Fréttablaðið - 05.05.2012, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 05.05.2012, Blaðsíða 76
5. maí 2012 LAUGARDAGUR40 L ærdómurinn gengur fyrir en ég get ekk- ert sleppt því að sinna hestunum. Þeir þurfa sína hreyfingu daglega. Ég ætla líka að keppa á Reykjavíkurmeistaramótinu,“ segir Erla Katrín þegar hún mætir í hesthúsið um nónbil á miðviku- dag. Kveðst hafa verið að lesa latínu framan af degi, prófið sé á morgun. „Svo eru spænskan og sagan strax eftir helgi.“ Hestarnir taka fagnandi á móti henni og teygja flipana í átt til henn- ar, eiga jafnvel von á góðgæti í formi grasköggla, að minnsta kosti gælum. Einn gæðingurinn heitir einmitt Flipi, gullfallegur stóðhestur sem hún kveðst vera að rækta undan. Á honum varð hún Íslandsmeistari í fimmgangi á síðasta ári í flokki ung- menna. Gustur, Sólon, Þökk, Fleyg- ur og Dropi eru líka fríð sýnum. Ekki vill Erla Katrín gera upp á milli hestanna sinna. „Það er eng- inn uppáhalds,“ segir hún aðspurð. „Ég held upp á öll hrossin mín því þau eru ólík og hafa hvert sinn pers- ónuleika. Ég held að Flipi frá Litlu- Sandvík sé besti hesturinn sem ég er með. Ég er búin að vinna mikið í honum, ætla að keppa á honum í fjórgangi á morgun og fara svo með hann í úrtöku fyrir landsmót- ið. Líka Þökk. Hún er 1. verðlauna- hryssa undan Unni frá Velli og Þristi frá Feti, úr okkar ræktun og það er gaman að keppa á hesti sem ég hef fylgst með frá upphafi.“ Í stúkusæti Hesthúsið er í Víðidalnum. Það er líflegt í dalnum enda Reykjavíkur- meistaramótið að hefjast og margir á ferðinni. Jón Guðlaugsson, faðir Erlu Katrínar, er að fylgjast með mótinu en móðir hennar, Katrín Pétursdóttir, er „á kústinum“ eins og hún kallar það. Gólfið í hesthús- inu er líka allt að því gljáandi. Þrír hestar í húsinu eru í eigu kærastans hennar Erlu Katrín- ar, Jóns Herkovic sem er ættaður frá Vatnsleysu í Skagafirði. Þau skötuhjúin hittust á landsmótinu á Vindheimamelum síðasta sumar þannig að hestarnir leiddu þau saman. Eftir að hafa heilsað upp á gæð- ingana fetum við Erla Katrín okkur upp hringstiga og komum okkur fyrir í vistlegri kaffistofu á efri hæðinni til að spjalla. Þaðan er flott útsýni yfir keppnisvöllinn. Hún getur þannig verið í stúku- sæti á landsmótinu í sumar þegar hún verður ekki í brautinni sjálf. Hún er nítján ára en verður tvítug meðan á landsmótinu stendur. Er í miðjum stúdentsprófum frá Versl- unarskólanum nú meðan Reykjavík- urmeistaramótið fer fram, en sinnir hvoru tveggja með sóma. Útskriftin úr Versló verður svo í lok maí, akk- úrat þegar úrtökumótið fyrir lands- mótið fer fram. Svona er vegurinn varðaður og alltaf koma hestarnir við sögu. Fékk Kleinu fyrst Erla Katrín kveðst ekki muna eftir sér öðru vísi en innan um hesta. „Amma átti hesta og móðursystir mín, Arndís Erla Pétursdóttir er í hrossarækt, ég byrjaði að keppa á hesti frá henni sem hét Röðull þegar ég var 11 til 12 ára,“ segir hún með bros á vör, en hvenær skyldi hún hafa eignast sinn fyrsta hest? „Þegar ég var átta ára. Það er hryssan Kleina sem er gott barna- hross. Ég kynntist henni þegar ég var í Reiðskóla Reykjavíkur og þar keyptum við hana. Hún er ein af ræktunarhryssunum mínum í dag.“ Það kemur í ljós við eftirgrennsl- an að Erla Katrín hefur stundað ræktun í fimm ár með Arndísi Erlu frænku sinni á Velli við Hvolsvöll og á Velli hafa Erla Katrín og kærast- inn verið með 23 hross á húsi í vetur sem þau hafa hugsað um og hreyft á hverjum degi. Þessi níu sem nú eru í Víðidalnum eru bara sýnishorn. En sagðist hún ekki vera í Versló? „Jú, við Jón erum bæði í fjarnámi og völdum Verslunarskólann af því hann er með svo marga góða fjar- námskúrsa í boði,“ útskýrir hún. En hvernig fer það saman að sinna stóru hestabúi og vera í skóla? „Það gengur fínt. Ég útskrifast vonandi núna. Hef bara reynt að vinna vel.“ Hún segir hirðingu hrossanna taka um tíu tíma á dag og tilgátu um að tamningarnar auki henni sjálfri aga brosir hún og svarar. „Það gæti verið.“ Hún vill lítið gefa upp um framtíðaráformin. „Ég hugsa að ég haldi eitthvað áfram í skóla. Ætla bara að klára þetta fyrst.