Fréttablaðið - 04.05.2012, Side 30

Fréttablaðið - 04.05.2012, Side 30
8 • LÍFIÐ 4. MAÍ 2012 Enginn dagur er eins en... 05:50 Vekjaraklukkan hringir. 06:30 Mæti á Bylgjuna. 11:00 Yfirleitt komin heim. 12:00 Klukkutímablundur ef tími vinnst til. 13:00 Þvottur, símtöl og undirbúningur að þætti morgundagsins. 16:00 Sæki Helenu á leik- skólann og við syngjum og leikum okkur. 18:30 Fréttastund sem oft stendur til að verða klukk- an átta. 20:00 Kúri í sófanum með tölvuna eða prjónadótið yfir sjónvarpinu. 23:00 Lofa mér því að fara fyrr að sofa næsta kvöld. voru fréttirnar af hinum ýmsu málum. Það má eigin lega segja að fæðingar orlofið hafi komið mér til bjargar, ég náði að fjarlægjast málin og eyða orku minni í að hlúa að ný- fæddri dóttur minni og fjö lskyldunni. Búa til hjúp utan um mig og hef náð að halda honum síðan. Ég tók svo meðvitaða ákvörðun stuttu eftir að ég mætti aftur til vinnu að brynja mig fyrir öllum þessum neikvæðu fréttum og láta þær ekki trufla líf mitt. Ég náði að festa mig í núinu, hlakka til framtíðarinnar og þakka fyrir allt hið góða. Það er þó ekki þar með sagt að ég lifi á bleiku skýi og pirrist aldrei. Vissulega er margt sem mig langar að orga yfir. Hvers kyns misrétti og órétti hryggir mig óendanlega, hvort sem það snýr að börnum, konum eða körlum. Ég vil samt ekki að það hljómi sem svo að það sé kvöl og pína að starfa við það sem ég starfa við. Langt því frá. Starfið hefur gefið mér svo ótal mörg tækifæri til að kynnast frábærum einstaklingum sem ég hefði að öllum líkindum annars ekki kynnst. Einstaklingum sem láta sig málin varða, einstakl ingum sem eru að gera frábæra hluti og svo framvegis. Var ég búin að nefna líka samstarfsfólk mitt? Það mættu reyndar vera fleiri konur á mínum vinnustað en að öðrum stöðum ólöstuðum þá er þetta lang- skemmtilegasti staður sem ég hef unnið á. Það eru forréttindi að þykja svona gaman í vinnunni. Eða það finnst mér allavega. Áttu einhver minnisstæð augna- blik af vandræðalegum uppá- komum í beinni útsendingu? Ójá. Það er það skemmtilega við beinar útsendingar. Það getur allt gerst. Við Heimir drógum einhvern tímann mann of snemma inn í stúdíó – hann átti að vera aðeins síðar í þættinum. Kynntum hann inn, hátt og snjallt, og aumingjans maðurinn hvíslaði bara að hann væri ekki sá sem við töldum hann vera. Það var brjál- æðislega fyndið. Og vandræða- legt. Það eru til ótal dæmi af rugli hjá okkur. Og við hlæjum alltaf jafn- mikið þegar við rifjum þau upp enda erum við óskaplega lítið fyrir það að taka okkur of alvarlega. Nema þegar kemur að málfarinu. Ég geri mér fyllilega grein fyrir að það er dá- lítið erfitt að ætla sér að tala óað- finnanlega íslensku í þætti sem þessum, beinni útsendingu með engan fyrir fram skrifaðan texta. En mér var nánast illt í marga daga því að ég sagði MÉR langar. Mér langar! Það er eins gott að börnin mín heyrðu það ekki. Svona í góðu sagt, færðu aldrei leið á Heimi? Nei, og það er eigin- lega alveg magnað. Ekki það að hann sé ekki frábær en það að vinna svona náið með einstaklingi krefst þess að fólki líki virkilega vel hvoru við annað. Hann er einn af mínum bestu vinum og ég vísa iðu- lega til