Fréttablaðið - 10.05.2012, Page 16
10. maí 2012 FIMMTUDAGUR16 16
hagur heimilanna
KRÓNUR var meðalverðið á einu kílói af agúrkum í febrúar
síðastliðnum samkvæmt Hagstofu Íslands. Verðið hefur
hækkað um sjö prósent frá sama tíma árið 2010.
Tryggingastofnun hefur látið útbúa sérstaka reiknivél lífeyris á heimasíðu sinni,
www.tr.is. Reiknivélinni er ætlað að bæta þjónustu við viðskiptavini með því
að reikna út áætlaðar greiðslur frá stofnuninni miðað við innslegnar forsendur.
Hægt er að velja um að setja upphæðir inn á árs- eða mánaðargrundvelli.
Á vef Tryggingastofnunar segir að hafa beri í huga að reiknivélin gefi ekki
bindandi niðurstöður og sé einungis ætluð til leiðbeiningar um hugsanlegar
greiðslur. Ekki er tekið tillit til frítekjumarks fjármagnstekna hjá skattinum.
■ Tryggingar
Finndu lífeyrinn með einfaldri reiknivél
443
Íslendingar eru meðal kaffiþyrstustu þjóða heims. Við
vermum fjórða sæti heimslistans yfir þær þjóðir sem
drekka mest kaffi miðað við höfðatölu, enda neytir
hver Íslendingur að meðaltali um það bil 8,3 kílóa
af kaffibaunum á ári hverju, að því er greint er frá á
vef Grapevine.
Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru um það bil
2150 tonn af kaffi flutt inn til landsins á síðasta ári.
Verð á kaffi hefur rokið upp á síðustu árum, en það
hefur hækkað um rúm 75 prósent frá árinu 2007.
■ Kaffi
Íslendingar með mestu kaffiþjóðum heims
The Laundromat Café á Kóngavegi í
Kaupmannahöfn hefur verið tilnefnt
til verðlaunanna „Best Brunch in
Town“ á vefsíðunni Alt om Koben-
havn. Síðan er í eigu dagblaðsins
Berlingske Tidende.
Friðrik Weishappel, eigandi Laundro-
mat, segir í samtali við Vísi að
viðurkenningin sé mikils metin. „Þetta
er töluvert mál því ef þú vinnur þetta
þá ertu í góðum málum,“ sagði Frið-
rik. Veitingastaðurinn hlaut verðlaunin
síðast árið 2007 og jukust viðskiptin á
stöðunum þremur í Kaupmannahöfn
töluvert eftir það.
Eins og kunnugt er hefur Laundromat
verið starfrækt í Reykjavík undanfarin
misseri og hefur reksturinn gengið
vel.
■ Veitingahús
Laundromat með
besta brunch-inn
Fyrsta bláa endurvinnslu-
tunnan var afhent í Kópa-
vogi í gærmorgun.
Ármann Kr. Ólafs-
son, bæjarstjóri Kópa-
vogs, færði Guðrúnu
Benediktsdóttur, íbúa
í Brekku smára í Kópa-
vogi, fyrstu tunnuna.
Fram kemur í tilkynn-
ingu Kópavogsbæjar að
á næstu dögum og vikum
verði tunnum dreift til
allra bæjarbúa.
„Kópavogsbær er
fyrsta sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu til að bjóða slíka þjón-
ustu. Þar með geta bæjarbúar flokkað sorp beint í endurvinnslutunnu
við heimili sitt,“ segir í tilkynningunni, en markmiðið er sagt vera að
hvetja til endurvinnslu og draga úr úrgangi sem fari til urðunar.
„Eftir breytingarnar hafa bæjarbúar aðgang að tveimur tunnum við
heimili sitt; einni grárri fyrir almennt sorp og annarri blárri þar sem í
fara dagblöð, fernur, bylgjupappi og fleira sem síðan er sent til endur-
vinnslu.“ Fulltrúar frá Kópavogsbæ og Íslenska gámafélaginu hafa
síðustu vikur gengið í fjölbýlishús í bænum og kynnt nýtt fyrirkomu-
lag í sorphirðu. Kostnaður við bláu tunnurnar er innifalinn í sorp-
hirðugjöldum. - óká
Endurvinnslutunnum dreift í Kópavogi:
Fyrsta bláa tunnan
afhent íbúa í gær
FÉKK FYRSTU TUNNUNA Guðrún Benediktsdóttir,
íbúi í Brekkusmára, og Ármann Kr. Ólafsson,
bæjarstjóri Kópavogs. MYND/KÓPAVOGSBÆR
GÓÐ HÚSRÁÐ Tyggjó losað úr hári
Úrræði sem komið geta í veg fyrir að skærunum sé beitt.
Stundum kemur það fyrir að tyggigúmmí klínist í hár.
Börn (og fullorðnir) hafa til dæmis lent í því að
sofna með tyggjóið í munninum og vaknað svo
með það í hárinu. Til þess að forða hárinu frá
skærunum og tísku- eða útlitsslysi þar með hefur fólk brugðið á
margvísleg ráð í gegnum tíðina. Ein leið er að setja majónes í hárið og láta
liggja í um tíu mínútur áður en reynt er að ná öllu saman úr. Sumir nota jafn-
vel hnetusmjör og enn aðrir leggja til notkun á WD-40 spreyi, en ákveðinn
hópur fólks telur slíkt efni geta fengist við flestan vanda.
Margir eru farnir að huga
að garðinum, en á vorin
verður fólk að hafa varann
á og passa að fara til dæmis
ekki of fljótt út með ungar
plöntur.
„Vorin eru alltaf svolítið óstöðugur
tími og maður veit aldrei hvernig
veðrið er,“ segir Steinunn Reynis-
dóttir, garðyrkjufræðingur hjá
Garðheimum. Hún segir því best að
hafa varann á í garðinum. Ef farið
sé út með plöntur sé gott að breiða
yfir þær akríldúk eða hafa þær í
vermikössum.
Hún segir um að gera að stinga
upp garða og fá loft í jarðveginn á
næstunni, áður en farið er í frekari
verk. Einnig sé tímabært að bera
á gras.
„Nú er líka tíminn til að sá fyrir
matjurtum inni, ef fólk er að hugsa
um það. Svo er yfirleitt farið með
þær út í lok maí eða byrjun júní.“
Hún segir best að huga að því að
gróðursetja úti þegar hætt er að
frysta á næturnar, en borið hefur
á næturfrosti undanfarið. „Þegar
það er frost á næturnar er um að
gera að passa að vökva plönturnar
yfir hádaginn, svo þær nái að draga
í sig einhvern vökva og séu betur
varðar gegn þessu. Þá þarf bara að
passa að skrúfa fyrir aftur í tíma
svo þær séu búnar að draga vökv-
ann upp í sig áður en frystir á ný.“
Fólk missir þó ekki af lestinni
þótt ekki sé allt sett niður í lok
maí. Hægt er að setja ýmislegt
niður í garðinn seinna. „Þetta er
aðallega spurning um að þá getir
þú ekki nýtt þér allar tegundir,
en til dæmis blaðsalat og jafnvel
kartöflur er hægt að setja niður
vel fram í júní. Jarðvegshitinn þarf
að nást aðeins upp, heppilegt er að
hann sé kominn í sex til átta gráður
fyrir matjurtir.“
thorunn@frettabladid.is
Vorin alltaf
óstöðugur tími
VORVERKIN Steinunn segir um að gera að stinga upp garða og bera á gras núna. Ef
farið er út með plöntur er best að breiða yfir þær akríldúk eða hafa þær í vermi-
kössum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI