Fréttablaðið - 10.05.2012, Síða 10
10. maí 2012 FIMMTUDAGUR10
VARNARMÁL Þó Ísland myndi ekki
hafa mikið að segja um hernaðar-
hlutann af sameiginlegri varnar- og
öryggisstefnu Evrópusam bandsins,
gengi landið í sambandið, gætu
Íslendingar haft áhrif á stefnuna
í borgaralegum verkefnum, segir
Maria Strömvik, aðstoðarprófessor
við Háskólann í Lundi í Svíþjóð.
Strömvik er einn frummælenda
á ráðstefnu Alþjóðamálastofnunar
sem fram fer í Norræna húsinu í
dag. Hún segir aðeins 30 til 40 pró-
sent af því sem falli undir sameigin-
lega öryggis- og varnarstefnu ESB
snúast um hernaðarmál.
Frakkland og Bretland eru mestu
herveldin innan ESB og hafa þar
af leiðandi mest um það að segja
hvernig stefna er mótuð í öryggis-
og varnarmálum. Þessi tvö ríki hafa
oftast frumkvæðið í þessum mála-
flokkum, en það þýðir ekki að minni
ríki geti ekki haft mikil áhrif, segir
Strömvik.
Það er trúlega auðveldara fyrir
lítil ríki að hafa áhrif innan ESB
þegar kemur að öryggis- og varnar-
málum en öðrum málaflokkum,
segir Strömvik. Ástæðan er ekki
síst sú að í þessum málaflokkum
þarf samhljóða samþykki fyrir
öllum ákvörðunum, en ekki ein-
faldan meirihluta eins og í ýmsum
öðrum málaflokkum. Það þýðir í
raun að hvert einasta aðildarríki
hefur neitunarvald séu hugmyndir
ekki ásættanlegar.
Minni ríki sem sýna öryggis- og
varnarmálum áhuga, til dæmis Sví-
þjóð og Finnland, hafa haft umtals-
verð áhrif á stefnu ESB í þessum
málaflokki, segir Strömvik. Hún
segir þetta hafa komið berlega í
ljós þegar hún hafi starfað í finnska
utanríkisráðuneytinu. Hún segir að
ýmsar hugmyndir sem Svíar og
Finnar hafi lagt áherslu á hafi náð
inn í stefnu ESB.
„Í upphafi virtist það koma stóru
ríkjunum í ESB á óvart þegar þessi
litlu norrænu ríki fóru að skipta sér
af með ákveðnum hætti, en reynslan
er orðin sú að nú búast menn ein-
faldlega við því að Norðurlanda-
ríkin hafi ákveðnar skoðanir í
þessum málaflokkum eins og svo
mörgum öðrum,“ segir Strömvik.
„Besta dæmið um áhrif Svía og
Finna er frá árdögum sameigin-
legrar öryggis- og varnarstefnu
ESB, á árunum 2000 og 2001,“ segir
Strömvik. „Bretland og Frakkland
lögðu á þeim tíma mikla áherslu á að
aðildarríki ESB gætu beitt hervaldi
í ákveðnum tilvikum, til dæmis við
friðargæslu. Svíþjóð og Finnland
voru sammála því að slíkur mögu-
leiki þyrfti að vera fyrir hendi, en
vildu auk þess áherslu á friðargæslu
án hernaðaríhlutunar.“
Ríkin vildu að ESB legði einnig
áherslu á borgaralegar aðgerðir og
löggæsluverkefni. „Fulltrúar Frakk-
lands hlógu að þessari hugmynd
Finna og Svía, en raunin varð þó sú
að hugmyndirnar urðu stór hluti af
stefnu ESB í þessum málaflokki,“
segir Strömvik.
„Ef við horfum á þróunina á
síðasta áratug hefur áherslan
verið sífellt meiri á borgaralegar
aðgerðir og löggæsluverkefni. Þegar
varnar málaráðherrar Bretlands
og Frakklands ræða sameiginlegu
öryggis- og varnarmálastefnuna í
dag er þetta einmitt það sem þeir
eru stoltastir af,“ segir Strömvik.
