Fréttablaðið - 04.05.2012, Side 22

Fréttablaðið - 04.05.2012, Side 22
FÓLK| HELGIN 4 stykki af ekta saltfiskhnökkum (lomos extra), útvötnuðum og beinlausum með roði (ca. 150 g stykkið) 1 stór rófa 1 gulrót 1 dl rjómi 1 dl vatn Salt og pipar 10 g smjör Hamsatólg Afhýðið rófuna og gulrótina og skerið í grófa bita. Setjið í pott og sjóðið í vatninu við vægan hita í 10 til 12 mín. Bætið rjóma saman við og sjóðið í mauk. Maukið í matvinnsluvél með smjörinu. Smakkið til með salti og pipar. Setjið saltfiskinn í pott og látið suðuna koma upp. Setjið lok á og látið standa í 5 til 8 mínútur áður en fiskurinn er borinn fram með sjóðheitum hömsum (sigtið úr hamsatólginni), rófukreminu og nýsoðnu kartöflusmælki. SUMARLEGUR SALTFISKUR AÐALRÉTTUR FYRIR 4 Undanfarna föstudaga hafa birst hér uppskriftir af uppáhalds-pitsu hinna ýmsu matgæðinga. Pitsurnar eiga það sameigin-legt að vera gerðar úr Wewalka-pitsudeigi. Guðrún Högna- dóttir skoraði á Sigurjón Þórðarson, ráðgjafa hjá Capacent, að gefa lesendum uppskrift að uppáhaldspitsunni sinni sem kemur hér. HOLL OG SPENNANDI HRESSANDI PITSA Á MEÐAN BEÐIÐ ER EFTIR MATNUM PITSA MEÐ RISARÆKJUM GÓÐGÆTI KYNNIR Wewalka pitsudeig er hægt að útbúa á margvíslegan hátt. PITSUÁSKORUN KRYDDOLÍA Hvítlaukur, 1 hluti Engifer, ½ hluti Rautt chili, smá (eftir smekk) Extra virgin ólífuolía, 2 hlutar PITSA Grófkorna pitsadeig frá Wewalka Rautt pestó Pizzaostur OFANÁLAG 30 g tígrisrækjur Salt og pipar Klettasalat eftir smekk AÐFERÐ Byrjið á kryddolíunni. Kryddið er sett í matvinnsluvél og hrært þar til það er orðið mjög smátt. Setjið þá olíuna út í. Láta standa á borði meðan pitsan er gerð. Rúllið deiginu út og smyrjið það með rauðu pestói, stráið pizzaosti yfir og bakið þar til það er fallega gullið. Hitið pönnu og setjið olíu á hana. Hún á að verða vel heit. Þetta er hægt að gera meðan pitsan er í ofninum. Steikið rækjurnar u.þ.b. 10- 12 sekúndur á hvorri hlið (hægt að telja upp að tólf og snúa þá rækjunum við). Skerið rækjurnar eftir endilöngu (fara varlega). Takið pitsuna úr ofninum og látið rjúka úr henni. Raðið rækjunum á pitsuna og setjið kryddolíu ofan á þær, magn eftir smekk. Stráið loks kletta- salati yfir, skerið í hæfilega bita og berið fram. M Y N D /V A LL I LJÚF OG GÓÐ Sigurjón Þórðar- son með pitsuna sína. Skipholti 31, sími 568-0450 ljosmyndavorur.is Kynnum með stolti Fujifilm X seríuna, myndavélar sem þú skilur ekki eftir heima. Frábærlega vel hannaðar Léttleiki og lítil fyrirferð Framúrskarandi myndgæði X10 – 99.900 X100 – 199.000 X-Pro 1 – 269.000 (án linsu) X100 TIPA verðlaunin 2011 og X Pro 1 TIPA verðlaunin 2012 ■ FRAMHALD AF FORSÍÐU FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is s 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is s 512 5432

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.