Fréttablaðið - 04.05.2012, Qupperneq 47
FÖSTUDAGUR 4. maí 2012 31
Diskóhljómsveitin nýstofnaða
Boogie Trouble hitar upp fyrir
Berndsen á tónleikaröðinni Undir-
öldunni í Hörpunni í kvöld.
Sveitin var stofnuð seint á
síðasta ári og í henni eru meðlimir
víðs vegar að úr íslensku tónlistar-
lífi, m.a. úr Rökkurró, Bárujárni,
Sprengjuhöllinni og Kiriyama
Family.
Boogie Trouble sækir inn blástur
sinn í diskótónlist áttunda ára-
tugarins og stefnir leynt og ljóst að
því að endurvekja diskó á nýrri öld.
Hljómsveitin er um þessar mundir
að taka upp fjögurra laga EP-plötu
og stefnir á að vera iðin við kolann
í tónleikahaldi á næstu vikum. Tón-
leikarnir í Hörpu hefjast klukkan
17.30 og er aðgangur ókeypis.
Nýstofnuð diskósveit
BOOGIE TROUBLE Hljómsveitin hitar upp
fyrir Berndsen í kvöld.
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Föstudagur 4. maí 2012
➜ Fundir
08.30 Viðskiptadeild HR og Festa
boða til morgunfundar um samfélags-
lega ábyrgð fyrirtækja. Fundurinn verður
haldinn í stofu M101 í Háskólanum í
Reykjavík og er öllum opinn og ókeypis.
➜ Sýningar
17.00 Sýning á verkum nemenda
Myndlistaskólans í Reykjavík opnar í
nýbyggingu Lækningaminjasafnsins á
Seltjarnarnesi.
17.00 Sýningin Meet the Locals opnar
í Artíma gallerí, Skúlagötu 28. Um er
að ræða samstarfsverkefni á milli Skot-
lands og Íslands og munu fimm skoskir
listamenn sýna að þessu sinni.
➜ Kvikmyndir
14.00 Rúmlega vikulöng kvik-
myndahátíð í Kamesi Borgarbókasafns,
Tryggvagötu 15, hefst í dag. Sýndar
verða þýskar kvikmyndir frá tímum
eftirstríðsáranna. Aðgangur er ókeypis
og eru allar myndirnar með þýsku tali
og enskum texta. Nánari upplýsingar á
borgarbokasafn.is
➜ Tónlist
20.30 The Saints of Boogie Street
heldur útgáfutónleika í Iðnó í tilefni af
nýjum disk sínum, Covered, sem er til
heiðurs Leonard Cohen.
21.30 Skuggamyndir frá Býsans leika
Balkantónlist af alkunnri snilld á Café
Haití. Aðgangseyrir er kr. 1.500.
22.00 Hljómsveitin Dúndurfréttir spilar
ásamt Ólafi Þórarinssyni, Labba, í Hvíta-
húsinu á Selfossi.
23.00 Hljómsveitin Homo and the
Sapiens heldur tónleika á Ob-La-Dí-Ob-
La-Da, Frakkastíg 8. Aðgangseyrir er kr.
1.000.
➜ Fyrirlestrar
12.00 Egill Þór Níelsson gistifræði-
maður við Heimskautastofnun Kína
ræðir um Kína og Norðurslóðir á fyrir-
lestri í stofu 101 í Odda. Fyrirlesturinn er
á vegum Alþjóðamálastofnunar og fer
fram á ensku.
14.00 Sagan sem tekjulind verður
þema Söguslóðaþings 2012 Samtaka
um söguferðaþjónustu í Þjóðmenn-
ingarhúsinu í dag.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is
Kúbönsk menning verður höfð
í hávegum í hliðarsalnum á
skemmtistaðnum Faktorý í kvöld,
þar sem skemmtilegur kokteill af
tónlist, rommi og dansi verður á
boðstólum.
Þar munu þeir Erpur og Eyj-
ólfur segja frá Kúbuferðalagi
sínu í máli og myndum, en þeir
eru nýkomnir aftur úr sjálfboða-
vinnu og ferðalagi um alla eyjuna.
Þar að auki mun Salsa Iceland
sýna suðræna og sjóðheita dansa,
Havana Club mun bjóða upp á
svalandi kúbanskan drykk og
kúbönsk tónlist verður spiluð fram
eftir kvöldi.
Kúbönsk stemning
FERSKUR Erpur dvaldi á
Kúbu á dögunum ásamt
bróður sínum og segir
frá ferðalaginu í máli og
myndum.