Fréttablaðið - 10.05.2012, Side 25
FIMMTUDAGUR 10. maí 2012 25
Ég rakst á forsíðufrétt á Mbl.is með fyrirsögninni „ Spilaði
tölvuleik í heilt ár“. Ég var ekki
viss um við hverju ég átti að
búast, en við nánari athugun
kom í ljós að um var að ræða
stutta frétt þar sem stiklað var
á stóru í lífi norska fjöldamorð-
ingjans á tímabilinu 1995 til
2006, en samkvæmt fréttinni
spilaði hann meðal annars tölvu-
leikinn World of Warcraft dag-
lega í heilt ár. Svo virðist sem
tölvuleikjaspilun fjöldamorð-
ingjans hafi stungið meira í
augu fréttamannsins en stjórn-
málaþátttaka hans, kynni við
öfgahópa á borð við alþjóðlegu
riddararegluna eða aðrir þættir.
Aðrir fjölmiðlar birtu sambæri-
lega grein með svipaðri fyrir-
sögn, til dæmis notaði Huffing-
ton Post í Bretlandi fyrirsögnina
„Anders Breivik Played World
Of Warcraft ‘Full-Time‘ For A
Year“ og fjölmiðlar virðast ekki
draga það í efa að Breivik hafi
æft skotmiðið með aðstoð fyrstu-
persónu skotleiksins Call of
Duty: Modern Warfare, líkt og
hann segir sjálfur.
Þetta er ekki í fyrsta (og ekki
síðasta) sinn sem tölvuleikir hafa
verið tengdir með beinum eða
óbeinum hætti við ofbeldisverk.
Of margir fjölmiðlar falla í þá
gryfju (viljandi eða óviljandi) að
tengja tölvuleikjaspilun beint við
ofbeldisfulla hegðun, líkt og ofan-
greind fyrirsögn fréttarinnar
gerir. Hefði ekki verið réttara
að benda á öfga fullar skoðanir
fjöldamorð ingjans í fyrir-
sögninni í stað þess að minnast
á tölvuleikjaspilun hans? Hvað
með sjónvarpsefni? Lítil sem
engin umfjöllun hefur verið um
hvaða sjónvarpsefni hann horfði
á, hvaða íþróttum hann var
hrifnastur af eða hvernig tónlist
hann hlustaði á. Á heildina litið
skipta þessir þættir litlu sem
engu máli og hjálpa ekki til við að
útskýra ofbeldisverkin.
En hvers vegna tengja fjöl-
miðlar tölvuleikjaspilun oft við
ofbeldisfulla hegðun? Má kalla
það áróður, fordóma eða ein-
faldlega vanþekkingu frétta-
manna á tölvuleikjum? Fjöldi
tölvuleikjaspilara er gífurlegur,
eins og fjöldi þeirra sem horfa á
hryllingsmyndir eða lesa glæpa-
sögur, en í langflestum tilfellum
beina fjölmiðlar spjótum sínum
eingöngu að einum miðli; tölvu-
leikjum.
Samkvæmt tölum frá Enter-
tainment Software Association
(ESA) frá því í fyrra eru tölvu-
leikir spilaðir á 72% bandarískra
heimila, Interactive Software
Federation of Europe (ISFE)
segir að þriðji hver Evrópubúi
spili tölvuleiki og samkvæmt
tölum frá Hagstofu Íslands eru
leikjatölvur til staðar á 40%
íslenskra heimila. Ef ofbeldis-
fullir tölvuleikir myndu breyta
fólki í ofbeldismenn ætti tíðni
líkamsárása og morða að hækka
í takt við aukna tölvuleikja-
spilun, en hver sem er getur
heimsótt heimasíðu Hagstofu
Íslands og séð að engin tengsl
er að finna þar á milli. Ofbeldis-
fullir tölvuleikir breyta fólki
hreinlega ekki í morðingja.