hans sem hins mannsins í lífi mínu. Ég veit yfirleitt alltaf hvað hann er að hugsa sem kemur sér vel í útsendingu og öfugt. Þráinn getur aftur á móti gert mig brjálaða. Nei ég er að grínast, Þráinn er gullmoli. Ég á það til að knúsa hann í tíma og ótíma, bara af því að hann er hann. Ef ekki í útvarpi – hvar þá? Ég hef ekki hugmynd um það. Eins og staðan er núna er ekkert annað sem mig langar að gera. Nema kannski vinna í verslun! Eða prjóna allan daginn. Ég væri alveg til í að prófa það í svona mánuð. Sitja og prjóna. Með kveikt á útvarpinu. Það hljómar dásamlega en er ábyggilega ekkert sérstaklega vel borgað. Lífið utan vinnunnar/þú átt dásamleg börn og eiginmann. Eitt þeirra, dóttir þín Helena fæddist með hjartagalla. Geturðu lýst því hvernig tilfinningin var að fá þær erfiðu fréttir og hvers eðlis hjarta- gallinn er? Þessi dagur gleym- ist aldrei. Við Árni fórum með Hel- enu í þessa hefðbundnu sex vikna skoðun, spennt að vita hversu mikið hún hefði þyngst og lengst. Í skoðuninni kom í ljós að óvenjuhá hljóð heyrðust í hjarta hennar og okkur var ráðlagt að leita sem fyrst til sérfræðings í hjartalækn- ingum barna. Ég þurfti að taka á öllu mínu til að brotna ekki saman. Við gengum út, eiginlega skelfingu lostin, vitandi lítið nema það að það væri eitthvað eins og það ætti ekki að vera. Síðar sama dag náðum við sem betur fer tali af Gunnlaugi Sigfússyni, eða Gulla afa eins og við köllum hann, og hann náði að róa okkur aðeins. Nokkrum dögum síðar skoðaði hann Helenu og kom í ljós að hún var með tvenns konar hjartagalla. Það var áfall en samt gott að vita hvað það var sem amaði að henni. Op á milli gátta og þrengsli í lungnaslagæðaloku. Þetta er búið að vera hálfgerður tilfinningarússibani. Allt frá því að upplifa sorg og ótta yfir í það að upplifa afskaplega mikið þakklæti fyrir að það skuli vera þetta sem hrjáir hana en ekki eitthvað miklu verra. Þakklætið hefur þó haft yfir- höndina, sem betur fer. Enda erum við afskaplega heppin. Hvaða ferli fór af stað í kjöl farið? Það var kannski ekki mikið ferli enda hjartagallarnir ekki þess eðlis að grípa þyrfti til aðgerða. Í fyrstu fórum við með hana í vikulegt eftir- lit til Gulla, í hjartarit og hjarta ómun. Smám saman varð svo lengra á milli skoðana og hún hefur lifað ósköp venjulegu lífi. Fenguð þið góðan stuðning? Já, frá fjölskyldu og vinum. En kannski fyrst og fremst frá hvoru öðru. Árni er kletturinn í lífi mínu og ég í hans. Ég er líka svo mikill lukkunnar pam- fíll þegar kemur að vinkonum. Við erum átta konur sem áttum allar börn á svipuðum tíma og það var óskaplega gott að geta rætt þessi mál við þær. Það var líka afskaplega gott að hitta aðrar mæður hjarta- barna í mömmuklúbbi Neistans. Mér fannst ég heppnasta móðir á jörðu eftir þann hitting. Að heyra sögur af börnum sem hafa þurft að fara í jafnvel margar flóknar hjartaaðgerðir setti svo sannarlega hlutina í samhengi. Hvernig er heilsa hennar í dag? Helena hefur braggast með ein- dæmum vel. Það er ekki mögu- leiki að sjá að neitt ami að henni og hún hefur verið ótrúlega brött frá fæðingu. Það var eftir á að hyggja lán í óláni að við fengum enga dag- vistun fyrir hana