Fréttablaðið - 05.05.2012, Blaðsíða 104

Fréttablaðið - 05.05.2012, Blaðsíða 104
5. maí 2012 LAUGARDAGUR68 sport@frettabladid.is ÚRSLITALEIKUR ENSKU BIKARKEPPNINNAR fer fram klukkan 16.15 í dag en þá mætast Liverpool og Chelsea. Liverpool er þegar búið að vinna enska deildarbikarinn og sigur í dag fer langt að græða sár stuðningsmanna eftir hörmulegt gengi í deildinni. Þetta er fyrri úrslita- leikur Chelsea í maí en liðið er einnig í úrslitum Meistaradeildarinnar. FÓTBOLTI KR á titil að verja og mun verja hann samkvæmt spá íþrótta- fréttamanna Fréttablaðsins og Vísis. Tititlvörn KR hefst á sunnu- dag gegn Stjörnunni sem einnig er spáð góðu gengi. Sex stigum munaði á liðunum í kosningunni og nokkuð er í Fram, Stjörnuna og ÍA sem eru öll með svipað mörg stig. 5. sæti: ÍA Það verður enginn nýliðabragur á Akurnesingum sem eru mætt- ir aftur í deild þeirra bestu eftir fjögurra ára fjarveru. Liðið er vel mannað með Jóhann- es Karl Guðjónsson fremstan í flokki. Ármann Smári Björnsson kom einnig frá Englandi, liðið er með sterka útlendinga og svo er spurning hvað Garðar Gunnlaugs- son gerir. „Þeir munu koma af gríðarleg- um krafti inn í deildina. Það er í þeirra eðli. Jói Kalli mun gefa lið- inu mikið. Skagaliðið er gríðarlega spennandi og ef það stendur undir væntingum verður það í efri hlut- anum,“ sagði Willum Þór Þórsson, álitsgjafi Fréttablaðsins. „Þeir eru með marga sterka menn sem munu klárlega láta að sér kveða. Þar á meðal Gary Martin og Mark Doninger. Gary er ótrúlegur og hleypur á við þrjá menn. Hann er líka með risavið- horf eins og fleiri í liðinu. Þeir eru brattir. Kári er leiðtogi og afar vanmetinn að mínu mati. Hann vill sanna sitt gildi og það verð- ur ekki auðvelt að koma boltanum yfir hann og Ármann Smára. Ef Garðar Gunnlaugs hrekkur í gír- inn gæti þetta lið gert ýmislegt. Garðar er X-faktorinn þeirra.“ 4. sæti: Stjarnan Kjarninn í Stjörnuliðinu er sterk- ur og hefur verið lengi saman. Liðið er mjög öflugt með frábæran framherja. Það er nú eða aldrei hjá þeim að gera alvöru atlögu að titl- inum enda gæti kvarnast úr hópn- um eftir sumarið. „Stjarnan er með hópinn og leik- mennina til þess að berjast um titil. Það er komin tiltrú í hópinn. Gæðin eru til staðar og verður fróðlegt að sjá hvort þeir nái upp stemning- unni og geri alvöru atlögu að titl- inum,“ sagði Willum. „Þessi hópur hefur náð vel saman og liðsheildin frábær. Hefur verið lengi saman og þjálfarinn þekkir liðið. Ef stöðugleiki kemst í varnarleikinn, Garðar verður í stuði og Halldór Orri með bros á vör þá geta Stjörnumenn þetta.“ 3. sæti: Fram Framarar eru vetrarmeistarar eftir að hafa tapað aðeins einum leik. Liðið nýtur góðs af því að halda sterkum útlendingum og er til alls líklegt. „Ef ég ætti að spá Íslandsmeist- urum núna þá myndi ég veðja á Fram sem og að annaðhvort Ste- ven Lennon eða Sam Hewson verði maður mótsins. Það eru mikil gæði þar á ferðinni. Þjálfarinn er búinn að fá að byggja þetta upp eftir sínu nefi hægt og bítandi. Byrjunarliðið er vel saman sett og allir þekkja sín hlutverk. Það eru vanmetnir menn þarna eins og Löwing sem spilar alla varnarlínuna eins og ekkert sé. Kristján Hauks er frábær og bak- vörðurinn magnaður. Markvörður- inn búinn að sanna sig og er góður,“ sagði Willum um Fram. 2. sæti: FH FH stendur á ákveðnum tímamót- um. Lykilmenn undanfarinna ára komnir á aldur og annað hvort hættir eða farnir annað. Fyrirlið- inn Matthías Vilhjálmsson hvarf svo á braut fyrir skömmu. „Mér líst vel á hópinn, þjálfar- ann og félagið. FH þekkir þetta allt og kann þetta. Liðið hefur samt ekki verið að finna taktinn og þeir eru fyrstir til að viðurkenna það. Ég held að styrkleiki þeirra liggi einmitt í því,“ sagði Willum. „Ég hef trú á því að líkt og áður muni liðið vinna sig vel inn í mótið og verða síðan illviðráð- anlegt. Auðvitað mun muna um Matta og Tommy Nielsen. Það er ekki hægt að leysa þetta. Það er hægt að finna svipuð gæði en þú finnur ekki svona menn sem rífa liðið áfram. Það býr maður ekki til á skömmum tíma. Þar missti FH sterka leiðtoga og ég sé ekki alveg hver á að taka þetta leiðtogahlut- verk að sér. FH er á tímamótum en hefur tækin og tólin til að vera áfram á toppnum.