Fréttablaðið - 04.05.2012, Síða 34
HELGARMATURINN
Veislusalat eða Klettasalat
Pera, vínber, jarðarber, agúrka,
tómatar, piparostur, ristaðar
furuhnetur og valhnetur.
Allt skorið smátt og sett út í
salatið.
Balsamikedik frá
Modena og Bal-
samiksíróp
frá Merchant
Gourmet sem ég
blanda saman og
set út í salatið.
Að lokum set ég
stundum kjúkling eða
nautakjöt yfir þegar ég
nota salatið sem aðalrétt.
Avókadó- og rækjusalat
2 bollar rækjur
2-3 harðsoðin egg (má sleppa)
1 avókadó (skorinn smátt)
1 msk. sætt sinnep
1-2 msk. tómatsósa
6 msk. grísk jógúrt eða eftir
smekk
Herbamare sjávarsalt
Svartur pipar eftir smekk
Allt sett í skál og blandað vel
saman. Það er líka gott að
skera avókadó í helminga, taka
kjarnann úr og setja salatið
ofan í holuna þar sem kjarn-
inn var.
Avókadó er hollt og gott.
Má sleppa sinnepi og tómat-
sósu – setja karrý í staðinn.
Það er ekki hægt að neita
því að matarræðið léttist
oft á sumrin í takt við léttari
lund og bjartari daga. Brynja
Nordqvist flugfreyja deilir
hér með okkur uppáhalds
sumarsalötunum sínum.
Stórglæsileg sýning á íslensku handverki, listiðnaði og hönnun fer nú fram
í Ráðhúsi Reykjavíkur og lýkur þann 7. maí. Þetta er í sjöunda sinn sem
HANDVERK OG HÖNNUN stendur fyrir og skipuleggur þennan viðburð en
í fyrsta sinn að vori til. Það er óhætt að segja að sýningunni hafi verið vel
tekið undanfarin ár og hefur aðsóknin verið mjög mikil. Þetta er kjörið tæki-
færi fyrir alla að kynna sér fjölbreytt íslenskt handverk, listiðnað og hönnun.
Það eru listamennirnir sjálfir sem kynna vörur sínar. Gróskan og fjölbreytnin
er mikil sem fyrr og að þessu sinni sýna 44 aðilar verk sín. Meðal þeirra eru
Þórdís Jóhannesdóttir Wathne með Spunadís og Sveinbjörg Hallgríms-
dóttir með hönnun sína Svartfugl.
SPENNANDI HÖNNUNARSÝNING Í RÁÐHÚSINU