“ Erla Katrín segir heilmikið um að vera í kringum hestamennsk- una enda mæti hún á flestar sýn- ingar og mót og sumarhelgarnar séu flestar fráteknar fyrir slíka við- burði, ýmist í Reykjavík, á Selfossi eða á Gaddstaðaflötum. Hún hefur valið að keppa fyrir Fák en er líka í hestamannafélaginu Geysi. Um síðustu helgi voru þær frænkur á Velli með ræktunarbús- sýningu í Ölfushöllinni. „Við vorum með þrjár hryssur undan Unni frá Velli og hryssu og stóðhest undan Smellu frá Hafnarfirði,“ segir Erla Katrín. „Það eru mörg falleg hross sem við erum að rækta og stór- ir árgangar að komast á tamning- araldur. Svo fæ ég fjögur folöld í sumar,“ bætir hún við með blik í auga. Órög á bak ótemjum Frumtamningum á eigin hross- um kveðst Erla Katrín hafa sinnt á seinni árum en hún hafi byrjað að gera hross bandvön þegar hún var um tólf ára aldurinn. Hún er ekk- ert rög við að fara á bak ótemjum. „Þetta eru allt voða róleg trippi, ég er búin að umgangast þau þannig að þegar kemur að því fara á bak er það algerlega eðlilegt. Ræktun- in hjá okkur miðast við að ná fram góðu lundarfari, rýmd í gangi og fegurð í reið. Viljinn skiptir líka miklu máli.“ Góðar reiðleiðir liggja allt í kring um Völl að sögn Erlu Katrínar. „Heklubrautin er rétt við hliðina á okkur, Fljótshlíðin, Fjallabak og margar fallegar leiðir,“ lýsir hún og kveðst í fyrra hafa farið í fjögurra daga útreiðartúr um Landeyjar og Fljótshlíð. Hefur hún aldrei lent í neinu slarki í hestaferðum? „Nei, það er auðvitað misjafnt veður en okkur hefur alltaf gengið vel. Við vorum reyndar nokkrir krakkar einu sinni í hestaferð með sjötíu hesta í óbyggðum hér sunnanlands og villtumst. Ekki einu sinni heldur þrisvar. Reksturinn slitnaði sund- ur þannig að við vorum á tímabili með tvo. En þetta bjargaðist allt og okkur tókst að smala öllum saman á endanum svo þetta varð bara gaman, svona eftir á.“ Þegar allt gengur upp Greinilegt er að Erla Katrín gerir sér far um að kynnast öllum hlið- um hestamennskunnar en hver skyldi henni þykja skemmtilegust? Hún tekur sér góðan tíma áður en hún svarar: „Ég hugsa mér finnist skemmtilegast að ríða út á góðum og vel þjálfuðum hesti.“ Bætir svo við eftir andartaksþögn: „En þegar allt gengur upp í keppni fæ ég auðvitað heilmikið út úr því.“ Þótt hún sé komin ótrúlega langt í hestamennskunni, miðað við aldur, þá hefur velgengnin ekki stigið henni til höfuðs. Hún virðist í eðli sínu hlédræg og afskaplega yfirveguð. Spurð hvort hún eigi sér einhverja konu að fyr- irmynd í hestamennskunni svar- ar hún. „Ég var í reiðskóla nokkur sumur hjá Rósmary Þorleifsson og hún hafði áhrif á mig. Ég lít líka til Lenu Zielinski, hún hefur verið að keppa á systur Þakkar, Njálu frá Velli en Arndís frænka byrj- aði náttúrlega að kenna mér og er mín stóra fyrirmynd.“ Ég held upp á öll hrossin mín því þau eru ólík og hafa hvert sinn persónuleika. Hestarnir koma alltaf við sögu Erla Katrín Jónsdóttur er önnum kafin í stúdentsprófum þessa dagana en lætur það ekki aftra sér frá því að keppa á Reykjavík- urmeistaramóti Fáks, meðal annars á verðlaunahryssu úr eigin ræktun. Gunnþóra Gunnarsdóttir heimsótti hana í hesthúsið. VINIR Vilhelm ljósmyndari valdi Fleyg frá Vorsabæ til að stilla sér upp með Erlu Katrínu því háralitur þeirra er svo líkur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Á VELLINUM Komin úr latínuprófinu og út á völlinn í fullum skrúða á Flipa frá Litlu-Sandvík. Það sópar að þeim. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Málþing um raflínur og strengi Iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra hafa skipað nefnd er móta skal stefnu um lagningu raflína í jörð í samræmi við þingsályktun Alþingis í þskj. 748 frá 1. febrúar 2012. Á undanförnum árum hefur orkuframleiðsla á Íslandi aukist mjög og jafnframt gagnrýni á neikvæð umhverfisáhrif hennar. Einn þáttur þeirra áhrifa er sjónmengun af völdum háspennulí- na og hefur sú krafa orðið háværari að jarðstrengir séu nýttir í stað loftlína. Mikilvægt er að fyrir liggi stefnumörkun um með hvaða hætti og á hvaða forsendum skuli stefnt að lagningu raflína í jörð og til hvaða þátta skuli sérstaklega taka tillit í þeim efnum. Nefndin boðar til opins málfundar um málefnið þann 11. maí næstkomandi. Fundurinn fer fram í stofu 101 í Odda, Háskóla Íslands 11. maí næstkomandi og stendur frá kl. 13.00-15.15. Dagskrá • 13.00-13.05 Setning. Þingsályktun. Nefnd um stefnumörkun. • 13.05-13.25 Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets: Jarðstrengir – flutningsgjaldskrá og umhverfi. • 13.25-13.45 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmda stjóri Landverndar: Mikilvægi umhverfisþátta í stefnumörkun um jarðstrengi. • 13.45-14.05 Daði Már Kristófersson, dósent við Háskóla Íslands: Mat á umhverfiskostnaði raflínulagna. • 14.05-14.15 Hlé • 14.15-14.35 Stefán Thors, forstjóri Skipulagstofnunar, Raflínur, skipulag, mat á umhverfisáhrifum • 14.35-15.15 Umræður Fundarstjóri: Róbert H. Haraldsson, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands Aðgangur er ókeypis. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.