Fréttablaðið - 10.05.2012, Page 18
10. maí 2012 FIMMTUDAGUR18
Umsjón: nánar á visir.is
Samkeppniseftirlitið er með til
athugunar hvort unnt sé að setja
kaupum Reiknistofu bankanna
(RB) á Teris skilyrði sem tryggi
nýjum og smærri keppinautum
fullan aðgang að öllum kerfum og
allri þjónustu sem sameinað fyrir-
tæki innir af hendi. Þetta kom fram
í ræðu Páls Gunnars Páls sonar, for-
stjóra Samkeppniseftirlitsins, á
málþingi um framtíð Sparisjóðanna
sem fram fór á þriðjudag.
Teris er upplýsingatæknifyrir-
tæki sem sérhæfir sig í lausnum
fyrir fjármálafyrirtæki. Það
byggir á grunni Tölvumið stöðvar
Sparisjóðanna. Stærsti eigandi
Teris var Byr sparisjóður með 36
prósenta eignarhlut, sem nú hefur
runnið inn í Íslandsbanka. Íslands-
banki á líka 22,3 prósenta hlut í RB,
sem rekur sameiginlega tölvumið-
stöð banka og sparisjóða á Íslandi.
RB gerði skuldbindandi tilboð
í hluta af eignum Teris í janúar
síðast liðnum sem var háð samþykki
Samkeppniseftirlitsins. Í ræðu Páls
Gunnars kom fram að málið væri
enn til meðferðar í eftirlitinu. Þá
sagði hann að „hér skal upplýst að
Samkeppniseftirlitið hefur nú til
athugunar hvort unnt sé að setja
þeim samruna skilyrði.“ -þsj
Samkeppniseftirlitið um kaup RB á Teris:
Athuga hvort setja
eigi samruna skilyrði
FORSTJÓRI Páll Gunnar Pálsson hélt
erindi á málþingi um framtíð Sparisjóð-
anna sem fram fór á þriðjudag.
Verðbólga á Íslandi verður yfir sex
prósent út árið 2014, stýri vextir
munu hækka og gengi íslensku
krónunnar mun lækka að meðal-
tali um fimm prósent á ári næstu
tæpu þrjú árin gangi hagspá grein-
ingardeildar Arion banka fyrir
árin 2012-2014 eftir. Hún var
kynnt á morgunverðarfundi í gær.
Í hagspánni, sem ber nafnið
„Hagvöxtur í skjóli hafta“, segir
meðal annars að hagvöxtur verði
keyrður áfram af einkaneyslu og
fjárfestingu á tímabilinu. Að mati
greiningardeildarinnar hefur
hrein staða þjóðarbúsins batnað
en óvissa ríkir um sjálfbærni
vaxtar til lengri tíma.
Greiningardeildin telur hins
vegar að verðbólga muni haldast
há út árið 2014 og að hún verði
yfir sex prósent allt tímabilið.
Ástæðurnar er að finna í veikara
gengi og hækkun á launum og
fasteignaverði. Þá kemur fram
í hagspánni að höfundar hennar
telja að stýrivextir Seðla bankans
muni hækka um 1,75 prósent
fram til loka árs 2013 og að gengi
krónunnar muni lækka um að
meðaltali fimm prósent á ári á
spátímabilinu öllu. -þsj
Ný hagspá Arion banka:
Verðbólga há og
gengi krónu lækkar
ÁRSFUNDUR
EFTIRLAUNASJÓÐS FÍA
Ársfundur Eftirlaunasjóðs FÍA verður haldinn
fimmtudaginn 24. maí, kl. 14.00 í Grjótsnesi,
Hlíðarsmára 8, Kópavogi.
Dagskrá fundarins fer eftir samþykktum sjóðsins
og 30. gr. laga nr. 129/1997 um starfsemi
lífeyrissjóða.
Allir sjóðfélagar eiga rétt til fundarsetu með
málfrelsi og tillögurétt.
Ársfundargögn má nálgast í Hlíðarsmára 8, á
vefsíðu sjóðsins, www.efia.is og í höfuðstöðvum
Arion banka, Borgartúni 19.
