Fréttablaðið - 10.05.2012, Side 20

Fréttablaðið - 10.05.2012, Side 20
20 10. maí 2012 FIMMTUDAGUR Allt frá því að smálánafyrirtæki hófu innreið sína á íslenskan lánamarkað höfum við leitað leiða til að koma böndum á starfsemi þeirra og skapa henni eðlileg mörk. Í fyrra lagði ég fram frumvarp þess efnis, sem dagaði uppi á Alþingi. Þá hófst í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu undirbúningur að því að regla starfsemi smálánafyrirtækjanna innan ramma nýrra laga um neytendalán, eins og nú er lagt til í nýju frumvarpi. Það er mikilvægt að muna hvers vegna ástæða er til að setja hömlur á umsvif smálánafyrirtækja. Lærdómur okkar af nýafstöðnu hruni og útlánabólu í aðdrag- anda þess á að vera sá að við krefjum fjármálafyrirtæki um ábyrga viðskipta- hætti. Við viljum ekki að fólk sé hvatt til ofskuldsetningar. Við viljum að lán séu einungis veitt þeim sem gerir sér glögga grein fyrir ábyrgðinni sem í lán- tökunni felst og að vaxtakjör og skilmál- ar séu öllum ljósir. Við vitum nefnilega af fenginni reynslu að lán getur verið bölvað ólán. Smálánafyrirtækin gera ekkert af þessu. Þau lána ekki til verðmæta- myndunar, heldur til að bjarga neyslu- þörf fyrir horn. Lánað er til stutts tíma með gríðarlegum okurvöxtum. Ekki er kannaður bakgrunnur lántaka og í aug- lýsingum er lögð áhersla á einfaldleika og tafarlausa afgreiðslu allan sólar hringinn. Beint er þannig höfðað til þeirra sem ekki hafa forsendur til að meta afleið- ingar lántökunnar og til þeirra sem eru orðnir uppiskroppa með skotsilfur á öldurhúsi um miðja nótt. Hámarksupp- hæð sem veitt er að láni í hvert skipti er svo lág að allar líkur eru á að foreldrar og aðstandendur hlaupi undir bagga með skuldurum, ef þeir eru ekki í færum til að standa skil á okurvöxtunum. Þannig getur svikamyllan haldið áfram. Nú reynir á að Alþingi stemmi þessa á að ósi. Hámarksupphæð sem veitt er að láni í hvert skipti er svo lág að allar líkur eru á að foreldrar og aðstand- endur hlaupi undir bagga... FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 greinar@frettabladid.is Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN FRÁ DEGI TIL DAGS HALLDÓR Um smálán Fjármál Árni Páll Árnason alþingismaður V anskil ársreikninga til réttra yfirvalda virðast land- lægur vandi á Íslandi. Fréttablaðið sagði frá því á þriðjudaginn að vel á fjórða þúsund félaga hefðu ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2010 til ríkisskattstjóra, eins og þeim ber lögum samkvæmt. Málum sex félaga hefur verið vísað til skattrannsóknarstjóra af þessum völdum. Þetta er vandamál af mörgum ástæðum. Skattayfirvöld geta ekki haft nauðsynlegt eftirlit með því að fyrirtækin standi skil á sköttum og skyldum. Trassa- skapurinn kemur sömuleiðis niður á gegnsæi í viðskipta- lífinu; um eignarhald, umsvif, skuldastöðu og margt annað. Að skila ekki ársreikningi á réttum tíma er að sjálfsögðu klárt brot á lögum, sem Alþingi hefur sett. Enda setti þingið í lögin um ársreikninga ákvæði um viðurlög í formi fésekta. En hvernig fyrirmynd eru þá stjórnmálaflokkarnir, sem stóðu að því að setja lögin? Í fyrradag kom út skýrsla Ríkisendur- skoðunar um starfsemina á síðasta ári. Í formála að henni gagn- rýnir Sveinn Arason ríkisendurskoðandi stjórnmálaflokkana harðlega fyrir að skila ekki ársreikningum sínum til Ríkisendur- skoðunar