Fréttablaðið - 10.05.2012, Page 70

Fréttablaðið - 10.05.2012, Page 70
10. maí 2012 FIMMTUDAGUR58 SUMARSLAGARINN FRÉTTIR AF FÓLKI „Við höfum tekið eftir aukinni eftir spurn eftir þjónustu á borð við þessa frá útlendingum niðri í bæ,“ segir Darri MacMahon, annar eig- andi hins nýstofnaða fyrirtækis Reykjavík by Night. Fyrirtækið sérhæfir sig í að lóðsa ferðamenn um hið margróm- aða næturlíf Reykjavíkur borgar. Darri og félagi hans, Hlynur Frið- finnsson, stofnuðu fyrirtækið fyrir stuttu og þekkja, að eigin sögn, næturlífið eins og handar- bakið á sér. „Við höfðum verið að spá í þessu í langan tíma og nú þegar ferðamannaiðnaðurinn er í mikilli sókn fannst okkur ekki annað hægt en að kýla á þetta,“ segir Darri sem er að útskrifast sem íþróttafræðingur en Hlynur vinnur hjá Ölgerðinni. Reykjavík by Night er þriðja fyrirtækið sem hefur verið stofnað í kringum næturlífið í Reykja- vík að undanförnu enda hefur skemmtanamenning landans ákveðið aðdráttarafl á ferðamenn sem sækja landið heim. „Það er í raun ótrúlegt að það séu ekki fleiri svona fyrirtæki á Íslandi enda er næturlífið frægt um allan heim. Við höfum báðir verið að vinna og stundað skemmtistaðina í nokkur ár og tekið eftir útlendingum á ráfi um bæinn án þess að vita hvert er best að fara,“ segir Darri. Hin fyrir tækin sem veita sömu þjón- ustu eru Reykjavík Rocks og Night life Friend. Auk Darra og Hlyns eru sex leið- sögumenn starfandi hjá Reykja- vik by Night sem einnig taka að sér útbúa dagsferðir. „Ég fékk pabba minn, Neil McMahon, til að vera með okkur en hann er Íri sem hefur búið hér í þrjá áratugi og ætlar að sjá um þá hópa sem vilja til dæmis fara út að borða og fræðast um íslenska menningu án þess að fara á djammið. Við ættum að geta komið til móts við fjöl- breyttan hóp viðskiptavina.“ Hægt er að fræðast um fyrirtækið á vef- síðunni Rvkbynight.is. - áp Vilja sýna ferðamönnum næturlífið ÞEKKJA NÆTURLÍFIÐ VEL Darri MacMahon og Hlynur Friðfinnsson hafa stofnað fyrirtækið Reykjavík by Night sem sérhæfir sig í að lóðsa ferðamenn um næturlíf miðborgarinnar. „Íslendingar hafa alltaf hugsað vel um heimili sín og þeim þykir mörgum gaman að elda,“ segir innanhúshönnuðurinn Halla Bára Gestsdóttir en hún og eiginmaður hennar, Gunnar Sverrisson ljós- myndari, vinna nú að stofnun nýs veftímarits um heimili og mat. Tímaritið ber nafnið Home & Delicious en efnistök blaðsins eru heimili, matur og allt sem því fylgir. Tímaritið verður gefið út bæði á íslensku og ensku. Íslenskur bragur verður þó á blaðinu þar sem verður allt frá innlitum inn á íslensk heimili og uppskriftum með íslensku hrá- efni. „Netið er lifandi miðill sem býður upp á óteljandi möguleika og við finnum að það er áhugi fyrir blaði á borð við þetta. Við vinnum mestallt efnið sjálf og verðum með fjölbreytta flóru.“ Halla Bára og Gunnar eru alls ekki ókunnug fjölmiðlum en þau stofnuðu og ritstýrðu blöðunum Lifun og Veggfóðri. „Svo fluttum við til Ítalíu þar sem ég lærði innan húshönnun en var allt- af með það á bak við eyrað að beina sjónum mínum að skrifum á þessum vettvangi. Það var svo fyrst í vor sem við settumst niður og ákváðum að taka upp þráðinn að nýju eftir að hafa velt þessu fyrir okkur í vetur,“ segir Halla Bára en fyrsta tölublað Home and Delicious kemur út í júní. Þangað til verður hægt að fylgjast með Höllu Báru og Gunnari á bloggsíðunni Homeanddelicious.com þar sem þau deila ýmsum hugmyndum varðandi heimili og mat en á þeirri síðu verður einnig hægt að nálgast blaðið. -áp Nýtt tímarit um heimili og mat UPPFULL AF FRÓÐLEIK Hjónin Halla Bára Gestsdóttir og Gunnar Sverrisson, hér ásamt dætrum sínum Kaju og Leu, undirbúa útgáfu veftímaritsins Home & Delicious sem fjallar um heimili og mat. FRÉTTABLAÐIÐ/ „Lagið The Look með Metro- nomy er mjög hresst og kemur mér í sumarskap. Sem og I Wanna Be Your Lover með La Bionda, það kemur manni í gott skap á hvaða árstíma sem er, en aðallega á sumrin.