Fréttablaðið - 10.05.2012, Side 58

Fréttablaðið - 10.05.2012, Side 58
10. maí 2012 FIMMTUDAGUR46 Ad-Rock, eða Adam Horovitz, úr Beastie Boys hefur þakkað aðdáendum hljómsveitarinnar fyrir stuðn- inginn eftir að félagi hans, Adam Yauch, féll frá. Hann lést á föstudaginn, 47 ára, eftir þriggja ára baráttu við krabbamein. „Eins og þið getið ímyndað ykkur eru menn í miklu uppnámi,“ skrifaði Ad-Rock á bloggsíðu Beastie Boys. „En mig langar að þakka öllum vinum okkar og fjölskyldu fyrir ást og stuðning. Ég er ánægður með að ástin sem Yauch dreifði út í heiminn sé að koma aftur til hans. Takk fyrir.“ Meðal þeirra sem hafa spilað til heiðurs Yauch undan farið eru Coldplay og Red Hot Chili Peppers. Þakkar fyrir stuðninginn FALLINN FRÁ Adam Yauch lést eftir baráttu við krabba- mein. Grímuklæddi tónlistarmaðurinn Gabríel hefur sent frá sér sitt annað lag, Sólskin. Í þetta sinn fékk Gabríel til liðs við sig Unnstein Manuel Stefáns- son, söngvara Retro Stefson. Rapparinn Opee syngur einnig í laginu en hann kom einnig við sögu í fyrsta lagi Gabríels, Stjörnuhröp, ásamt Valdi- mari Guðmundssyni. Hljómjöfnun í Sólskini var í höndum Chris Athens sem hefur unnið fyrir Usher, Coldplay, Beastie Boys, AC/DC og fleiri. Gabríel er þegar farinn að huga að sínu þriðja lagi, auk þess sem hann spilar á Airwaves-hátíðinni. Gabríel gefur út Sólskin GABRÍEL OG FÉLAGAR Annað lag Gabríels, Sólskin, er komið út. Tim Burton vill taka sér hlé frá kvikmyndagerð í dálítinn tíma áður en hann hefur störf á nýjan leik. Leikstjórinn verður önnum kafinn út þetta ár. Frumsýndar verða myndir hans Dark Shadows og Frankenweenie, auk myndar- innar Abraham Lincoln: Vampire Hunter sem hann framleiddi. „Ég held að ég þurfi á hvíld að halda. Það er frekar vandræða- legt að vera með þrjár myndir á einu ári. Ég er strax orðinn leiður á mér,“ sagði Burton við Collider. com. Hann útilokar heldur ekki að leik- stýra fram- haldinu af Beetlejuice fái hann gott handrit upp í hendurnar. Þarf á hvíld að halda TIM BURTON Leikstjórinn hefur í nógu að snúast á þessu ári. Kammerpoppsveitin Útidúr er á leiðinni í tónleikaferð til Kanada. Þar spilar hún ásamt þarlendu hljómsveitinni Brasstronaut. Tónleikaferðin hefst 29. maí í Bresku-Kólumbíu og lýkur 22. júní í Montreal. Alls verða tón- leikarnir tuttugu talsins hjá þessari tólf manna hljómsveit. Fyrsta plata Útidúrs, This Mess We´ve Made, kom út fyrir tveimur árum. Hljómsveitin fór síðasta sumar í sína fyrstu tón- leikaferð erlendis þegar hún sótti Þýskaland heim. Útidúr til Kanada TIL KANADA Hljómsveitin Útidúr er á leiðinni til Kanada. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.