á réttum tíma. „Ítrekað kemur fyrir að flokkar og frambjóðendur skila ekki upplýsingum til stofnunarinnar innan settra tímafresta. Til dæmis höfðu fjórir flokkar ekki skilað reikningum sínum vegna ársins 2010 fyrir 1. október 2011. Ég tel ámælisvert að flokkar sem eiga fulltrúa á Alþingi skuli ekki virða þau tímamörk sem þingið hefur sjálft sett þeim með lögum,“ segir ríkisendur- skoðandi. Þetta er alveg laukrétt hjá Sveini Arasyni. Lögin um fjár- reiður stjórnmálaflokka voru samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á Alþingi, af þingmönnum allra flokka sem þá áttu þar sæti. Í þeim eru svipuð ákvæði og í lögunum um ársreikn- inga, um að lagðar skuli fésektir á þá sem uppfylla ekki skilyrði þeirra. Þingmenn eru formenn flestra flokkanna og bera ábyrgð á starfsemi þeirra. Af hverju ætli þeim þyki svona erfitt að fara eftir lögum sem þeir settu sjálfir? Auðvitað hefur ekki staðið á afsökunum og útskýringum þegar spurt hefur verið af hverju flokkar skili ekki ársreikningum á réttum tíma. Annir, handvömm, erfitt að safna saman upp lýs- ingunum. Þetta eru sömu afsakanirnar og koma frá fyrirtækjum sem einhverra hluta vegna lenda í fréttum fyrir að skila ekki reikningum. Grundvallarspurningin er auðvitað þessi: Hvernig í ósköp- unum geta alþingismenn ætlazt til þess að aðrir fari eftir lögum sem Alþingi setur ef þeir treysta sér ekki til þess sjálfir? Stjórn- málaflokkarnir þurfa að hysja upp um sig og koma þessum málum í lag. Fyrirtæki og flokkar trassa að skila ársreikningum á réttum tíma: Vondar fyrir- myndir á Alþingi Ungmenni sem koma úr me›fer› flurfa öfluga endurhæfingu og virknifljálfun svo flau nái sem fyrst a› fóta sig í samfélaginu ÁLFASALAN 2012 Létt skotið „Yfirleitt hafa stofnanir tekið vel í ábendingar Ríkisendurskoðunar um innkaupamál en þó eru undan- tekningar á því.“ Svo segir í formála Sveins Arasonar ríkisendurskoðanda að nýútkominni ársskýrslu stofnunar- innar. Þarna er Sveinn augljós- lega að vísa til þess þegar Haraldur Johannessen ríkis- lögreglustjóri brást hinn allra versti við gagnrýni Sveins á viðskipti lögreglunnar við fyrirtæki starfsmanna sinna í fyrra. Sveinn er hófstilltur embættis- maður og skotið ber þess merki. Áreiti Síðar í sama formála segir: „Vera má að einhverjum ráðuneytum finnist nóg um og að áreiti af hendi stofnunarinnar sé of mikið.“ Þetta er líka yfirmáta kurteisleg gagnrýni á við- brögð stjórnsýslunnar við sjálfsagðri eftirgrennslan og aðfinnslum aðhalds- stofnunar á borð við Ríkisendur- skoðun. Það væri gaman að vita hvaða ráðuneyti hafa kvartað yfir slíku „áreiti“. Jörð til sölu Ögmundur Jónas- son er ekki par hrifinn af því að íslensk stjórnvöld ætli að hleypa kínverska auðmann- inum Huang Nubo upp á Grímsstaði á Fjöllum. Það hefur verið guði og mönnum ljóst um nokkurt skeið. Á vefsíðu sinni lýsir hann því að jörðin liggi að „viðkvæmum og afar verð- mætum ferðamannastöðum“, sem er ekki ástæða til að efast um, og veltir fyrir sér hvernig Ísland verði „eftir að auðkýfingar hafa keypt það allt upp?“ Ögmundur hrekkur örugg- lega í kút þegar hann áttar sig á því að ríkið býður nú til sölu hluta jarðarinnar Hólssels, sem gæti þess vegna fallið evrópskum auðkýfingum í skaut. Hólssel er einmitt næsta jörð við Grímsstaði. stigur@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.