4. maí 2012 FÖSTUDAGUR6 FRAKKLAND Francois Hollande, forsetaefni franska Sósíalista- flokksins, er spáð 53 til 54 pró- senta atkvæða í seinni umferð for- setakosninganna um næstu helgi. Nicolas Sarkozy, núverandi for- seti, fær varla nema 46 til 47 pró- sent, verði úrslitin nálægt því sem skoðana kannanir spá. Sarkozy virðist engan veginn hafa tekist að saxa á forskot Hol- landes í sjónvarpskappræðum á miðvikudagskvöld, sem urðu lík- lega þær heiftarlegustu í sögu slíkra kappræðna í frönsku sjón- varpi. Sarkozy greip hvert tækifæri til að ráðast að Hollande, sakaði hann um lygar og sagði að stefna hans myndi leiða Frakkland í glötun. Hollande hélt hins vegar ró sinni og varð aldrei svara vant, sem virðist hafa komið á horfendum á óvart því Hollande hefur oft komið þeim fyrir sjónir sem heldur lit- laus og atkvæðalítill stjórnmála- maður. Hollande kom líka nokkrum skotum á Sarkozy, til dæmis þegar hann sagði: „Þú ert stöðugt með orðið „lygar“ á vörunum. Er það persónulegt vandamál hjá þér?“ Hollande hefur boðað kú- vendingu í sumum helstu stefnu- málum Sarkozys. Meðal annars hefur hann lofað því að kalla franska herinn heim frá Afgan- istan hið fyrsta, og svo þverneitar hann að taka þátt í hinu nýja fjár- málabandalagi evruríkjanna, sem Bretar hafa heldur ekki viljað taka þátt í. Þegar Hollande var spurður að því hvers konar forseti hann ætl- aði sér að vera, þá svaraði hann með nokkuð langri ræðu í fimmtán liðum, sem hver hófst á orðunum: „Ég, sem forseti lýðveldisins, …“ Þar lofaði hann því meðal ann- ars að láta dómsvaldið afskipta- laust, að ætla sér ekki að taka þátt í fjársöfnun fyrir flokk sinn og að ráðherrum verði settar siða reglur, sem tryggi að þeir lendi ekki í hagsmunaárekstrum. Þá lofar hann því að framkoma sín muni ávallt verða til fyrir- myndar. Hann ætli sér ekki að verða forseti „sem ræður öllu en ber í raun ekki ábyrgð á neinu“. Fari svo að Hollande komist til valda verður væntanlega grannt fylgst með hvort hann efnir þessi hátíðlegu loforð. Staða Sarkozys skánaði svo vart í gær þegar Bagdadi Ali Al- Mahmoudi, fyrrverandi forsætis- ráðherra Líbíu, staðfesti að stjórn Múammars Gaddafí hefði stutt kosningabaráttu Sarkozys fyrir forsetakosningarnar árið 2007 með 50 milljónum evra. Sarkozy var þá nýbúinn að vísa fréttum um slíkt algerlega á bug. gudsteinn@frettabladid.is Sigurlíkur Sarkozys virðast hverfandi Sarkozy tókst engan veginn að tryggja sér sigur með frammistöðu sinni í sjón- varpskappræðum á miðvikudagskvöld. Hollande varðist harðskeyttum árásum Sarkozys af fimi og virðist hafa komið á óvart. Kosið verður á sunnudag. SJÓNVARPSKAPPRÆÐUR Francois Hollande og Nicolas Sarkozy mættust í síðustu sjónvarpskappræðum sínum á miðvikudags- kvöld. NORDICPHOTOS/AFP Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 OPIÐ LAUGARDAGA 10-15.00 Glæný Bláskel frá Stykkishólmi Ferskur Túnfiskur Alla föstudaga og laugardaga Humar 2.350 kr.kg Óbrotinn fyrsta flokks humar Fiskibollur að dönskum hætti (lax, þorskur, dill, rjómi, krydd) Harðfiskurinn frá Stykkishólmi Þessi sjúklega góði Humarsoð frá Hornarfirði Frá kr. 39.950 Heimsferðir bjóða nú einstakt tilboð á síðustu flugsætunum til Malaga 12. maí í 10 nætur. Þú kaupir 2 flugsæti en greiðir aðeins fyrir 1. Við bjóðum þér fjölbreytta gistingu meðan á dvölinni stendur. Þetta er 11 daga ferð, en aðeins 6 vinnudagar. Verð kr. 39.950 Flugsæti með sköttum, m.v. 2 fyrir 1 tilboð 12. maí í 10 nætur. Netverð á mann. Verð áður kr.79.900. Verðdæmi fyrir gistingu: Kr. 27.600 m.v. 2 fullorðna í studio íbúð á Agumarina í 10 nætur. Kr. 47.800 með „öllu inniföldu“ Tvíbýli á hótel Roc Flamingo eða Griego Mar í 10 nætur. Verð fyrir einbýli kr. 66.100 Ótrúle gt tilb oð Allra s íðustu sætin 2 fyrir 1 til Costa del Sol 12. maí HEILBRIGÐISMÁL Tæpur þriðjungur starfsfólks geðsviðs Land- spítalans hefur orðið fyrir líkam- legu ofbeldi síðasta hálfa árið. Um helmingur hefur orðið fyrir andlegu ofbeldi og tæplega fjór- tán prósent fyrir kynferðislegu ofbeldi. Gerendur eru í lang- flestum tilvikum sjúklingar. Þetta eru niðurstöður rann- sóknar sem Dr. Jón Friðrik Sig- urðsson, hjúkrunarfræðingur á geðsviði Landspítalans, og Hjalti Einarsson gerðu í apríl síðast- liðnum. