Fréttablaðið - 04.05.2012, Page 12

Fréttablaðið - 04.05.2012, Page 12
4. maí 2012 FÖSTUDAGUR12 S tyr hefur staðið um frum vörp Stein gríms J. Sigfússonar um fisk- veiðistjórnunarkerfi og veiðigjöld. Fjöldi umsagna hefur litið dagsins ljós og eru þær nánast allar neikvæðar. Á miðvikudag var lagt fram álit sérfræðinga atvinnuveganefndar sem segja frum varpið munu ganga af fjölda sjávarútvegsfyrirtækja dauðum. Ber ekki gagnrýnin vott um að of hátt sé reitt til höggs í gjaldtöku? Varla er ætlunin að setja fjölda fyr- irtækja á hausinn? „Að sjálfsögðu ekki, enda hefur það aldrei staðið til að sæmilega vel rekin fyrirtæki réðu ekki við þetta gjald. Aðferðafræðin gengur einmitt út á að skilja eftir ríkulega ávöxtun á alla fjármuni sem nauð- synlegir eru í greininni og skilja eftir svigrúm til fjárfestinga. En ef það er þannig að veru legur hluti sjávarútvegsins ræður ekki við þetta gjald, jafnvel þó það væri eitthvað lægra, þá vaknar náttúru- lega spurningin um hvernig á því standi.“ Afkoman miklu betri Steingrímur segir umhugsunarefni að afkoma greinarinnar hafi verið mjög góð síðustu 3 til 4 ár, sem sé mjög gott. Skuldir hafi lækkað um 150 til 170 milljarða frá árinu 2008 og til ársloka 2012. Eigið fé greinar- innar hafi aukist um yfir 200 millj- arða og framlegðin sé 70 prósentum meiri en hún var árið 2008. „Þannig að ef við spyrjum okkur, ef sjávarútvegurinn ræður samt ekki við neitt umtalsvert meira veiðigjald, þrátt fyrir að skuldir hafi lækkað um 150 til 170 millj- arða, eiginfjárstaðan breyst mjög til batnaðar og framlegðin hafi farið langleiðina í að tvöfaldast; hvernig var þá reksturinn á þeim tíma, þ.e. 2008? Hvaða grunnur var þá fyrir þær lánveitingar til sjávarút vegsins sem gerði hann svo skuldugan sem raun ber vitni, ef þessi stór- bættu skilyrði, lágt gengi, ágætt verð á mörkuðum og góð aflabrögð, skipta engu? Greinin hefur notið þessara góðu ára án þess að greiða nema mjög lítið veiðigjald og fæst fyrir tæki hafa greitt mikinn skatt, þar sem þau áttu uppsafnað tap. Hvernig í ósköpunum stendur þá á því að greinin hefur samt sem áður enga burði til að leggja umtalsvert meira af mörkum?“ Ertu þá að segja að greinin hafi burði til þess? „Í mínum huga er enginn vafi á því að hún hefur það miðað við afkomuna eins og hún er. Það hefur alltaf verið meiningin að reyna að finna hvað sé hóflegt í þeim efnum og við erum alltaf tilbúin til að skoða grunninn, þarf að hækka pró- sentumörkin eða lækka hlutfallið?“ Óábyrg lánastefna Steingrímur segir það vandamál hve hluti sjávarútvegsfyrirtækja er enn skuldsettur vegna kvótakaupa. Veiðiheimildir hafi verið keyptar á uppsprengdu verði og þrátt fyrir að góður tími hafi reynst til að greiða þau niður séu skuldirnar enn of íþyngjandi fyrir sum fyrirtæki. Verið sé að kanna hvort hægt sé að taka á því með sértækum aðgerðum. En var þetta ekki einfaldlega umhverfið sem menn bjuggu við? Ef átti að veiða fisk, varð þá ekki að borga markaðsverð fyrir kvóta? „Vissulega, en það segir líka sína sögu varðandi þetta kerfi og hvort það var að öllu leyti svo gott að ekki megi anda á það. Maður spyr sig líka um for sendur lánveitinganna þegar bankarnir koma með sínar umsagnir núna. Þeir vilja auðvitað að fyrirtækin fái sem mestar tekjur svo þeir séu sem öruggastir um sín lán. Þeir hefðu hins vegar vel mátt velta fyrir sér grundvöll lánveitinganna á sínum tíma. Hvað voru menn að gera þegar þeir lánuðu svona botnlaust inn í sjávarútveginn til kvótakaupa á uppsprengdu verði?