“ 1. sæti: KR KR-liðið vann tvöfalt í fyrra og er búið að fá tvo bikara til viðbótar síðustu daga. Liðið er frábærlega mannað, nældi í stórefnilega leik- menn og er enn á ný besta liðið fyrir mót. „KR-ingar hafa verið tiltölulega rólegir í vetur en koma upp rétt fyrir mót og klára tvo titla. Gerðu það fagmannlega. KR er með allt til þess að verja titilinn,“ sagði Willum Þór. „Það er missir að Guðjóni en Þorsteinn Már er ekkert ósvipaður leikmaður. Kraftmikill og dugleg- ur. Kjartan Henry fær tækifærið á toppnum og mun skora 10 mörk eða meira í sumar. Afar útsjónar- samur og klókur leikmaður. Óskar Örn líka kominn í gang og KR-liðið er flott,“ sagði Willum og hrósaði svo þjálfaranum Rúnari Kristins- syni sem hann segir ekki hafa stig- ið feilspor. henry@frettabladid.is KR verður aftur Íslandsmeistari Samkvæmt spá Fréttablaðsins og Vísis munu KR og FH bítast um Íslandsmeistaratitilinn í ár. Liðin fengu langflest atkvæði í kosningu íþróttafréttamanna miðlanna. Fram, Stjarnan og ÍA gætu þó öll blandað sér í meistarabaráttuna í ár. Álitsgjafi Fréttablaðsins, Willum Þór Þórsson, vill spá Frömurum titlinum. FAGNA ÞEIR AFTUR NÆSTA HAUST? Íþróttafréttamenn Fréttablaðsins og Vísis spá því að það verði aftur sigurhátíð í Vesturbænum í lok sumars. KR-ingar fagna hér titlinum eftir síðustu leiktíð. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Spá Fréttablaðsins 1. KR 139 stig 2. FH 133 3. Fram 106 4. Stjarnan 105 5. ÍA 103 6. Valur 84 7. ÍBV 71 8. Breiðablik 64 9. Grindavík 42 10. Fylkir 42 11. Keflavík 32 12. Selfoss 15 N1-deild kvenna: Fram-Valur 22-23 (8-11, 19-19, 21-21) Fram-kvenna - Mörk (skot): Stella Sigurðardóttir 8/2 (17/3), Anett Köbli 3 (4), Elísabet Gunnars- dóttir 3/1 (5/1), Sigurbjörg Jóhannsdóttir 3 (7), Hekla Rún Ámundadóttir 2 (2), Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 1 (1), Ásta Birna Gunnarsdóttir 1 (3), Sunna Jónsdóttir 1 (3). Varin skot: Guðrún Maríasdóttir 12 (35/2, 34%), Hraðaupphlaup: 2 ( Hekla Rún Ámundadóttir 1, Ásta Birna Gunnarsdóttir 1, ) Fiskuð víti: 4 ( Sigurbjörg, Ásta, Sunna, Steinunn) Utan vallar: 8 mínútur. Valur-kvenna - Mörk (skot): Þorgerður Anna Atladóttir 9 (14), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 4 (5), Kristín Guðmundsdóttir 4 (6), Dagný Skúladóttir 3 (3), Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 2/2 (3/2), Karólína Bærhenz Lárudóttir 1 (2). Varin skot: Guðný Jenný Ásmundsdóttir 20 (41/2, 49%), Sunneva Einarsdóttir (1/1, 0%), Hraðaupphlaup: 3 ( Anna, Dagný 2, ) Fiskuð víti: 3 (Þorgerður, Anna, Dagný) Utan vallar: 10 mínútur. ÚRSLIT ÁLFASALAN 2012 HANDBOLTI Valur jafnaði einvígið gegn Fram í úrslitum N1-deildar kvenna í 1-1 í gær með 22-23 sigri í framlengdum leik í gær. Leikurinn var æsispennandi allt til enda. Liðin héldust nánast í hendur allan tímann og Krist- ín Guðmundsdóttir tryggði Val framlengingu. Það var síðan Þorgerður Anna Atladóttir sem tryggði Val sigur undir lok framlengingar. Fram fékk tækifæri til þess að jafna en Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markvörður Vals, varði lokaskot- ið og Valur fagnaði. „Þetta var mjög mikilvægur sigur og frábært að geta klárað svona leik. Þær börðust vel en við kláruðum þetta í framlenging- unni og sýndum flottan karakt- er. Þessi lið þekkjast gríðarlega vel og þessir leikir eru bara eins og skák, það snýst bara um að verjast vel og sækja þegar það gefst færi,“ sagði Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, leikmaður Vals kampakát eftir leikinn. - kpt Valur jafnaði gegn Fram: Háspennuleik- ur í Safamýri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.