Fréttablaðið - 10.05.2012, Síða 35
GARÐURINN |FÓLK
Í hartnær aldarfjórðung höfum við einbeitt okkur að alhliða viðhalds-þjónustu fyrir garða og lagt áherslu á að garðeigendur finni allar lausnir á einum stað,“ segir Brynjar Kjærnested, framkvæmdastjóri
Garðlistar, sem hefur sérhæft sig í fegrun og þjónustu við íslenska garða
í 23 ár.
„Í maí er mikilvægt að hreinsa til í görðum, klippa tré og runna og
bera áburð og arfaeitur í blómabeð til að létta á viðhaldi yfir sumar-
tímann,“ segir Brynjar. „Þá byrjar sláttur upp úr miðjum maí og sífellt
vinsælla er að vera með slátt í áskrift hjá okkur, en þá fylgjumst við með
sprettunni og komum reglulega til að slá.“
Garðlist sinnir hvers kyns viðhaldi á görðum og grænum svæðum
fyrir einstaklinga, húsfélög og bæjarfélög.
„Langflestir af okkar viðskiptavinum eru með allt sem lýtur að
garðinum í áskrift; trjáklippingar, beðhreinsun, slátt, úðun, plöntun sumar-
blóma og hvaðeina sem þarf til að garðurinn sé vel hirtur og í blóma. Á 23
árum hefur enda mikil þekking og reynsla safnast í Garðlist og því þægi-
legt og traust að fá garðyrkjumenn okkar í verkið,“ segir Brynjar.
Garðlist tætir einnig trjáboli eftir að tré hafa verið felld. „Gamlir trjá-
bolir eru oft til óyndis á miðju túni eða í beðum,“ segir Brynjar.
Hann bendir garðeigendum á að vera vakandi fyrir trjámaðki sem
vaknar til lífsins í lok maí og panta þá úðun sem fyrst.
GARÐLIST Í 23 ÁR
GRÓÐUR Maímánuður er mikilvægur til að huga
að ýmsum garðverkum fyrir sumarið.
Vilmundur Hansen, blaðamaður og garðyrkjufræðingur, er með ókeypis garðyrkjuráðgjöf á Facebook sem margir notfæra sér. Ræktaðu garðinn þinn nefnist síðan sem hefur tæplega sjö
þúsund vini. Margir senda inn fyrirspurnir á síðuna sem Vilmundur
og fleiri spekingar svara. Þeir sem lesa verða því margs vísari þar
sem þarna koma upp ótrúlegustu spurningar og svör.
Spurt var á síðunni hvað best væri að gera þegar flugur verpa í
blöðin og þau rúllast upp. Svar frá Vilmundi barst strax:
Þú getur reynt að úða með einni eða öllum af eftirfarandi blöndum.
GARÐYRKJURÁÐ
Á FACEBOOK
■ Góðar leiðbeiningar
SÁPA OG SÓDAVATN
0,8 lítrar vatn
0,1 lítri sódavatn
0,1 lítri græn- eða
brúnsápa
Sápan er leyst
upp í vatninu og
sódavatninu bætt
út í síðast. Hellt í
brúsa og úðað yfir
plönturnar.
RAUÐSPRITT OG
PARAFFÍNOLÍA
1 lítri vatn
0,1 lítri paraffínolía
1 teskeið rauðspritt
Olíunni og rauð-
sprittinu hrært
saman við vatnið og
úðað yfir plönturnar.
RABARBARABLÖÐ
10 til 12 blöð af
rabarbara
4 matskeiðar
grænsápa eða önnur
vistvæn sápa
5 lítrar af vatni
Blöðin eru soðin
í vatni í lokuðum
potti við vægan
hita í þrjár klukku-
stundir. Að því
loknu eru mauk-
soðin blöðin síuð
frá, sápunni blandað
í heitan vökvann og
hrært í þar til sápan
leysist upp. Síðan er
vökvinn látinn kólna
áður en honum er
úðað yfir plönturnar.
Yfirleitt þarf að úða
nokkrum sinnum
meðan á maðka-
tímabilinu stendur
til að ná góðum
árangri.
FAGMENNSKA Í
FYRIRRÚMI
Brynjar segir æ fleiri
garðeigendur vilja
eiga frí um helgar
og því fái þeir garð-
yrkjumenn í áskrift í
garðvinnuna.