“ Steingrímur segir það líka galla að margir stilli dæminu þannig upp að heildarskuldir sjávarútvegsins, af hvað tagi sem er, séu tíndar til. Það lúti ekki bara að kvótakaupum heldur einnig fjárfestingum út fyrir greinina. „En er hægt að gera kröfur um að framlegð af veiðum og vinnslu standi undir þeim? Maður spyr sig líka hvort ekki komi neinar tekjur á móti öðrum fjárfestingum sjávarút- vegsins. Getum við fallist á að auð- lindarentan eigi að renna í þetta?“ Ertu að segja að útgerðin dragi þessa skökku lánamynd upp? „Já, mér sýnist að það sé þannig á köflum að menn dragi upp dekkri mynd en ella. Það kemur manni mjög á óvart ef þessar gjörbreyttu að stæður greinarinnar hafa ekkert lagað stöðuna og aukið getu greinar- innar til að leggja meira af mörkum.“ Þjóðin eigi auðlindina Að auki segir Steingrímur sum fyrir tæki hafa þurft að greiða skuldsettum eigendum sínum mikinn arð undanfarin ár. Þeir séu því háðir rekstrinum og taki mikinn arð til að greiða af lánunum. Í raun sé verið að láta fyrirtækin borga sig sjálf með stífum arðgreiðslum til eigenda. Allt þetta þurfi að skoða og að hve miklu leyti eigi að taka til- lit til aðstæðna og að hve miklu leyti menn vilji gera það. „Svo mega menn ekki gleyma því að undirliggjandi er auðvitað deilan um það hver á auðlindina og það glittir í hana í mörgum álitum. Hver á tilkall til viðbótar rentunnar á þeim árum þegar hún er mjög mikil? Það blasir við að hið lága raun- gengi færir til mikil verðmæti og hvaðan fara þau? Þau birtast í skertum kaupmætti landsmanna.“ Steingrímur spyr hvort ósann- gjarnt sé að þjóðin sem eigandi auð- lindarinnar fái hlutdeild í auknum hagnaði sem myndist við slíkar aðstæður. Sérstaklega þar sem lágt gengi, sem nýtist útflutningnum, komi niður á hag fjölskyldna. Byggt á sáttanefnd Nokkuð hefur verið gagnrýnt að ekki hafi verið haft samráð við sjávarútveginn varðandi kvóta- frumvarpið. Steingrímur hafnar því alfarið. „Þetta á sér náttúrulega aðdrag- anda til margra ára og þess vegna áratuga, aftur til skýrslu auðlinda- nefndarinnar um aldamótin. Það er ekki eins og byrjað sé á núlli og grunnurinn er auðvitað starf sátta- nefndarinnar.“ En er það? Það hefur einmitt verið gagnrýnt að farið sé í aðra átt en þar var lagt til. „Jú, þetta er sú leið. Að menn fái nýtingarleyfi til alllangs tíma og uppistaða veiðiheimildanna sé í þeim. Búnir séu til tveir pottar og ríkið verði sér með sinn hlut sem notaður sé í hliðarráð stafanir. Sáttanefndin skildi eftir marga lausa enda og hætti almennt við mál þegar um þau varð ágreniningur. Það eru auðvitað himinn og haf á milli endanna í þessu máli og hafa alltaf verið. Á milli þeirra sem engar breytingar vilja og þeirra sem vilja umturna kerfinu. Þetta er málamiðlun.