Nánast undantekningarlaust
eru það ofbeldisfullir tölvu leikir
sem eru tengdir við glæpi. En
hvað með aðrar tegundir tölvu-
leikja? Hvað með þá sem spila
smáleikinn Angry Birds? Eru þeir
að safna saman dauðum fuglum
í poka og henda þeim í svínin í
Húsdýragarðinum og ásaka þau
um eggjastuld? Eða breytast þeir
sem hafa spilað bónda- og garð-
yrkjuleikinn FarmVille á Facebo-
ok í sérfræðinga í garðyrkjumál-
um og eru nú loksins færir um að
sinna búskap? Og geta skákmenn
ekki hætt að hugsa um hvað þá
langar ógurlega að drepa kónga?
Þegar ódæðisverk eru framin
stökkva fjölmiðlar á tölvuleikja-
spilun líkt og hundur á bein.
Tölvuleikjaspilun ódæðis-
mannsins skiptir meira máli en
sálræn vandamál hans, kvik-
mynda- og bókmenntasmekkur,
lífsviðhorf, erfið æska eða eitt-
hvað annað – og ekki má gleyma
að þetta býður upp á krassandi
fyrirsögn fyrir fréttina; „Myrti
konuna út af tölvuleik”. Með
slíkum fyrirsögnum og órök-
studdum tengslum tölvuleikja
við ofbeldi fá þeir sem spila ekki
tölvuleiki ranghugmyndir um
tölvuleiki sem hefur neikvæð
áhrif á ímynd tölvuleikjaspilara
og tölvuleikjaiðnaðarins í heild
sinni. Það er ávallt hægt að finna
svarta sauði sama á hvaða hóp
er litið.
Heilbrigt fólk gerir greinar-
mun á tölvuleik og raunveru-
leika. Eins og þegar skákmaður
finnur leiðir til að drepa kóng
andstæðingsins eða þegar fót-
boltamaður reynir að koma
boltanum í markið breytast
reglurnar. Það sama á við þegar
tölvuleikjaspilarinn spilar tölvu-
leik. Spilarar gera sér grein fyrir
því hvar mörkin liggja og vita vel
að þótt þeir drepi óvini á tölvu-
skjánum þá gilda aðrar reglur í
leiknum en raunveru leikanum.
Vissulega eru til ofbeldis fullir
leikir sem ekki eru ætlaðir
börnum en slíkir leikir eru
merktir í bak og fyrir.
Nú þegar 40 ár eru liðin frá því
að fyrsta leikjatölvan, Magnavox
Oddyssey, leit dagsins ljós getum
við hreinlega litið á fullorðna
tölvuleikjaspilara, sem eru lif-
andi dæmi þess að leikir breyta
fólki ekki í ofbeldisfull skrímsli.
Tölvuleikir breyta þér ekki í skrímsli
Samfélagsmál
Bjarki Þór
Jónsson
ritstjóri Nörd Norðursins
og stundar MA-nám
í tölvuleikjafræði og
-hönnun við Brunel
University í London
ISIO 4
með D-vítamíni
góð fyrir æðakerfið
ISIO4 er heilsusamleg blanda af olíum — auðug af
náttúrulegu E-vítamíni og viðbættu D-vítamíni.
Olíurnar fjórar sem sameinast í ISIO4, repju-, oléisol-,
sólblóma- og vínberjaolía, eru ríkar af E-vítamíni,
andoxunarefni sem verndar frumur l íkamans.
Auk þess inniheldur ISIO4 núna meira af D-vítamíni
sem hjálpar þér að styrkja ónæmiskerfið.
Hugsaðu um heilsuna og veldu ISIO4
með lífsnauðsynlegum Omega-3 fyrir h jarta og æ ðakerfi
og Omega-6 til að halda kólesteróli í skefjum.
Olían er bragðgóð og hentar vel í alla matargerð,
heita rétti sem kalda.
ÍS
LE
N
SK
A
S
IA
.IS
N
AT
5
80
50
0
3/
12
A
ÁLFASALAN
2012
Styrkjum börn og
fjölskyldur sem fljást
vegna áfengis- og
vímefnaneyslu