Fréttablaðið - 10.05.2012, Síða 8

Fréttablaðið - 10.05.2012, Síða 8
10. maí 2012 FIMMTUDAGUR8 1. Hvað á þjóðkirkjan mikið inni hjá ríkinu vegna verðbóta? 2. Hvað heitir leiðtogi bandalags róttækra vinstri flokka í Grikk- landi? 3. Hver er einleikari á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld? SVÖR 1. Tvo milljarða króna. 2. Alexis Tsipras. 3. Sigrún Eðvaldsdóttir. Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja, og Þekkingarnet Þing - eyinga bjóða til morgunverðar- fundar um sjálfbæra þróun og sjálfbærniverkefnið á Austurlandi. Sjálfbærniverkefni Alcoa Fjarðaáls og Lands- virkjunar var sett á laggirnar til að fylgjast með áhrifum framkvæmda og starfsemi álvers og virkjunar á samfélag, umhverfi og efnahag á Austurlandi. Á fundinum verður leitast við að skýra hugtök eins og sjálfbæra þróun og samfélagsábyrgð auk þess að skoða hvernig til hefur tekist með sjálfbærniverkefnið á Austurlandi. DAGSKRÁ: 08:30 Setning fundar Regína Ásvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Festu 08:35 Hvað er sjálfbær þróun? Brynhildur Davíðsdóttir, dósent í umhverfis- og auðlindafræðum HÍ 08:55 Sjálfbærniverkefnið á Austurlandi Guðlaug Gísladóttir, verkefnastjóri hjá Þekkingarneti Þingeyinga 09:25 Sjónarhorn samfélagsins Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs 09:40-10:00 Pallborðsumræður Með þátttöku fyrirlesara Aðgangur er ókeypis. Húsið opnar kl. 8:00 og boðið verður upp á léttan morgunverð. Skráning á www.sjalfbaerni.is MORGUNVERÐARFUNDUR 15. maí á Icelandair Hótel Reykjavík Natura, Þingsal 3 Samfélagsábyrgð ...frá hugmyndafræði til aðgerða SAMFÉLAGSMÁL Forstjóri Útlendinga stofnunar segir hælisleitendur þurfa að bíða næstum þrisvar sinnum lengur en forsvaranlegt sé. Löng bið kosti samfélagið mikið fé auk þess sem biðin skapi mikla vanlíðan meðal fólks. Á þessu ári hafi orðið veruleg fjölgun meðal hælis- leitenda og fyrirséð að biðin lengist enn. Málsmeðferð hælisleitendanna tekur orðið um 15 mánuði í vinnslu hjá Útlendingastofnun. Kristín Völundardóttir, forstjóri stofnunar- innar, segir að til að biðin teljist forsvaranleg eigi hún að vera hálft ár eða styttri. 86 hælisleitendur bíða nú afgreiðslu sinna mála en langflestir þeirra eru í vistun á gisti- heimilinu Fit í Reykjanesbæ. Af þeim komu 50 í fyrra og 10 komu 2010 eða 2009. Veruleg fjölgun hefur orðið í ár en nú þegar hafa 26 sótt um hæli. Á sama tíma í fyrra höfðu 16 sótt um hæli. Þá hafa fimm vegalaus börn komið hingað ein síns liðs í ár. Þeirra mál eru sett í forgang en það þýðir aftur á móti að aðrir færast aftar í röðina. Langur málsmeðferðar- tími getur haft slæm áhrif á líðan umsækjenda sem margir hverjir hafa þegar gengið í gegnum miklar raunir. Biðin getur líka orðið til þess að umsækjendur einangrist frekar og aðlögun að íslensku samfélagi gangi verr fái þeir hæli. Forstjóri Útlendingastofnunar bendir auk þess á að löng bið skapi mikinn kostnað fyrir samfélagið. Kostnaður vegna hvers hælis- leitanda er bundinn í vísitölu neysluverðs og nemur nú 7.155 á dag. - kdk Hælisleitendur þurfa að bíða þrisvar sinnum lengur en forsvaranlegt er að mati forstjóra Útlendingastofnunar: Bið hælisleitenda löng og kostnaðarsöm GISTIHEIMILIÐ FIT 86 