Fréttablaðið - 05.05.2012, Page 36

Fréttablaðið - 05.05.2012, Page 36
5. maí 2012 LAUGARDAGUR36 Þ að er athyglisvert að allar þessar pers- ónur gætu allt eins verið í hópi sjúklinga minna í dag. Vanda- málin eru þau sömu. Fólk er hégómlegt, öfundsjúkt og ferkantað í umgengni við aðra nú eins og áður. Þetta á kannski sér- staklega við um hjónaböndin. Það er mikið fjallað um hjónabönd og samskipti hjóna í Íslendinga- sögunum sem eru nákvæmlega eins og hjónabönd nútímans. Fólk er alltaf að fást við sömu vanda- málin. Deilurnar í Njálu gætu allt eins verið hluti af nútímanum, þótt fólk noti önnur vopn til að berja á hvert öðru. Nú beita menn bloggi og Facebook-færslum í stað sverða og spjóta en hugarfarið og heiftin er söm við sig,“ segir Óttar Guð- mundsson geðlæknir, sem í nýút- kominni bók sinni, Hetjur og hug- arvíl, fjallar um geðsjúkdóma og persónuleikaraskanir í Íslend- ingasögum. Hann veltir fyrir sér helstu hetjum sagnanna og virðir þær fyrir sér með augum geð- læknis. „Ég velti því líka fyrir mér hver hefðu orðið afdrif margra þessara kappa á okkar tímum. Hvernig hefði mönnum með þessi persónuleikaeinkenni vegnað í nútímasamfélagi? En auðvitað er þetta allt saman til gamans gert og engin ástæða til að taka þessu alvarlegar en efni standa til.“ FRAMHALD Á SÍÐU 38 Hvar væru fornhetjurnar í dag? „Það er gaman að velta fyrir sér gönguferð niður Laugaveg þar sem hetjur sagnanna væru allar á ferðalagi,“ segir Óttar og bregður upp eftirfarandi mynd: „Egill væri á leið í Bókabúð Braga Kristjónssonar á mótum Klapparstígs og Hverfisgötu, létt drukkinn með miklum slætti og látum. Grettir sæti inni á Mónakó að drekka út örorkuna með öðrum ógæfumönnum. Hallgerður væri á leið niður á Alþingi klædd í fagurbláa dragt. Gunnar væri á leið á hárgreiðslustofu á Laugaveginum til að láta greiða sér og bera gel í hárið fyrir ævintýri næturinnar. Guðrún væri fyrir utan Biskupsstofu á Laugaveg- inum að spjalla við gamlan vin sinn og sveitunga Kjartan Ólafsson. Kjartan væri með íþróttatösku í hendi á leiðinni á æfingu hjá KR og síðan í ljós. Hann væri nýbúinn að missa þjálfarastöðu hjá einhverju íþróttafélagi vegna lélegrar mætingar. Njáll væri á leið niður í Hæstarétt íbygginn á svip í gráum frakka. Þormóður væri á öðru glasi þennan daginn á leið niður í Bókabúð Máls og menningar til að lesa upp úr nýrri ljóðabók og hitta ungan kvenkyns háskólanema í bókmenntum sem hann væri spenntur fyrir. Þorgeir væri að drekka með Gretti inni á Mónakó og undirbúa nóttina. Þeir væru búnir að taka að sér að innheimta gamla skuld hjá bílasala fyrir mann á næsta borði. Gísli Súrsson væri vinnuklæddur á leiðinni niður í Borgardóm við Lækjartorg út af málaferlum vegna vinnusvika.“ GRETTIR SITUR AÐ SUMBLI Á MÓNAKÓ Hallgerður er með hambrigðapersónu- röskun (borderline personality disorder). Hún er sveiflótt í lund og skapi og lætur engan eiga neitt hjá sér. Hún hefði snúið sér út í pólitík og haslað sér völl á Alþingi. Karlamál hennar hefðu alltaf verið skrautleg enda ekki á allra færi að búa með þessari sterku konu. Guðrún er ein merkilegasta og sterk- asta persónan í Íslendingasögum, fluggreind og ákaflega skemmtileg. Hún hefði sennilega endað í nútímanum sem biskup enda var hún trúuð, sérstaklega í ellinni. Mannkostir hennar hefðu fleytt henni langt á öllum tímum en karlamálin hefðu vafist fyrir henni enda fáir menn sem hefðu verið henni samboðnir. Kjartan er mikil hetja í sögunum en hann þjáist af ákvarðanafælni og kvíða. Kjartan hefði átt erfitt í nútímasamfélagi. Hann hefði verið mikill íþróttamaður en alltaf brugðist bogalistin á ögurstundu. Hann er íþróttamaðurinn sem fer glaðbeittur á stórmótin undir blaktandi fána fullur af fögrum fyrirheitum en mis- tekst alltaf þegar á hólminn er komið. Gísli Súrsson var siðblindur, Hallgerður langbrók haldin hambrigðapersónurösk- un og Gunnar á Hlíðarenda þjáðist af kvíða. Þetta segir Óttar Guðmundsson geðlæknir, sem greinir söguhetjur Íslendingasagnanna eftir geðlæknisfræðum nútímans í bókinni Hetjur og hugarvíl. Óttar og Halldór Baldursson teiknari bregða upp mynd af hetjunum eins og þær kynnu að vera á okkar tímum. HALLGERÐUR LANGBRÓK GUÐRÚN ÓSVÍFURSDÓTTIR KJARTAN ÓLAFSSON Njáll er mikill lagaspekingur og stjórnmálamaður. Hann hefði náð langt í nútíma- samfélagi. Hann hefði orðið forseti Hæstaréttar, lagaprófessor og álitsgjafi í fjölmiðlum um allt og ekki neitt. Hann hefði alla tíð barist við þrálátan orðróm um óeðlileg samskipti við unga og fallega lærisveina í lagadeild. NJÁLL Á BERGÞÓRSHVOLI AÐRIR TÍMAR, SÖMU VANDAMÁLIN Óttar Guðmundsson geðlæknir segir persónur Íslandssagna í grunninn glíma við sömu vandamál og nútímafólk gerir, ekki síst þegar kemur að ástarmálum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.