MYND/PJETUR
Tuttugu ár eru liðin síðan tímaritið Sumarhúsið og garðurinn var fyrst gefið út. Í byrjun var blaðinu
dreift til sumarhúsaeigenda undir
nafninu Sumarhúsið, en útgáfa þess
hófst árið 1992.
„Tveimur árum síðar keypti eigin-
maður minn, Páll Jökull Pétursson,
blaðið ásamt Gunnari Jóhannssyni sem
átti það með honum í 2 ár. Árið 2000
var svo blaðið boðið í áskrift og sam-
einaðist garðyrkjuritinu Við ræktum
árið 2003 undir núverandi nafni, Sumar-
húsið og garðurinn. Árið 2006 keypti
útgáfan garðyrkjuritið Gróandann en
þegar sýnt var að rekstur þess tímarits
stæði ekki undir sér var hann sam-
einaður Sumarhúsinu og garðinum en
núverandi eigendur tímaritsins eru
ég, Páll Jökull og sonur minn, Mörður
Gunnarsson Ottesen,“ segir Auður.
Auður segir þau hjónin hafa flutt
með fyrirtæki sitt til Selfoss nýlega.
„Við höfum verið að moldvarpast
hérna í garðinum hjá okkur, plantað
alls kyns trjám svo sem epla-, peru-,
kirsuberja- og plómutrjám og erum
að standsetja matjurtasýningargarð.
Þar verða kúrbítar, tómatar, aspas,
kryddjurtir og hefðbundnar matjurtir.
Við eigum því færi á að halda verkleg
námskeið í matjurta- og kryddrækt.“
Auður hefur í gegnum tíðina boðið upp
á fræðslu með námskeiðahaldi og ráð-
gjöf til garðeigenda. Hjónin eru með
fleiri járn í eldinum því fyrirtæki þeirra
gefur út bækur.
Fyrsta upplag bókarinnar Árs tíðirnar
í garðinum seldist upp hjá þeim en
önnur prentun er í prentvélunum og
fjórða úgáfa bókarinnar Matjurtir í
endurvinnslu er líka í prentun. Þá
hefur Páll Jökull unnið að gerð ferða-
mannabæklinga fyrir landshlutasamtök
í ferðaþjónustu til fjölda ára. Fyrir-
tæki þeirra býður einnig heildarlausnir
í útgáfumálum, þar á meðal umbrot,
hönnun, ljósmyndun og prentun og
það hefur einnig staðið fyrir sýninga-
og ráðstefnuhaldi.
Á TÍMAMÓTUM
SUMARHÚSIÐ OG GARÐURINN KYNNIR Ritstjóri tímaritsins Sumarhúsið og
garðurinn, Auður I. Ottesen, stendur í stórræðum á 20 ára afmæli blaðsins. Þá
er hún að standsetja lystigarð við nýtt aðsetur fyrirtækisins á Selfossi.
ÚTGÁFA Fyrirtæki Auð-
ar hefur lengi gefið út
bæði bækur og tímarit.
SUMARHÚSIÐ
& GARÐURINN
Vandað og áhugavert lífsstílstímarit um allt
sem viðkemur garðyrkju og sumarhúsalífi .
Blaðið kemur út fi mm sinnum á ári og er
uppfullt af fróðleik og skemmtilegu lesefni.
Velkomin í áskrifendahópinn!
Afmælistilboð í tilefni af 20 ára afmæli
tímaritsins, þrjú næstu blöð á kr. 2.868
og að auki fylgja þrjú eldri blöð með.
Áskrift í síma 578-4800 og á www.rit.is
Áskrift í eitt ár og kostar kr. 4.780 sé greitt með greiðslukorti.
T Í M A R I T I Ð
Tilboð á
áskrift
Þrjú fræbréf fylgja
með áskriftinni
meðan birgðir enda
st
Á afmælisárinu
verður sögu blaðs-
ins minnst með
ýmsum hætti. „Við
höfum fengið fimm
rithöfunda til að
frumsemja smá-
sögur sem birtast í
hverju blaði. Þriðja
tölublaðið verður
viðhafnarútgáfa og
efnt verður til hátíð-
ar í tilefni tímamót-
anna,“ segir Auður.