Fréttablaðið - 04.05.2012, Page 46

Fréttablaðið - 04.05.2012, Page 46
4. maí 2012 FÖSTUDAGUR30 Kór Grafarvogskirkju, undir forystu Hákonar Leifssonar organista, stendur fyrir tón leikum á morgun, 5. maí, klukkan 17 í Grafarvogs- kirkju. Það er hið þekkta verk Carmina Burana eftir Carl Orff sem verður flutt þar af Stúlknakór Reykjavíkur og kór Grafarvogs- kirkju, ásamt einsöngvurunum Hlín Péturs- dóttur Behrens sópran, Einari Clausen tenór og baritónsöngvaranum Jóni Svavari Jóseps- syni. Hópur úr Musica Camerata sér um hljóð- færaleikinn en í útgáfunni sem flutt verður er verkið útbúið fyrir tvo flygla og sex slagverks- leikara. Sú útsetning hæfir efni ljóðanna vel. Carmina Burana var frumflutt árið 1937 í Þýskalandi og tók sér stöðu sem eitt veiga- mesta kórverk klassískra tónbókmennta. Verkið hljómar reglubundið í öllum helstu tónleikasölum heimsins og hefur margsinnis verið flutt á Íslandi bæði í þessari útgáfu sem og stærri hljómsveitarbúningi. Texti verksins er unninn upp úr hand- ritinu Carmina Burana, „Kvæði frá Bæjara- landi“ sem talið er að hafi verið samið af farand skáldum miðalda og trúbadorum. Þar er fjallað um veraldleg málefni sem eiga jafnt við nú á 21. öld og á þeirri 13. svo sem fallvalt- leika tilverunnar en einnig gleði yfir komu vorsins. Um miðja síðustu öld þóttu áherslur ljóðanna um of fyrir neðan beltisstað en vekja ekki þannig viðbrögð meðal almennings á vorum dögum. Stjórnandi tónleikanna er Hákon Leifsson og Margrét Pálmadóttir er stjórnandi Stúlkna- kórs Reykjavíkur. -gun Carmina Burana í Grafarvogskirkju STJÓRNANDINN Hákon Leifsson heldur utan um alla þræði flutningsins. Klara Þórhallsdóttir, nýráðinn verkefnastjóri fræðslu við Lista- safn Reykjavíkur, leiðir gesti um sýningu katalónska lista- mannsins Antoni Tàpies (1923– 2012) á Kjarvalsstöðum, sunnu- daginn 6. maí klukkan 15. Sýningin, sem ber yfir skriftina Antoni Tàpies – Mynd, líkami, tregi og stendur yfir til 20. maí, er nýtt og víðtækt yfirlit yfir starfsferil listamannsins og var unnin í nánu samstarfi við hann sjálfan, Fundació Antoni Tàpies stofnunina í Barcelona og Museum für Gegenwartskunst í Siegen í Þýskalandi, þar sem hún var fyrst sett upp. Sýningarstjóri er Dr. Eva Schmidt. Tàpies er almennt talinn einn af helstu áhrifavöldum í þróun málverksins á síðari hluta tuttugustu aldarinnar, en á sýn- ingunni getur að líta málverk frá rúmlega sjö áratuga ferli listamannsins. Tàpies var undir sterkum áhrifum frá súrreal- ískum málurum á borð við Miro og Klee í upphafi ferils síns, en síðar þróaði hann sitt eigið mynd- mál með uppbyggðum mynd- fleti sem oft var ýfður upp með stöfum, tölum og táknum. Flest verka hans eru úr hversdags- legum hlutum, fundnu efni, mold, sandi, jarðvegi, þurrkuðu blóði og steinryki. Leiðsögn um Tàpies KJARVALSSTAÐIR Sýning Antoni Tàpies stendur yfir til 20. maí. Söguslóðaþing verður haldið í Þjóðmenningarhúsinu í dag, 4. maí, milli klukkan 14 og 17. Það hefur yfirskriftina Sagan sem tekjulind enda verður þar fjallað um tækifæri til eflingar menn- ingar- og söguferðaþjónustu á Íslandi og litið til reynslu Íra í þeim efnum. Því er aðalfyrir- lesari Aidan Pender þróunar- stjóri Ferðamálaráðs Írlands. Eftir setningu Ólafar Ýrar Atladóttur. ferðamálastjóra. flytur Rögnvaldur Guðmunds- son, formaður Samtaka um sögu- ferðaþjónustu, erindi og nokkrir reynsluboltar segja frá því hvern- ig þeim gengur að fanga athygli ferðamanna með sögutengdri ferðaþjónustu. Þeirra á meðal eru Kristján Baldursson frá Trex hópferðamiðstöðinni, Val- gerður Guðmundsdóttir í Víking- heimum, Dagný Sigmarsdóttir úr Spákonu hofinu á Skagaströnd, Birna Þórðar dóttir sem gengur um götur Reykjavíkur og segir sögur og Jóhannes Viðar í Fjöru- kránni í Hafnarfirði. Skúli Björn Gunnars son á Skriðuklaustri setur lokapunktinn á málþingið. Nánari upplýsingar eru á www. soguslodir.is. Sagan sem tekjulind JÓHANNES Í FJÖRUKRÁNNI Hefur sinnt ferðamönnum í 22 ár. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.