eftir að fæðingar- orlofinu lauk þannig að hún bjó í mjög vernduðu umhverfi fyrstu átján mánuðina, laus við þessar umgangs pestir sem börn bera sín á milli. Það var svo stuttu fyrir síðustu jól að við fengum bestu hugsanlegu fréttir sem við gátum óskað okkur, gatið í hjarta hennar hafði minnkað um um það bil 2 mm og við erum viss um að það haldi áfram að minnka. Þannig að það er nánast algerlega búið að útiloka hjartaað- gerð, í versta falli þarf hún hugsan- lega að fara í hjartaþræðingu. Þú hefur meðal annars lagt „Á allra vörum“ samtökunum lið er þau söfnuðu fyrir hjartveik börn. Hversu mikils virði er það þér að taka þátt í svona söfnun? Mér þótti óendanlega vænt um að fá að leggja þeirri söfnun lið. Eins og reyndar öllum öðrum söfnunum sem ég hef komið nálægt. Það er svo góð tilfinning að upplifa samstöðu Íslendinga þegar kemur að þörfum málefnum. Á svoleiðis stundum upplifi ég þjóðina sem eina stóra fjölskyldu og það þykir mér afskap- lega góð tilfinning. Við erum í þessu saman. Hjónabandið/ekki er langt síðan þú gekkst í það heilaga. Hvernig til- finning er að vera orðin gift kona? Óskaplega góð. En samt í raun lítil breyting á sambandinu. Við vissum það mjög fljótt að við yrðum alltaf saman. En við komum okkur ein- hvern veginn ekki í það að láta gefa okkur formlega saman. Við vorum alltaf á leiðinni að gera það eins og svo margir aðrir. Svo ákváðum við í lok nóvember að þetta gengi ekki lengur. Hvað ef eitthvað kæmi fyrir annað okkar? Þá er heilmikill munur á réttindum sambúðarfólks og hjóna. Við ákváðum því brúð- kaup með um það bil þriggja vikna fyrirvara, buðum okkar allra nánustu og sjáum ekki eftir því. Gekk allt eins og í sögu á stóra daginn? Ég myndi giska á að ég hafi verið með afslappaðri brúðum sem verið hafa uppi. Það gekk allt eins og í sögu þannig séð. Það var bara allt eins og það átti að vera. Þetta var kannski ekki alveg hefð- bundið brúðkaup, ég var til dæmis í svörtum klassískum kjól, við gengum saman inn kirkjugólfið og Helena var í fanginu á pabba sínum allan tímann. Þetta var ótrúlega ljúf stund með yndislegu fólki. Eftir at- höfnina var svo haldið heim á leið þar sem boðið var upp á hangi- kjöt og uppstúf. Afskaplega jóla- legt enda giftum við okkur þann 18. desember. Eitthvað að lokum – Uppá- haldstilvitnun/máltæki? Ein af mínum uppáhaldstilvitnunum er eftir Epiktet en hana las ég fyrst á unglings árunum og hún hljómar eitthvað á þessa leið: „Ekki eru það hlutirnir sjálfir sem áhyggjum valda, heldur mat okkar á þeim. Ef við mætum mótlæti og að okkur sækir angur eða kvíði, þá skulum við ekki kenna neinum um nema okkur sjálfum, það er að segja mati okkar á hlutunum.“ Samstarfsfélagarnir Kolla og Heimir. DAGUR Í LÍFI ÚTVARPSKONUNNAR Framhald af síðu 7 Kannski ég verði búðarkona eftir allt saman. UPPÁHALDS HREYFINGIN: Engin! En stefnan er tekin á skokkið þegar flutningum fjölskyldunnar lýkur síðar í mán- uðinum. Vonandi líkar mér það! VEITINGASTAÐURINN: SuZushii. TÍMARITIÐ? Ég held að ég lesi Hús og híbýli einna mest. Helena litla. Theodóra Róbertsdóttir, systir Helenu, tók myndina. Útvarpskonan Kolla.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.