ATVINNULÍFIÐ Hagsmunasamtök
atvinnulífsins hafa rætt óform-
lega um nánara samstarf sín á
milli. Starfsemi hagsmunasam-
taka atvinnurekenda er nokkuð
umfangsmikil og er vonast eftir
því að nánara samstarfi geti fylgt
aukið hagræði.
„Þetta er enn á óformlegu frum-
stigi en menn eru að velta fyrir
sér hvort hægt sé að sinna þessu
hlutverki öðruvísi eða betur. Það
eru margir aðilar í þessu og ekki
allir með á hreinu hver gerir hvað
þannig að menn eru að þreifa hver
á öðrum um mögulega nánara sam-
starf,“ segir Hreggviður Jónsson,
formaður Viðskiptaráðs.
Vilmundur Jósefsson, for maður
Samtaka atvinnulífsins (SA), segir
að óformlegar viðræður hafi
átt sér stað en þær séu skammt
á veg komnar. „Menn hafa velt
fyrir sér hvort betra sé að vinna
saman að ákveðnum málum og þá
sérstaklega efnahags- og grein-
ingarmálum. Það gæti þá átt sér
stað í einhvers konar hagdeild
atvinnulífsins. En svo er auðvitað
spurningin hvort slíkt samstarf
myndi kosta meira en núverandi
starfsemi en því megum ekki við,“
segir Vilmundur.
Starfsemi hagsmunasamtaka
atvinnulífsins er nokkuð umfangs-
mikil. Þannig eru 18 starfsmenn
á skrifstofu SA samkvæmt vef-
síðu þeirra en SA eru heildarsam-
tök íslenskra atvinnurekenda. Þá
starfa samanlagt 48 til viðbótar
á skrifstofum sjö aðildarfélaga
samtakanna samkvæmt vefsíðum
þeirra.
Auk SA vinnur Viðskiptaráð að
hagsmunum og bættu starfsum-
hverfi atvinnulífsins. Þá eru nokkur
önnur samtök starfandi sem vinna
að hagsmunum ákveðinna kima
atvinnulífsins og má í því samhengi
nefna Félag atvinnurekenda og Bíl-
greinasambandið.
Á skrifstofu Viðskiptaráðs starfa
8 starfsmenn samkvæmt vefsíðu
ráðsins. Þá starfa 3 á skrifstofu
Félags atvinnurekenda og 2 á skrif-
stofu Bílgreinasambandsins. - mþl
Rætt hefur verið um að koma á fót sameiginlegri hagdeild atvinnulífsins:
Hagsmunafélög ræða nánara samstarf
VILMUNDUR JÓSEFSSSON HREGGVIÐUR JÓNSSON
ER AUKNINGIN sem hefur orðið á verði hlutabréfa í Högum á því hálfa ári sem liðið er frá því
að félagið var skráð á markað. Verðið var 19,0 krónur á hlut við lokun Kauphallarinnar í gær.40,74%
Þeir sem hafa komið með fé inn í
landið á grundvelli fjárfestinga-
leiðar Seðlabanka Íslands hafa
fengið um 16 prósenta afslátt
á þeim eignum sem þeir hafa
keypt fyrir féð. Alls hafa komið
um 42 milljarðar króna inn í
landið í gegnum leiðina í þremur
út boðum. Stærstur hluti þátt-
takendanna er erlend móðurfélög
innlendra félaga.
Alls hafa komið inn um 211
milljónir evra í gegnum fjár-
festingaleiðina svokölluðu í
þremur gjaldeyrisútboðum sem
fram hafa farið á þessu ári. Hún
gengur þannig fyrir sig að áhuga-
samir fjárfestar geta flutt fé inn í
landið í gegnum gjaldeyrisútboð
Seðlabankans gegn því að þeir
skuldbindi sig til að fjárfesta
fyrir jafnháa upphæð í erlendum
gjaldeyri og bindi fjárfestinguna
á Íslandi í fimm ár hið minnsta.