“ Tæknilegar útfærslur Í áliti sérfræðinga atvinnuvega- nefndar segir að verði veiði- gjaldið lækkað um helming ráði vel flest sjávarútvegsfyrirtæki við út færsluna. Er það lending? „Ég ætla ekki að tjá mig um ein- stakar tölur í þessum efnum, heldur útfæra aðferðina. Ég tel að grunnurinn í þessu sé einfaldur. Hann er sá að slá því föstu í eitt skipti fyrir öll að um sameiginlega auðlind í eigu þjóðar- innar sé að ræða. Að menn fái nýt- ingarrétt og séu sæmilega tryggir með hann til alllangs tíma og greiði eðlilegt gjald fyrir. Þegar myndast umframhagnaður vegna sérstakra aðstæðna í hagkerfinu – sem kosta þjóðina á hina hliðina, gleymum því ekki – þá sé eðlilegt að hann gangi að einhverju leyti til þjóðarinnar. Og þá er þetta bara spurning- in um hvernig menn skipta því. Hver á skiptingin að vera á milli þjóðar sem eigenda auðlindar og út gerðarinnar sem þarf að geta búið við góð ár til að byggja sig upp og styrkja. Það eru tækni- legar útfærslur um upphæð gjalds, aðlögunar tíma og fleira. Þetta á ekki að vera styrjöld í mínum huga, við eigum að reyna að ná málefnalega góðri niðurstöðu.“ Föstudagsviðtaliðföstuda gur Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Ég tel að grunnurinn í þessu sé ein- faldur. Hann er sá að slá því föstu í eitt skipti fyrir öll að um sameiginlega auðlind í eigu þjóðarinnar sé að ræða. Þetta á ekki að vera styrjöld Steingrímur J. Sigfússon segir að ef sjávarútvegurinn geti ekki lagt meira til samfélagsins við þær hagstæðu aðstæður sem nú ríkja, geti hann það aldrei. Hann segir mörg fyrirtæki hafa skuldsett sig um of í kvótakaupum og gagnrýnir banka fyrir lánastefnu. Hann segir Kolbeini Óttarssyni Proppé að grunnhugmyndin að fiskveiðistjórnunarkerfi sé einföld; þjóðin eigi auðlindirnar. VILL MÁLEFNALEGA UMRÆÐU Steingrímur J. Sigfússon kallar eftir málefnalegri umræðu um málefni fiskveiðistjórnunar. Í grunn- inn sé málið einfalt; þjóðin eigi auðlindina og eigi að njóta hennar. Verði umframhagnaður vegna ytri aðstæðna þurfi að skipta honum á milli útgerðar og þjóðar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Hræðsluáróður útgerðar Steingrímur segir eðlilegt að forsvarsmenn byggðarlaga, sem séu háð stórum sjávarútvegsfyrir- tækjum, og starfsmenn þeim tengdum hrökkvi í kút þegar forsvarsmenn greinarinnar gangi fram með líkum hætti og nú hefur verið gert. Ekki megi gleyma þeim gríðarlegu hagsmunum sem liggja undir. „Við eigum við aðila sem eru mjög öflugir og hafa fjármuni til að heyja hana býsna harðskeytt. Einhver verður hins vegar að gæta að almannahagsmunum.“ En getur hann ábyrgst að engin fyrirtæki fari á hausinn vegna breytinga á kerfinu? „Nei, að sjálfsögðu get ég það ekki, enda hefur það aldrei verið þannig að öll sjávarútvegsfyrirtæki gangi alltaf. Að uppistöðu til eiga sæmilega vel rekin fyrirtæki að geta klárað sig og viðfangsefnið er að finna hvar það liggur. Ef við ætlum að miða veiðigjald við skuldugasta og verst rekna sjávarútvegsfyrir- tæki landsins, þá er það fljótlegt; það verður núll krónur og kannski minna en það.“ Opið til kl. 17 í miðborginni og víða lengur. Verum, verslum og njótum vorsins þar sem hjartað slær! LANGUR LAUGARDAGUR 5. MAÍ B ra nd en bu rg

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.