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna tíðni ofbeldis gagn- vart starfsfólki sviðsins. Þar kom meðal annars fram að þó nokkrir starfsmenn sögðust hafa orðið fyrir ofbeldi oftar en einu sinni á tímabilinu. „Af þessu má draga þá ályktun að starfsfólk geðdeilda sé í hópi þeirra starfsstétta sem eru lík- legastar til að verða fyrir ofbeldi í starfi, sérstaklega starfsfólk sem vinnur hjúkrunarstörf,“ segir Jón Friðrik. „Næstum allir sem svöruðu könnuninni töldu einhverjar líkur á að verða fyrir ofbeldi í starfi sínu og höfðu áhyggjur af því.“ Jón Friðrik segir niðurstöðurnar ríma við sambærilegar kannanir erlendis. Alþjóðlegt málþing um ofbeldi á geðdeildum verður haldið í Háskóla Íslands í dag þar sem niðurstöður rannsóknarinnar verða kynntar frekar. - sv Fjórtán prósent starfsfólks geðdeilda hefur mátt þola kynferðislegt ofbeldi: Ofbeldi gagnvart starfsfólki algengt GEÐDEILD LSH VIÐ HRINGBRAUT Um helmingur starfsmanna geðsviðs LSH segist hafa orðið fyrir andlegu ofbeldi í vinnunni síðasta hálfa árið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Telur þú að strandveiðarnar eigi rétt á sér? JÁ 77,3% NEI 22,7% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ert þú búin(n) að ákveða hvern þú ætlar að kjósa í forsetakosn- ingunum í sumar? Segðu þína skoðun á visir.is LÖGREGLUMÁL Theodór Kr. Þórðar- son, yfirlögregluþjónn í Borgar- firði og Dölum, segir líkgeymslu- mál í Borgarfirði í ólestri. Vandamálið sé í senn viðkvæmt og aðsteðjandi og nauðsynlegt að bregðast við því hið fyrsta. Í bréfi Theodórs til byggðaráðs Borgarfjarðar segir hann vandann að hluta til felast í því hversu „lík- húsið“ í heilsugæslustöðinni í Borgarnesi sé lítið. „Séu þar fyrir eitt eða tvö lík þegar skyndilegt dauðsfall verður, til dæmis vegna umferðarslyss, er orðið mjög erfitt að athafna sig fyrir lögreglumenn, starfsfólk útfararstofnana og aðra sem að þessum málum koma. Að ekki sé minnst á þegar taka þarf á móti ættingjum í þessu herbergi að halda þar athöfn með presti og tilheyrandi,“ skrifar Theodór og þá er allur vandinn ekki upptalinn. „Fyrir utan nefnd þrengsli er í öðru lagi þarna aðeins lágmarks kælibúnaður sem hefur þar fyrir utan verið nokkuð bilunargjarn,“ lýsir yfir- lögregluþjónninn sem segist vonast til að líkgeymslan verði stækkuð sem fyrst svo hún rúmi fjögur til sex lík í einu og að þar verði komið fyrir „viðeigandi og virkum kæli- búnaði“. Byggðaráðið fól sveitarstjóran- um að ræða við Heilbrigðisstofn- un Vesturlands um úrbætur. - gar Lögreglan segir líkgeymslumál í Borgarbyggð í ólestri og vill úrbætur hið fyrsta: Erfitt að halda athöfn með presti THEODÓR KR. ÞÓRÐARSON Yfir- lögregluþjónn segir vandræði skapast ef geyma þarf fleiri en eitt lík í einu Borgarbyggð. STOFNANIR Þrátt fyrir að málum sem berast Persónuvernd hafi stöðugt fjölgað hefur starfs- mönnum þar fækkað. „Það sem af er þessu ári hafa 612 ný mál verið skráð hjá stofnuninni. Til samanburðar voru nýskráð mál þann 1. maí 2008 alls 361. Er því um 75 prósenta aukningu að ræða á fjórum árum,“ segir í frétt Persónu verndar. Verði ekkert að gert megi búast við enn meiri töfum á afgreiðslu mála. Stofnunin sjái ekki fram á að geta sinnt lögbundnum verkefnum með fullnægjandi hætti. - gar Færri takast á við fleiri mál: Persónuvernd varar við töfum KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.