Fréttablaðið - 05.05.2012, Side 61

Fréttablaðið - 05.05.2012, Side 61
LAUGARDAGUR 5. maí 2012 17 Leikskóladeild Lágafellsskóla Mosfellsbæ Má bjóða þér að taka þátt í metnaðarfullu skólastarfi þar sem einkunnarorðin SAMVERA, SAMVINNA OG SAMKENND eru höfð að leiðarljósi? Viljum ráða til starfa við deild 5 ára barna: • Aðstoðarleikskólastjóra í 100% starf, tímabundið frá 1.ágúst nk. til loka næsta skólaárs. Æskilegar menntunar- og hæfnikröfur: • B.Ed gráða í leikskólakennarafræðum • Leiðtogahæfni og reynsla af stjórnun • Frumkvæði og sjálfstæði • Góðir samskipta- og skipulagshæfileikar Leikskólakennara eða uppeldismenntaðan starfsmann frá og með 1.júní nk. í 100% starf. Æskilegar menntunar- og hæfnikröfur: • B.Ed gráðaí leikskólakennarafræðum eða önnur uppeldis- menntun sem nýtist í starfi • Frumkvæði og sjálfstæði • Góð færni í samskiptum Upplýsingar um starfið veita Jóhanna Magnúsdóttir skólastjóri í síma 525-9200 eða 896-8230 og Sesselja Gunnarsdóttir deildarstjóri í síma 525-9200 eða 899-7117. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og starfsreynslu sendist á netfangið johannam@lagafellsskoli.is Umsóknarfrestur er til og með 20. maí 2012. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum Sambands ís- lenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélaga. Við hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um störfin. Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 6, sími 515 7000 | www.brimborg.is | brimborg@brimborg.is Vélvirki / Vélstjóri óskast til starfa hjá Volvo atvinnu- tækjasviði Brimborgar Finndu sköpunargáfu þinni farveg. Þú vilt læra meira og nýta hæfileika þína í hópi frábærra fagmanna. Komdu til okkar sem störfum saman undir fána Brimborgar. Virkjum sköpunargáfuna saman. Sendu okkur þína umsókn og tölum svo saman. Við erum hátæknifyrirtæki og bjóðum hágæða vörur frá þekktustu framleiðendum heims. Við bjóðum vörumerki eins og Ford, Volvo, Citroën, Mazda. Volvo vörubíla. Volvo vinnuvélar. Volvo Penta bátavélar. Volvo strætisvagna og Volvo rútur. Hiab bílkrana og Nokian hjólbarða. Við horfum öðruvísi á heiminn. Við trúum því að nýsköpunarþörfin gefi okkur, fjölskyldu okkar og viðskiptavinum forskot á lífið. Forskot sem gerir Brimborg að betri kaupstað, betri þjónustustað og betri vinnustað – öðrum þræði öruggum stað að vera á. Við trúum því að næmur skilningur á óskum og þörfum viðskiptavina okkar sé æðsta markmiðið. Lærðu með okkur. Stutt lýsing á starfi Megin hæfniskröfur Nánari upplýsingar Umsóknarfrestur er til 14. maí 2012. Þú sækir um á netinu, www.brimborg.is. Nú er tækifærið - við bíðum eftir þér. Reynslu bolti Reykjavíkurborg Skóla- og frístundasvið Laus er til umsóknar staða aðstoðarskólastjóra við Norðlingaskóla. Skólinn er heildstæður grunnskóli með rúmlega 400 nemendur á komandi skólaári og um 70 starfsmenn. Stefna og starf skólans grundvallast á því lífsviðhorfi að hverjum einstaklingi skuli búin námsskilyrði svo hann megi þroskast og dafna á eigin forsendum og útskrifast úr grunnskóla sem sjálfstæður, sterkur og lífsglaður einstaklingur. Áhersla er á samkennslu árganga og að starfsfólk skólans vinni í teymum. Skólinn leggur áherslu á að vera í nánum tengslum við grenndarsamfélagið. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir frumkvæði og góðri fagþekkingu á skólastarfi og skólaþróun. Meginhlutverk aðstoðarskólastjóra er að: Vera í forystu um mótun og framkvæmd faglegrar stefnu skólans innan ramma laga og reglugerða og í samræmi við aðalnámskrá grunnskóla og skólastefnu Reykjavíkurborgar. Vera staðgengill skólastjóra og bera ábyrgð á og stjórna daglegri starfsemi skólans í samstarfi við hann. Hafa í samráði skólastjóra umsjón með starfs- mannamálum s.s. ráðningum, vinnutilhögun, starfsþróun o.fl. Menntunar og hæfniskröfur: Leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari. Viðbótarmenntun í stjórnun æskileg eða kennslureynsla á grunnskólastigi. Reynsla af faglegri forystu á svið kennslu og skólaþróun. Færni og metnaður til að leita leiða fyrir framsækið skólastarf. Lipurð og færni í samskiptum. Vinna að öflugu samstarfi innan skólasamfélagsins. Umsókninni skal fylgja yfirlit yfir nám og fyrri störf umsækjanda, leyfisbréf til að nota starfsheitið grunnskólakennari, upplýsingar um þátttöku umsækjanda í framsæknum verkefnum og skólaþróun og annað sem málið varðar. Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. ágúst 2012. Umsóknarfrestur er til og með 18. maí 2012. Laun eru skv. kjarasamningi LN og KÍ. Umsækjendur eru beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is/storf. Nánari upplýsingar veita Sif Vígþórsdóttir skólastjóri í síma 411-7640 eða 664-8445 eða Ellert Borgar aðstoðarskólastjóri í síma 411-7640 eða 664-8446. Athygli umsækjenda er vakin á heimasíðu skólans www.nordlingaskoli.is. Staða aðstoðarskólastjóra Norðlingaskóla
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.