Fréttablaðið - 05.05.2012, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 05.05.2012, Blaðsíða 2
5. maí 2012 LAUGARDAGUR2 Birta, þurftirðu að hanna góða lygasögu? „Þetta var ekki beint lygasaga heldur einungis hagræðing á sannleik- anum.“ Birta Ísólfsdóttir bar sigur úr býtum í hönnunarkeppninni Hannað fyrir Ísland sem sýnd var á Stöð 2. Birta þurfti að þegja yfir úrslitunum í hálft ár frá því að tökum lauk og þar sem hún hlaut starf í verðlaun þurfti hún að ljúga að vinum og ættingjum um hvar hún vann. STJÓRNSÝSLA Svandís Svavarsdótt- ir umhverfisráðherra var van- hæf þegar hún staðfesti breyt- ingar á svæðis- og aðalskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001 til 2024. Þetta er mat umboðsmanns Alþingis. Svandís uppfyllti ekki hæfnis- kröfur í málinu vegna fyrri aðkomu hennar að því sem borg- arfulltrúi í Reykjavík. Umboðs- manni barst kvörtun vegna máls- ins og beinir nú þeim tilmælum til umhverfisráðuneytisins að taka staðfestingar og auglýsingar ráðherra um skipulagsbreytingar til endurskoðunar. - sv Umboðsmaður um ráðherra: Svandís vanhæf í skipulagsmáli UMHVERFISMÁL Lögreglan á Snæ- fellsnesi vinnur þeirri hugmynd fylgi þessa dagana að tekið verði upp sérstakt eftirlit á Breiðafirði. Um tilraunaverkefni yrði að ræða með aðkomu stjórnvalda og stofn- ana. Rökin fyrir því að gera út eft- irlitsbát eru fjölmörg; eftirlit með strandveiði- og skemmtibátum, náttúruvernd og fleira sem mark- ast af sérstöðu fjarðarins. Hugmynd lögreglunnar er ekki ný af nálinni en kom aftur upp á borðið á dögunum þegar óprúttnir menn gengu á land í eyju á Breiða- firði og spilltu hreiðri og varpi hafarnarpars. Í ljósi þessa atviks kom upp umræða innan lögregl- unnar á Snæfellsnesi að embætt- ið eitt og sér gæti ekki haldið uppi fullnægjandi löggæslu á og við Breiðafjörð. Ólafur Guðmundsson yfir- lögregluþjónn segir að sérstaða fjarðarins sé með þeim hætti að sýnilegt eftirlit yrði mjög af því góða. Fyrst af öllu eru það nátt- úruverndarrök; fjörðurinn er stór með miklum fjölda eyja og langri strandlengju sem fóstrar sérstætt lífríki. Þar eru fjölmörg friðuð svæði sem útheimta eftirlit. Önnur helstu rökin eru öryggis- og eftirlitssjónarmið; mikil umferð skemmtibáta á sumrin auk flota strandveiðibáta sem er við veiðar á firðinum yfir sumarið auk grá- sleppuveiðibáta. Þá er ótalið mikið æðarvarp og hagsmunir bænda varðandi ólöglegar netalagnir. „Á svæðinu eru því miklir hagsmunir tengdir náttúruvernd og er mikil- vægt að eitthvert sýnilegt eftirlit sé á svæðinu til að draga úr hættu á lögbrotum eins og leyfismálum vegna bátaumferðar, ólöglegum veiðum og siglingum undir áhrif- um áfengis, sem því miður eru alltaf nokkur brögð að,“ segir Ólaf- ur og nefnir til viðbótar almenna löggæslu. Hugmyndin er að eftir- litið stæði nokkra mánuði frá því arnarvarp hefst í mars-apríl, og þá helst um helgar yfir sumarið. Ólafur K. Ólafsson, sýslumað- ur Snæfellinga, segir að ef hug- myndin verði að veruleika muni löggæsluþátturinn falla undir þrjú lögregluembætti, auk Landhelgis- gæslunnar; embættin á Snæfells- nesi og á Vestfjörðum og embætt- ið í Borgarnesi vegna Dalasýslu. Aðrir aðilar sem gætu tengst verk- efninu væru til dæmis