hælisleitendur bíða nú afgreiðslu sinna mála. MYND/VÍKURFRÉTTIR Save the Children á Íslandi MENNTAMÁL „Það er svo mikilvægt að veita fjármagninu í bestu verkefnin, til bestu vísindamann- anna og að við gerum það á gagn- sæjan hátt. Við eigum að hætta að úthluta fjármagninu pólitískt eins og við höfum verið að gera,“ segir Þórólfur Þórlindsson, pró- fessor í félagsfræði. Þórólfur er í hópi sex vísindamanna sem í gær afhentu Katrínu Jakobsdóttur undir- skriftir 544 vísinda- og fræðimanna til stuðn- ings samkeppnissjóðum á vegum hins opinbera. „Helsti vísinda sjóður grunnvísinda, Rann- sóknasjóður, hefur staðið í stað undan- farin ár hvað krónu- tölu varðar en lækkað umtalsvert að raungildi. Og nú eru farin að sjást merki þess að þetta sé að hafa áhrif á vísindastörf á Íslandi,“ segir í áskoruninni til ráðherra sem fylgdi undirskrifta listanum. Þar er sérstaklega vísað til nýrra talna sem sýna að vísindagreinum eftir Íslendinga í ritrýndum fræðiritum er tekið að fækka. Þórólfur segir að vandamálið sem við er að etja sé margþætt. Í fyrsta lagi séu sjóðirnir sem veitt er úr nánast tómir. „Þrjátíu til fjörutíu prósent þeirra umsókna sem berast eru nógu góðar til að það væri eðlilegt að þær fengju styrk. Í staðinn er bara til fjármagn fyrir örfáar þeirra. Þarna myndast flöskuháls í vísindasamfélaginu,“ segir hann. Þetta bitni svo helst á ungum vísindamönnum og þar sem háskólarnir á Íslandi séu undir- fjármagnaðir verði ekki til þar nýjar stöður. „Þess vegna er unga vísinda- fólkið okkar að fara úr landi,“ segir Þórólfur. Kynslóð íslenskra vísindamanna sé að hluta til horfin og það þoli enga bið að endurheimta hana. „Einfaldast og fljótlegast er auðvitað að efla samkeppnissjóði Rannís.“ Enn fremur sé mjög mikilvægt að efla ný- sköpun og þróunarstarf og endurskoða allt það kerfi. Það sé í raun eina leiðin út úr kreppunni. Að síðustu segir Þór- ólfur að það fjármagn sem þó er veitt til vís- indamanna á Íslandi nýtist alls ekki nógu vel vegna þess að slíkar úthlutanir séu allt of pólitískar. „Það er allt of mikið sem fer í gegnum póli- tíska kanala, beint eða óbeint. Það er ekki gagnsætt kerfi. Eftir hvaða mælistiku er fjármagni til rannsókna úthlutað þegar því er ekki úthlutað eftir gæðum umsókna og hæfni fræði- mannanna sem sækja um? Ég er sannfærður um að það fer mikið af fjármagni til spillis vegna þess.“ Þórólfur segir að mjög auð- velt hafi verið að fá vísinda- og fræðimenn til að leggja nafn sitt við áskorunina. Rúmlega fimm hundruð nöfn hafi safnast á örskömmum tíma. stigur@frettabladid.is Allt of mikið af pólitískum fjárveitingum Ungir vísindamenn flýja land af því að styrktarfé til rannsókna er af svo skornum skammti. 544 vísinda- og fræðimenn skora á menntamálaráðherra að gera bragarbót á. Telja fjárveitingar allt of pólitískar. KREFJAST ÚRBÓTA Fulltrúar hópsins afhentu Katrínu Jakobsdóttur undirskriftirnar 544 í menntamálaráðuneytinu í gær. Þórólfur er annar frá hægri. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI VEISTU SVARIÐ? Það er allt of mikið sem fer í gegnum pólitíska kanala, beint eða óbeint. Það er ekki gagnsætt kerfi. ÞÓRÓLFUR ÞÓR- LINDSSON PRÓFESSOR Í FÉLAGSFRÆÐI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.