Fréttablaðið - 04.05.2012, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 04.05.2012, Blaðsíða 10
4. maí 2012 FÖSTUDAGUR10 Notaðu Nicky þegar þú ert búinn! Íslandi ber vegna aðildar að EES að innleiða reglu- gerðir um nýjar evrópskar stofnanir með miklar heimildir tengdar fjármála- mörkuðum. Sérfræðingar í stjórnskipunarrétti telja að með því myndu stjórnvöld brjóta stjórnarskrá. Íslenskum stjórnvöldum er óheim- ilt að festa í lög reglugerðir frá Evrópusambandinu (ESB) um nýjar stofnanir sem eiga að vakta fjármálakerfi Evrópuríkja þar sem reglur um þær standast ekki íslensku stjórnarskrána. Þetta er mat tveggja sérfræðinga í stjórn- skipunarrétti sem unnið hafa álits- gerð fyrir íslensk stjórnvöld. Þrjár nýjar stofnanir ESB og eitt ráð tóku til starfa 1. janúar 2011. Þeim er ætlað að verja stöðug leika fjármálakerfisins og eru viðbrögð sambandsins við fjármála kreppunni sem leikið hefur Evrópu illa á síðustu árum. Íslandi ber, sem aðila að samn- ingnum um Evrópska efnahags- svæðið (EES), að festa reglur um nýju stofnanirnar í íslensk lög. Nýju stofnanirnar eru valda miklar og hafa meðal annars heimildir til að svipta banka starfsleyfi, sekta fjármálastofnanir og bregðast við með ýmsum öðrum hætti komi til neyðarástands. Lögfræðiprófessorarnir Björg Thorarensen og Stefán Már Stefáns son, sem bæði eru sér- fræðingar í stjórnskipunarrétti, voru fengnir til að meta hvort aðild Íslands að þessum nýju stofnunum stangaðist á við íslensku stjórnar- skrána. Í álitsgerð sem þau skiluðu forsætisráðuneytinu, efnahags- og viðskiptaráðuneytinu og utanríkis- ráðuneytinu í lok apríl kemur fram að ekki sé hægt að taka upp reglu- gerðirnar óbreyttar. Með því að lögfesta reglu- gerðirnar hér á landi myndi Ísland framselja ríkisvald til yfir- þjóðlegra eftirlitsstofnana. Engar heimildir eru til slíks í stjórnar- skránni, samkvæmt álitsgerð Bjargar og Stefáns. Þau segja mikilvægt að huga að breytingum á stjórnarskrá til að löggjafinn geti starfað innan laga í alþjóð- legu samstarfi. Þarf að breyta stjórnarskránni Nýju eftirlitsstofnanirnar hafa heimildir til að taka bindandi ákvarðanir gagnvart Fjármála- eftirlitinu og eftir atvikum Seðla- bankanum. Þær hafa líka heim ildir til að taka bindandi ákvarðanir sem geta haft íþyngjandi réttar- áhrif á íslensk fjármálafyrir- tæki. Í þessu felst yfirþjóðlegt vald umfram það sem talist getur heimilt samkvæmt stjórnarskrá. Engin ákvæði eru í íslensku stjórnarskránni um framsal á ríkis- valdi til yfirþjóðlegra stofnana. Slík ákvæði eru í stjórnar skrám annarra Norður landa, sem og flestra annarra Evrópu ríkja. Með innleiðingu reglugerða um nýju eftirlitsstofnanirnar yrði „stigið skrefi lengra í framsali framkvæmdavalds og dómsvalds en áður hefur verið fallist á að rúmist innan 2. greinar stjórnar- skrárinnar,“ segir í álitsgerðinni. Ísland hefur tvo kosti í stöðunni, að breyta stjórnarskránni eða sætta sig við að á endanum verði EES-samningurinn óvirkur, segir Össur Skarphéðinsson utanríkis- ráðherra. Hann segir augljóst að stefna eigi að fyrri kostinum. Össur segist ánægður með nýju evrópsku eftirlitsstofnanirnar og segir að hann hefði gjarnan viljað að stofnanirnar hefðu orðið til fyrr. „Það er vel hugsanlegt að þá hefði bankahrunið orðið öðruvísi og að Icesave hefði aldrei komið upp. Eitt af því sem þessar nýju reglur segja er meðal annars að ef ágreiningur kemur upp á milli fjármálaeftirlita í mismunandi löndum þá sker samevrópsk eftir- litsstofnun úr. Það hefði munað um það árið 2008.“ Álitamál hafa komið upp frá því EES-samningurinn var sam- þykktur hér á landi árið 1992 í tengslum við nýjar reglur sem Ísland hefur tekið upp. Í öllum til- vikum hefur niðurstaðan verið sú að þær einstöku breytingar sem þar hafi verið fjallað um brytu ekki í bága við stjórnarskrá. Björg og Stefán benda á að þó að hver og ein þessara breytinga standist skoðun kunni að vera að mun meira vald hafi þegar verið framselt til erlendra stofnana en heimilt hefði verið ef allar breyt- ingarnar hefðu verið gerðar í einu. „Því er mikilvægt að huga að nauðsynlegum stjórnarskrárbreyt- ingum til þess að tryggja að lög- gjafinn starfi innan þeirra marka sem leidd verða af stjórnarskránni um alþjóðlegt samstarf,“ segir í álitsgerðinni. Óheillaspor að fórna EES Össur segir að þær breytingar sem gerðar hafi verið á EES-samn- ingnum frá því hann var samþykkt- ur hér á landi árið 1992 geti þegar hafa leitt til þess að sam ningurinn eins og hann er framkvæmdur sé ekki í samræmi við stjórnarskrána. Hann segir að ítrekað hafi verið bent á að vafi væri á að mál, sem verið væri að taka inn í íslensk lög, stæðust stjórnarskrá. „Ég er þeirrar skoðunar að EES- samningurinn sé kominn út fyrir það sem stjórnarskráin heimilar,“ segir Össur. Ekki sé lengur heimilt að innleiða reglur sem beri að gera án þess að brjóta stjórnarskrána, og því þurfi að breyta henni. Stjórnarskráin stöðvar eftirlitsstofnanir MARKAÐIR Eftirlit með evrópskum fjármálamörkuðum hefur verið stóraukið eftir fjármálakreppuna sem gengið hefur yfir Evrópu á síðustu árum. Samevrópskar eftirlitsstofnanir fara þó illa saman við íslensku stjórnarskrána. NORDICPHOTOS/AFP Evrópusambandið kom þremur nýjum stofnunum og einu nýju ráði á laggirnar í kjölfar fjármálakreppunnar 2008. Stofnanirnar og ráðið tóku til starfa 1. janúar 2011. Meginhlutverkið sem þeim er ætlað er að bæta starfsemi innri markaðar Evrópu- sambandsins (ESB) með því að tryggja að löggjöf sé samræmd og áhrifarík. Þær eiga að vernda stöðugleika fjármálakerfisins, gegnsæi markaðar og framleiðslu, og vernd innstæðueigenda og fjárfesta. Stofnanirnar eru: Evrópska bankaeftirlitið (EBA), Evrópska eftirlitsstofnunin með tryggingum og starfstengdum lífeyri (EIOPA), Evrópska eftirlitsstofnunin með verðbréfa- og fjármálamörkuðum (ESMA) og Kerfis- áhætturáð (ESRB). Verja stöðugleika fjármálakerfisins Brjánn Jónasson brjann@frettabladid.is FRÉTTASKÝRING: EES og stjórnarskráin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.