Fréttablaðið - 05.05.2012, Side 13

Fréttablaðið - 05.05.2012, Side 13
LAUGARDAGUR 5. maí 2012 13 DANMÖRK Muhudiin Mohamed Geele, sem réðist inn á heimili danska skopmyndateiknarans Kurts Wester- gaard á nýárs- dag árið 2010 var á miðviku- dag dæmdur í tólf ára fangelsi í hæstarétti í Danmörku. Réttur- inn staðfesti úrskurði lægri dómstiga um að um hryðjuverk hafi verið að ræða, en bætti tveimur árum við fangelsisdóminn frá landsrétti. Westergaard er einn af teiknur- unum sem gerðu skopmyndir af Múhameð spámanni fyrir Jót- landspóstinn árið 2005. - þj Lokaniðurstaða í dómsmáli: Þyngri dómur yfir axarmanni KURT WESTERGAARD SAMFÉLAGSMÁL Samtök meðlags- greiðenda voru stofnuð í gær. Markmið samtakanna er að standa vörð um réttindi meðlagsgreið- enda og knýja fram réttindabæt- ur handa þeim, meðal annars með bættri aðkomu að bótakerfinu, er fram kemur í tilkynningu. Meðlagsgreiðendur á Íslandi sem jafnframt eru umgengnis- foreldrar eru um tólf þúsund. Í tilkynningunni segir að hópurinn fái til að mynda engar barnabæt- ur og aðkoma þeirra að vaxta- og húsaleigubótakerfinu sé nánast engin þar sem fólkið hefur sömu stöðu og barnlausir einstakling- ar, sem ýmist eru einstæðir eða komnir í sambúð. - sv Samtök meðlagsgreiðenda: Greiðendur fái hærri bætur UMVAFINN SLÖNGUM Slöngur hringuðu sig um styttu af heilögum Dóminíkusi í skrúðgöngu í bænum Cocullo á Ítalíu í tilefni af dýrlingsdegi hans. NORDICPHOTOS/AFP VINNUMARKAÐUR Föst laun hækkuðu um 4,3 prósent milli áranna 2010 og 2011. Hækkunin hélt ekki í við verð- bólgu, sem var 5,6 prósent. Þetta er meðal þess sem kemur fram í Launagreiningu endurskoðunar- fyrirtækisins PwC fyrir árið 2011. Hækkun launa er í takt við almenna kjarasamninga. Stjórnendur fyrirtækja og stofn- ana hækkuðu meira í launum en aðrir hópar á þessu tímabili. Laun forstjóra og framkvæmdastjóra hækkuðu um 9,9 prósent og laun millistjórnenda um 8,3 prósent. Aðrir hópar hækkuðu minna. Föst mánaðarlaun á Íslandi voru að meðaltali 463 þúsund krónur en heildarlaun 513 þúsund krónur. Launagreiningin byggir á raungögn- um úr launakerfum fyrirtækja og stofnana og tekur til launa í septem- bermánuði. Fram kemur í greiningunni að tekjur hópa, sem lækkuðu eftir kreppuna, eru farnar að hækka á nýjan leik. „Launaþróun ólíkra hópa er æði misjöfn og sömu sögu er að segja um hlutföll fastra launa og aukagreiðslna í heildarlaunum,“ segir í tilkynningu fyrirtækisins. - þeb Launagreining PwC fyrir síðasta ár sýnir að hækkanir héldu ekki í við verðbólgu: Laun stjórnenda hækkuðu meira en annarra UNNIÐ Launahækkanir héldu ekki í við verðbólguna. Stjórnendur hækkuðu mest í launum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SVEITARSTJÓRNARMÁL Tíu milljónir króna eru til úthlutunar úr For- varnarsjóði Reykjavíkur. Opnað hefur verið fyrir umsóknir úr sjóðnum á vef borgarinnar. „Hlutverk sjóðsins er að stuðla að forvörnum og styrkja félagsauð í hverfum Reykjavíkur. Styrkir úr sjóðnum verða veittir til verkefna sem styðja forvarnir í þágu barna og unglinga, eflingu á félagsauð í hverfum borgarinnar og verk- efnum sem stuðla að bættri lýð- heilsu,“ segir í tilkynningu. Sækja þarf um fyrir 14. maí. - óká Tíu milljónir til skiptanna: Efla á forvarnir og félagsauð Styrkja nema í strætó Bæjarráð Árborgar hefur ákveðið að námsmenn með lögheimili þar og sem skráðir eru í háskóla eða fram- haldsskóla á höfuðborgarsvæðinu fái 15 prósenta afslátt af persónubundn- um íbúakortum í strætó frá og með ágúst á þessu ári. ÁRBORG Í fyrsta sinn á Íslandi Arion banki auglýsir eftir umsækjendum í Startup Reykjavík sem er byggt á fyrirmynd TechStars í Bandaríkjunum. Startup Reykjavík er vettvangur til að skapa frumkvöðlum betra umhverfi og stuðla að frekari verðmæta- og fyrirtækjasköpun á Íslandi. Umsækjendur geta verið allt frá því að vera með hugmynd á byrjunarstigi upp í að reka sprotafyrirtæki sem komið er lengra. Tíu viðskiptateymi verða valin til að vinna sínar hugmyndir áfram í 10 vikur. Startup Reykjavík stendur yfir frá 11. júní – 20. ágúst 2012. Viðskiptateymin tíu fá: 2 milljónir króna í hlutafé frá Arion banka gegn 6% hlutdeild í fyrirtækinu 10 vikna þjálfun frá sérfræðingum Innovits og Klaks Tengingar og handleiðslu frá yfir 40 sérfræðingum úr íslensku atvinnulífi Aðgang að sameiginlegri vinnuaðstöðu Aðgang að víðtæku tengslaneti um heim allan Að kynna á fjárfestaþingi undir lok verkefnisins Umsóknarfrestur rennur út 7. maí. Umsóknareyðublað og nánari upplýsingar má nálgast á startupreykjavik.com.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.