Fréttablaðið - 05.05.2012, Blaðsíða 94

Fréttablaðið - 05.05.2012, Blaðsíða 94
5. maí 2012 LAUGARDAGUR58 Ný sýning á verkum myndhöggvar- ans Ásmundar Sveinssonar verður opnuð í Ásmundarsafni við Sigtún í dag. Við sama tilefni verður endur- tekinn „gjörningur“ í höggmynda- garðinum, sem Ásmundur taldi að kenndi börnum að meta og þykja vænt um stytturnar. Sýningarstjórar eru Steinunn G. Helgadóttir myndlistarmaður og Kristín G. Guðnadóttir listfræð- ingur. Þær segja Ásmund hafa leitað víða fanga fyrir listsköpun sína, þar á meðal bókmenntir, sögu og náttúru en einnig voru móðirin og hinn vinnandi maður mikilvæg leiðarstef í verkum hans. En þegar skyggnst sé undir yfirborðið í högg- myndum Ásmundar leynist þar oft heit kvika. „Viðfangsefni þessarar sýningar er kvikan sem afhjúpast þegar verkin eru skoðuð og greind í samhengi við líf listamannsins og þá tíma sem hann lifði.“ Sýningin Inn í kviku er þríþætt og lýtur að inntaki í verkum Ásmund- ar, formi og tímaskeiðum. Leitast er við að nýta húsið í Sigtúni sem rök- réttan hluta af og umgjörð um sýn- inguna ásamt höggmyndagarðinum í kringum húsið sem geymir mörg af þekktustu verkum listamannsins. Sýningin verður opnuð klukkan 16 í dag. Á morgun, sunnudag, fara sýningarstjórarnir um sýninguna og ræða við gesti. Kvikan í styttum Ásmundar ÁSMUNDUR SVEINSSON Brugðið verður nýju ljósi á verk hans á sýningunni. Blásaratónlist verður allsráðandi á vortónleikum Elektra Ensemble á Kjarvalsstöðum á sunnudagskvöld klukkan 20. Matthías Birgir Nardeau óbó- leikari verður síðasti gestur vetr- arins hjá Elektru en hann hefur vakið athygli fyrir óbóleik sinn undanfarið bæði sem einleikari og með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Á efnisskrá eru verk fyrir flautu, óbó, klarínett og píanó eftir Mal- colm Arnold, Jean-Michel Damase og Camille Saint-Saëns. Flytjendur á tónleikunum auk Matthíasar eru Ástríður Alda Sig- urðardóttir, Emilía Rós Sigfúsdótt- ir og Helga Björg Arnardóttir. Vortónleikar Elektru ELEKTRA ENSEMBLE Matthías B. Nardeau óbóleikari verður gestur á tónleikunum. Hrafnkell Sigurðsson og Ólöf K. Sigurðardóttir ræða við gesti á sunnudag um sýningu Hrafnkels, Hafnarborgina, sem nú stendur yfir í aðalsal Hafnarborgar. Hrafnkell sýnir þar ný verk, en efnivið þeirra sækir hann í karl- mannlegt athafnasvæði Slippsins þar sem skip eru dregin á land til viðhalds og endurbóta. Hann sýnir ljósmyndir sem minna á málverk og áhrifamikla mynd- bandsinnsetningu en einnig veggverk og textíl þar sem hann notar meðal annars vinnutuskur sem hann dró upp úr drullunni í slippnum og saumaði saman, en lykt og áferð tengja verkið sterkt við uppruna sinn. Hrafnkell lóðsar gesti FRÁ SÝNINGUNNI Hrafnkell lóðsar gesti um sýningu á nýjum verkum. Vinafélag Gljúfrasteins og Ferða- félag Íslands býður upp á göngu- ferð um æskuslóðir Halldórs Laxness í Mosfellsdalnum. Mæt- ing er við Gljúfrastein klukkan 10 sunnudaginn 6. maí. Áfangastaðir göngunnar verða meðal annars Bringur en þaðan verður gengið að Helgufossi og niður með Köldukvísl að Gljúfra- steini, þar sem garðurinn verður skoðaður og síðan húsið. Stopp- að verður á leiðinni og verða lesnar stuttar tilvitnanir úr bókum skáldsins. Gangan endar á Gljúfrasteini þar sem Pétur Ármannsson arkitekt og farar- stjóri göngunnar mun segja frá Ágústi Pálssyni arkitekt, stíl hans og sjónarmiðum við hönnun Gljúfrasteins. Gengið um Mosfellsdal LISTKENNSLA MEISTARANÁM Í LISTKENNSLU TÓNLIST SKÖPUN, MIÐLUN OG FRUMKVÖÐLASTARF (NAIP) NÁNARI UPPLÝSINGAR UM INNTÖKUSKILYRÐI OG NÁMSLEIÐIR Á LHI.IS OPIÐ FYRIR UMSÓKNIR TIL 11. MAÍ Listkennsludeild Meistaranám í listkennslu Inntökuskilyrði: BA gráða eða sambærilegt nám í listgrein. Auk þess er tekið á móti umsóknum frá einstaklingum með B.Ed gráðu eða sambærilegt 180 eininga nám í kennslu og umtalsverða menntun og/eða reynslu á sviði leiklistar, tónlistar eða dans. Tónlistardeild Sköpun, miðlun og frum- kvöðlastarf (NAIP) Meistaranám sem er samstarfsverkefni 5 tónlistarháskóla í Evrópu. www.musicmaster.eu ÁLFASALAN 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.