Sá helmingur fjárfestingar-
innar sem kemur inn í landið í
gegnum gjaldeyrisútboðin fæst
á útboðsgengi Seðlabankans, en
samkvæmt því greiðir bankinn
238,8 krónur fyrir hverja evru.
Rúmlega 105 milljónir evra komu
inn í landið á útboðunum þremur.
Virði þeirra í íslenskum krónum
er því um 25 milljarðar króna.
Fjárfestarnir fá því um 32 pró-
senta virðisaukningu ofan á þá
upphæð sem þeir komu með inn í
gegnum fjárfestingaleiðina.
Hinum helmingnum sem fjár-
festarnir verða að koma með inn
þurfa þeir að skipta í íslenskar
krónur á opinberu gengi Seðla-
bankans. Samkvæmt því fást
162,4 krónur fyrir hverja evru.
Þær 105 milljónir evra sem
komu inn í landið til viðbótar
við þær sem komu inn í gegnum
gjaldeyris útboðin eru því um 17
milljarða króna virði. Samtals
nema því fjárfestingar á grund-
velli fjárfestingaleiðarinnar um
42 milljörðum króna.
Heildarafslátturinn sem þátt-
takendur í þessari leið fá af
íslenskum fjárfestingum er því
um 16 prósent.
Í tilkynningu sem Seðla bankinn
birti í gær um niður stöður gjald-
eyrisútboða kom fram að um 60
prósentum þeirrar upphæðar sem
Fá 16 prósenta afslátt af
íslenskum eignum
Um 42 milljarðar króna hafa komið inn í landið á grundvelli fjárfestingaleiðar
Seðlabankans. Þorri þeirra sem tekið hafa þátt í henni er erlend móðurfélög
íslenskra félaga. Þau fjárfesta langmest í hlutabréfum og skuldabréfum.
HÖFT Alls hefur Seðlabankinn tekið 95 tilboðum í gegnum fjárfestingaleiðina.
Már Guðmundsson er seðlabankastjóri. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Þegar fjárfestingaleiðin var kynnt í nóvember 2011 sagði Már Guðmundsson
seðlabankastjóri á blaðamannafundi að „í stuttu máli erum við núna að
opna leið fyrir hinar svokölluðu aflandskrónur[...] til að koma inn í innlent
efnahagslíf.“ Í tilkynningu Seðlabankans í gær segir hins vegar að „þátttaka í
fjárfestingaleiðinni með svonefndar aflandskrónur hefur verið hverfandi.“
Már bendir á að eigendur aflandskróna, sem hafi átt þær samfellt frá 28.
nóvember 2008 þegar gjaldeyrishöftin voru sett á, geti óskað eftir undan-
þágu til að flytja þær inn eftir sömu forsendum og gilda í fjárfestingaleiðinni
án þess að binda þær í ákveðnum fjárfestingum. Því hafi mikið af aflands-
krónum komið inn í landið. „Þeir sem eiga aflandskrónur og höfðu eignast
þær fyrir hrun geta flutt þær beint inn án þess að taka þátt í útboðunum. En
að þær hafi farið í beina fjárfestingu, það er hverfandi og hefur verið mjög
lítið.“
Þátttaka með aflandskrónur hverfandi
komið hefði inn í landið í gegnum
fjárfestinga leiðina hefði verið
varið til kaupa á hlutabréfum í
íslenskum félögum, 29 prósentum
hennar í kaup á skulda bréfum, tíu
prósentum í kaup á fasteignum
og einu prósenti í fjárfestingar í
verðbréfasjóðum.
Í ti lkynningunni stendur
síðan orðrétt: „Fjárfestingar
í fast eignum eru í flestum til-
vikum smáar og framkvæmdar
af íslenskum einstaklingum
sem búa erlendis og/eða hyggja
á heimflutning. Stærstu fjár-
festingarnar í hlutabréfum og
skuldabréfum eru erlendra
móðurfélaga innlendra félaga.
Enn fremur er nokkuð um fjár-
festingar erlendra aðila í ný-
stofnuðum hluta félögum.“
thordur@frettabladid.is