Fréttablaðið - 10.05.2012, Qupperneq 33
| FÓLK | 3TÍSKA
■ Victoria Beckham
Victoria Beckham er útivinn-
andi móðir fjögurra barna með
vaxandi tískuhönnunarfyrir-
tæki á sínum snærum. Sumir
telja að hún hafi orðið of mikið
að gera og hafi verið þreytu-
leg að undanförnu. Banda-
rísk tískulögga telur að nú sé
kominn tími á frú Beckham
að taka sér frí. Ástæðan er sú
að hún var langt komin á leið
í skóla sonar síns þegar hún
áttaði sig á því að hún hafði
gleymt barninu heima.
GLEYMDI
BARNINU
■ Brad Pitt
Fagrar kvikmyndastjörnur hafa
verið andlit hins þekkta ilms
Chanel No. 5 í 90 ár. Í fyrsta
skipti í sögunni verður breyting
þar á. Nú á karlmaður að aug-
lýsa ilminn og það er enginn
annar en hinn kynþokka-
fulli Brad Pitt sem hefur verið
fenginn til þess.
Hann fetar þar með í fót-
spor kvikmyndastjarnanna
Catherine Deneuve, Lauren
Hutton, Estella Warren, Ali
MacGraw, Nicole Kidman og
fleiri. Það var hins vegar stór-
stjarnan Marilyn Monroe sem
gerði þennan ilm heimsfrægan
á sínum tíma sem fyrsta andlit
ilmsins. Í viðtali árið 1954 var
hún spurð í hverju hún svæfi
og svarið vakti heimsathygli:
„Í fimm dropum af Chanel No.
5.“ Þar með fékk Chanel tísku-
húsið sína stærstu auglýsingu
og það ókeypis.
Auglýsingaherferðin með
Brad Pitt verður tekin upp í
London í næstu viku. Þetta er
ekki í fyrsta skipti sem Brad
Pitt situr fyrir í auglýsingu.
Frægustu auglýsingarnar eru
þegar hann auglýsti Levi´s
gallabuxur árið 1991.
NÝTT ANDLIT
CHANEL NO. 5
Nú er að renna upp sá tími að hægt verður að klæðast þunnum og sætum sumarkjólum. Stelpur geta alltaf
blómum á sig bætt og fáar slá hendinni á
móti nýjum fallegum kjól. Því er tilvalið að
gramsa í fataskápnum hjá eigin manninum,
kærastanum eða pabba gamla og finna
gamla skyrtu sem legið hefur ónotuð í
langan tíma. Því sumarlegri og skrautlegri
sem skyrtan er því betra. Svo er bara að
hefjast handa við að breyta skyrtunni í
flottan sumarkjól á dótturina, frænkuna eða
litla vinkonu.
Á netinu má finna ógrynni síðna sem
veita upplýsingar og sýnikennslu við verkið
en þetta á að vera mjög lítið mál og taka
einungis tvo til þrjá klukkutíma. Það eina sem
þarf til auk skyrtunnar er efni til að nota í
mittisband, teygja og að sjálfsögðu saumavél.
Hér er dæmi um síðu þar sem finna má
góðar upplýsingar hvernig á að bera sig að,
www.danamadeit.com ■ lbh
GAMALLI SKYRTU BREYTT Í KJÓL
Á netinu má finna fjölda síðna með upplýsingum og myndum um
hvernig má breyta fötum og endurnýta þau.
Allt í einni túpu. Raki, vörn og lýtalaus áferð.
Nýtt. DayWear B·B Creme SPF35
Með öflugusta andoxunarkrafti hingað til.*
Þetta létta krem gefur þér jafnan lit og heilbrigt útlit á augabragði.
Öflug vörn með andoxunarefnum og SPF 35. Fullkomin ásýnd
og olíulaus rakagjöf. Fáanlegt í tveimur litum.
*Á tilraunastofu þar sem bornir voru saman eiginleikar „Super Anti-Oxidant Complex og önnur mikið notuð
andoxunarefni eins og Alpha-Lipoic acid, Kinetin, C- vitamín, E-vitamín, Coenzyme Q10 og Idebenone
Þessi glæsilega gjöf fylgir
ef þú kaupir Daywear krem*
Estée Lauder verslanir
*Meðan birgðir endast.
Verðgildi gjafarinar er ca. kr. 12.700
Gjöfin þín