„Þarna höfðu Svíþjóð og Finnland
umtalsverð áhrif á þróun mála.“
Hún segir ólíklegt að mikið yrði
hlustað á fulltrúa herlauss lands
ef þeir legðu til hernaðaraðgerðir,
eða uppbyggingu herafla annarra
ríkja, en áhrifin yrðu tvímælalaust
til staðar þegar kemur að borgara-
legum verkefnum og stefnumótun
þeim tengdri. brjann@frettabladid.is
Segir áhrif
lítilla ríkja
umtalsverð
Lítil ríki eiga auðveldara með að hafa áhrif á sameigin-
lega öryggis- og varnarstefnu ESB en aðra málaflokka
segir sérfræðingur. Svíþjóð og Finnland hafa náð
stórum málum inn í sameiginlega stefnu ESB-ríkjanna.
STEFNA Íslendingar gætu haft ýmislegt til málanna að leggja við mótun á sameigin-
legri öryggis- og varnarstefnu ESB þó líklega verði áhrif herlauss lands minni á mál
tengd hefðbundnum hernaðarmálefnum, segir sérfræðingur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
BRETLAND, AP Elísabet Bretadrottn-
ing las í gær upp stefnuskrá ríkis-
stjórnar Davids Cameron forsætis-
ráðherra, með mikilli viðhöfn í sal
lávarðadeildar breska þingsins,
eins og venja er
um þetta leyti
árs.
Megináhersla
stjórnarinnar
verður á til-
raunir til að
auka hagvöxt og
hjálpa Bretum
að komast út úr
kreppunni.
„Fyrsta for-
gangsmál ráðherra minna verður
að draga úr fjárlagahalla og endur-
reisa efnahagslegan stöðugleika,“
sagði drottningin, og taldi meðal
annars upp 19 frumvörp, sem lögð
verða fyrir þingið næsta árið. - gb
Bretadrottning les upp ræðu:
Leita leiða út
úr kreppunni
ELÍSABET
BRETADROTTNING
GRIKKLAND, AP Alexis Tsipras,
leiðtogi bandalags vinstriflokka
á Grikklandi, gafst í gær upp á
því að mynda ríkisstjórn. Keflið
fer nú til Evangelos Venizelos,
leiðtoga sósíalistaflokksins
Pasok.
Tsipras vildi mynda stjórn
sem næði samstöðu um að hafna
samkomulagi, sem bráðabirgða-
stjórn Pasok og íhaldsflokksins
Nýs lýðræðis gerði við Evrópu-
sambandið og Alþjóðagjald-
eyris sjóðinn um fjárhagsaðstoð.
Antonis Samaras, leiðtogi
íhaldsmanna, sagði það leiða til
„hruns inn á við og gjaldþrots
út á við,“ sem óhjákvæmilega
hefði í för með sér að Grikkland
segði skilið við evruna og færi úr
Evrópu sambandinu.
„Gríska þjóðin hefur ekki gefið
neinum umboð til að eyðileggja
landið. Þvert á móti,“ sagði Sam-
aras, sem sjálfum tókst ekki að
mynda ríkisstjórn í kjölfar kosn-
inganna, sem haldnar voru síð-
astliðinn sunnudag.
Venizelos mun væntanlega fá
stjórnarmyndunarumboð í dag,
en ekki eru taldar miklar líkur á
að það takist. - gb
Tsipras tókst ekki að mynda stjórn sem myndi hafna samkomulagi við ESB:
Stjórnarmyndun gengur illa
TÍÐINDA BEÐIÐ AF STJÓRNARMYNDUNAR-
VIÐRÆÐUM Grískur almenningur fylgist
grannt með fréttum þessa dagana.
NORDICPHOTOS/AFP
IÐNAÐUR Orkusetur hefur smíðað
gagnvirkt netkennsluforrit um
virkjanir sem hafa yfir tíu mega-
vött af uppsettu afli.