Fiskistofa, Umhverfisstofnun, náttúrustofurn- ar á Vesturlandi og á Vestfjörðum, sveitarfélög, Breiðafjarðarnefnd og Landsbjörg vegna björgunarsveita á svæðinu. svavar@frettabladid.is Lögregla vill bát til eftirlits á Breiðafirði Lögreglan á Snæfellsnesi telur sérstakt eftirlit á Breiðafirði nauðsyn. Viðraðar hafa verið hugmyndir við yfirvöld um eftirlitsbát. Rökin tengjast sérstöðu fjarðarins; eyjabyggð, náttúruvernd og umferð skemmti- og strandveiðibáta. BREIÐAFJÖRÐUR Eftir að arnarhreiðri var spillt í eyju á Breiðafirði vaknaði umræða um hvort lögreglan gæti haldið uppi fullnægjandi löggæslu á svæðinu. MYND/RÓBERT A. STEFÁNSSON ELLIÐAÁR Sumarið lengt inn í haustið í Elliðaárdal. STANGVEIÐI Borgarráð hefur sam- þykkt að fimmtán dögum verði bætt aftan við laxveiðitímabilið í Elliðaánum í sumar. Stangveiðifélag Reykjavíkur óskaði eftir því að veiðidögunum yrði fjölgað þegar ljóst varð í vetur að umsóknir félagsmanna um veiðileyfi í ánum voru mun fleiri en dagarnir sem í boði voru. Upphaflega var einnig óskað eftir að bæta fimm dögum framan við veiðitímabilið en ekki var við því orðið og hefst það því 20. júní. Dagarnir sem bætast við eru 1. til 15. september. Þá daga er eingöngu leyft að veiða á flugu og skylt verð- ur að sleppa öllum laxi. - gar Óskum veiðimanna mætt: Fleiri veiðidagar í Elliðaánum STJÓRNSÝSLA Nýjar siðareglur starfsfólks Stjórnarráðs Íslands voru kynntar í gær. Þar er meðal annars tekið á vinnubrögðum, samskiptum á vinnustað og við fjölmiðla, hagsmunatengslum og almennri háttsemi. Ekki liggja nein refsiákvæði við brotum á reglunum, en þau geta leitt til áminningar. Athygli vekur að sérstaklega er talað um kaup á vændi og að starfsmaður Stjórnarráðs rýri ekki trúverðugleika ráðuneytis síns með ámælisverðri fram- komu, skeytingarleysi um lög eða virðingarleysi við mannhelgi og mannréttindi, svo sem með kaupum á vændi. - sv Nýjar siðareglur stjórnarráðs: Nýtt ákvæði um vændiskaup KÍNA Chen Guangcheng, kínverski andófsmaðurinn sem strauk úr stofufangelsi í síðustu viku, hefur fengið boð um styrk til námsdval- ar í Bandaríkjunum. Fjölskylda hans getur dvalið hjá honum. Þar með myndi deila Kínverja og Bandaríkjamanna um afdrif Chens leysast. Chen dvaldi í sex daga í sendi- ráði Bandaríkjanna eftir að hann flúði úr stofufangelsinu, en fór þaðan á miðvikudag á sjúkrahús í Peking í fylgd sendiherra Banda- ríkjanna. - gb Lausn í sjónmáli: Chen í nám til Bandaríkjanna MENNINGARMÁL Áhugahópur sem safnar nú fyrir flygli til að koma fyrir í menningarsaln- um Hjálma kletti í Menntaskóla Borgarfjarðar hyggst grípa til óhefðbundinnar aðferðar til að fá styrktaraðila til liðs við verk- efnið. Í bréfi sem hópurinn sendir til fyrirtækja, félaga og stofnana segir að kaupa eigi Yamaha-flyg- il sem kostar 8,8 milljónir króna „með flutningi, endurstillingu, ábreiðu og stillanlegum stól“. Fram kemur að í átaki sem hófst í desember með tónlistar- flutningi hafi safnast 500 þúsund krónur. Margar leiðir séu færar til að styrkja söfnunina. „Ein leiðin er að taka þátt í kaupum á nótum. Hver og ein kostar 100 þúsund krónur. Þeir aðilar sem kaupa nótu eða nótur fá afhent skjöl fyrir, og fá nafn sitt skráð sem styrktaraðila með gögnum sem munu fylgja flyglinum,“ segja fulltrúar söfnunarátaksins sem gengur undir heitinu Fjár- festum í flygli. - gar Borgfirðingar safna fyrir 8,8 milljóna króna flygli í menningarsalinn Hjálmaklett: Selja hverja nótu á 100 þúsund FLYGILL Nöfn þeirra sem borga fyrir hverja nótu í hljóðfærinu verða skráð á sérstök skjöl segja forsvarsmenn verk- efnisins Fjárfestum í flygli. Segja upp samningi um kísil Íslenska kísilfélagið og Tomahawk Development hafa sagt upp samningi sínum við Globe Speciality Metals um byggingu kísilverksmiðju í Helguvík. Í yfirlýsingu frá forstjóra fyrirtækjanna segir að samningnum hafi verið rift vegna vanefnda Globe Speciality Metals. Verkefnið muni halda áfram. VIÐSKIPTI HEILBRIGÐISMÁL Þriðjungur Íslendinga hefur byrj- að að reykja á aldrinum 15–19 ára, eru niðurstöður könnunar á heilsu og líðan Íslendinga frá árinu 2007. Um 44% þjóðarinnar hefur aldrei byrjað að reykja. Í fréttabréfi landlæknis - Talnabrunni - er sagt ljóst að hátt hlutfall þeirra sem byrjuðu að reykja á aldrinum 15–19 ára er tilkomið að hluta vegna reyk- ingavenja eftir miðja síðustu öld. Rannsóknir síðustu áratuga í grunnskólum benda til þess að tíðni reykinga íslenskra grunnskólabarna fari sífellt minnkandi og því sýnir það sig að ef fólk byrjar ekki að reykja fyrir 25 ára aldurinn þá eru mjög litlar líkur á að það byrji nokkurn tíma. Niðurstöðurnar staðfesta að rétt hafi verið að beina forvarnarstarfi að ungu fólki. Árlegar kannanir á reykingavenjum Íslendinga benda til þess að tíðni reykinga meðal fullorð- inna Íslendinga hafi farið ört minnkandi. Lækk- andi tíðni reykinga er tilkomin vegna þess að stærri og stærri hluti hvers árgangs kýs að byrja ekki en einnig vegna þess að sífellt fleirum tekst að hætta að reykja. Könnunin náði til fólks á aldrinum 18–79 ára. - shá Mjög fáir byrja að reykja eftir að 25 ára aldri er náð, sýnir ný könnun: Þriðjungur þjóðarinnar hefur reykt ÓSIÐUR Forvarnir ná bestum árangri sé þeim beint að aldurs- hópnum 15-19 ára. NORDICPHOTOS/AFP SPURNING DAGSINS Ætlar þú að breyta um lífsstíl? Heilsulausnir henta einstaklingum sem glíma við offitu, hjartasjúkdóma og/eða sykursýki. Hefst 14. maí Kynningarfundur 10. maí kl. 17:30. Allir velkomnir Að námskeiðinu standa m.a. læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraþjálfarar, næringarfræðingur, íþróttafræðingar og sálfræðingar. DÓMSMÁL Starfshópur um Guð- mundar- og Geirfinnsmál, sem innanríkisráðherra skipaði í októ- ber í fyrra, hefur skilað ráðu- neytinu áfangaskýrslu um stöðu verkefnisins og tilhögun á áfram- haldandi vinnu sinni. Hópurinn mun skila annarri áfangaskýrslu til ráðuneytisins fyrir 1. nóvember. Upphaflega var gert ráð fyrir því að hópurinn lyki vinnu sinni nú í apríl. Hópurinn hefur þegar aflað gagna frá opin- berum stofnunum og brugðist við erindum frá einstaklingum sem hafa sett sig í samband við hann. Þá hefur hópurinn tekið yfir tutt- ugu viðtöl og áformar að taka fleiri viðtöl á næstunni. - þeb Guðmundar- og Geirfinnsmál: Starfshópur fær enn lengri tíma Á svæðinu eru því miklir hagsmunir tengdir náttúruvernd og er mikilvægt að eitthvert sýnilegt eftirlit sé á svæðinu. ÓLAFUR GUÐMUNDSSON YFIRLÖGREGLUÞJÓNN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.