Forritið, sem finna má á slóð-
inni http://kennsluvefur.ismennt.
is/virkjanir, er sagt afar einfalt í
notkun og einungis þurfi að nota
tölvumúsina við lausn verkefna.
„Í forritinu má finna yfirlits-
kort og helstu tölfræðiupplýs-
ingar um hverja virkjun,“ segir
á vef Orkuseturs. Meginhluti for-
ritsins er þó sagður snúast um
gagnvirkar æfingar. - óká
Forrit upplýsir um virkjanir:
Svör eru valin
með músinni
SAMÞÆTTING
Við hjálpum þér að fá meira út úr fjárfestingu í viðskiptalausnum
með samþættingu við önnur upplýsingakerfi.
VIÐSKIPTALAUSNIR
Bjóðum uppá þrautreyndar viðskiptalausnir,
eins og Microsoft Dynamics NAV og LS Retail.
RÁÐGJÖF
Hjá Rue de Net starfar samstíga hópur sérfræðinga
með áralanga reynslu af rekstri og innleiðingu viðskiptakerfa.
KERFISÖRYGGI
Við tryggjum hámarks virkni og áreiðanleika
viðskiptalausna þinna.
Framúrskarandi
lausnir á einum stað
www.ruedenet i. s
Rue de Net Reykjavík - Vesturgötu 2a, 101 Reykjavík - Sími: 414 5050 - ruedenet@ruedenet.is
REYNSLA, ÞJÓNUSTA OG PERSÓNULEG RÁÐGJÖF
Rue de Net hefur yfir að ráða samstíga hópi sérfræðinga með áralanga reynslu af
rekstri viðskiptakerfa, innleiðingu og samþættingu viðskiptalausna. Við leggjum áherslu
á nána og persónulega ráðgjöf þar sem ráðgjafi Rue de Net kemur að verkferlinu frá
byrjun til enda, frá sölu til afhendingar vöru, lausnar og þjónustu.
HEIÐURSVÖRÐUR Á RAUÐA TORGINU
Rússar minntust þess í gær, eins og
fleiri ríki, að 67 ár voru liðin frá því að
sigur vannst á hersveitum Hitlers-
Þýskalands. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
HÚSNÆÐISMÁL Alls var 501 leigu-
samningi um íbúðarhúsnæði
þinglýst hér á landi í apríl sem er
fækkun um 191 samning
frá fyrri mánuði, eða sem
nemur um 28%, sam-
kvæmt morgunkorni
Íslandsbanka.
Borið saman við apríl
á síðasta ári, þegar 611
leigusamningar voru
gerðir, hefur leigu-
samningum fækkað
um rétt tæp 20%. Þetta
er í takt við þróunina
síðustu mánuði en leigu-
markaðurinn er nú allur
að skreppa saman eftir
mikla aukningu undan-
farin ár.
Á höfuðborgarsvæð-
inu var samtals 350 leigusamn-
ingum þinglýst í aprílmánuði en
í sama mánuði í fyrra voru samn-
ingarnir 413 talsins og hefur þeim
því fækkað um 15% milli ára.
Fyrstu fjóra mánuði ársins
hefur samtals 2.723
leigusamningum verið
þinglýst á landinu öllu
samanborið við 2.887
samninga á sama tíma-
bili fyrir ári.
Jafngildir það fækkun
um 6% á milli ára. Á
sama tíma og leigu-
markaðurinn er nú að
skreppa saman er kaup-
samningum um íbúðar-
húsnæði að fjölga.
Þannig hafa verið
gerðir 1.519 kaupsamn-
ingar um íbúðarhúsnæði
á höfuðborgarsvæðinu á
fyrstu fjóru mánuðum
ársins sem er um fimmtungs-
aukning frá sama tímabili fyrra
árs.
501 leigusamningi þinglýst í síðasta mánuði:
Leigusamningum fækkar
20%
færri leigu-
samningum
var þinglýst í
síðasta mán-
uði miðað við
sama tíma í
fyrra.