“ Berglind Jónsdóttir, nemandi í Art Direction við IED-skólann í Barcelona. Grænmeti, ávextir, kryddjurtir og ber R ÆKTAÐU GARÐINN ÞINN Handbók um matjurtarækt við íslenskar aðstæður, staðfærð af Birni Gunnlaugssyni garð- yrkjusérfræðingi. Einföld og handhæg fyrir alla garðræktendur – byrjendur og lengra komna. „Þetta félag er svolítið eins og Sjálfstæðisflokkurinn, til að tryggja að félagsmenn séu í góðum stöðum og að þeim líði vel,“ segir Mið-Íslandsgrínarinn Dóri DNA um Íslensku Grínmúrararegluna. Íslenska Grínmúrarareglan er aðilinn á bak við dularfullt merki sem landsmenn hafa eflaust tekið eftir í lok Mið Íslands-þáttanna og Steindans okkar, auk þess sem það sést á óáberandi stað á vefsíðunni Flick My Life. Þá er það væntan- legt á fleiri staði að sögn Dóra. „Það er verið að vígja inn fleiri meðlimi „as we speak” og það eru stór nöfn. Við erum búin að skapa okkur sess í sjónvarpinu og á netinu en nú ætlum við að færa okkur yfir í myndrænt, prentað grín,“ segir hann. Aðspurður hvort reikna megi með að sjá menn eins og Hugleik Dagsson bera merkið segist hann hvorki geta játað því né neitað, enda sé þetta leynifélag. „Þeir vita að ég er að tala við þig um þetta og eru ekki sáttir. Allir með- limir reglunnar myndu neita til- veru hennar staðfastlega, enda er það í lögum. Ég er því að brjóta lögin gróflega,“ segir Dóri og viðurkennir að hann óttist mjög afleiðingar þess brots síns að ræða regluna við blaðamann. „Ef næsta frétt sem þú skrifar er um dularfullt mannshvarf á stórum manni úr Vesturbænum þá veistu hvað hefur gerst og lögreglan veit þá hvar er rétt að byrja að leita,“ bætir hann við. Blaðamaður hefur ekki farið varhluta af ógnum Grínmúrara- reglunnar og fengið misalvar- legar hótanir frá hópnum eftir að hafa rætt við Dóra. „Þeir eru blíðir þegar það á við en eru óhræddir við að vera harðir þegar þess þarf. Yfirlýst markmið reglunnar er að stjórna gríni á Íslandi, sama hvað það kostar,“ segir Dóri og bætir við að reglulega séu haldnir fundir þar sem hernaðaraðgerðir séu planaðar. „Einu skilaboðin sem ég hef handa íslensku þjóðinni eru bara að passa sig, því við erum að skipuleggja okkur,“ segir hann. Síðasti þáttur Mið Íslands verður sýndur á Stöð 2 í kvöld og verður spennandi að sjá hverju grínistarnir taka þar upp á. Þættirnir hafa hlotið misjafnar viðtökur en yfir 400.000 manns hafa skoðað vinsælasta atriðið þeirra, sem fjallar um Andrés Önd, á netinu. tinnaros@frettabladid.is DÓRI DNA: YFIRLÝST MARKMIÐ AÐ STJÓRNA GRÍNI Á ÍSLANDI Varar íslensku þjóðina við Grínmúrarareglunni MERKIÐ Merki Grínmúr- arareglunnar hefur sést í lok Mið Íslands-þátt- anna og Steinda jr. auk þess sem það er á Flick My Life síðunni. GRÍNMÚRARAR SAMEINAÐIR Grínararnir í Mið Íslandi eru meðlimir í leyni- reglunni, þó þeir myndu allir neita því ef þeir yrðu spurðir. Sömu sögu er að segja um Steinda jr. og félaga úr þátt- unum Steindinn okkar. Vinsældir fyrirsætunnar Kolfinnu Kristófersdóttur halda áfram að vaxa og nú síðast sat Kolfinna fyrir í myndaþætti í þýska Vogue. Ben Hassett myndaði fyrirsætuna en hann hefur starfað mikið fyrir Vogue um allan heim sem og tímaritin W, Num- ero og American Harpers Bazaar. Hassett hefur einnig myndað fyrir merki á borð við Omega, Dior, L’Oreal, Wella, Givenchy, Clarins og Rimmel. Kolfinna steig sín fyrstu skref hjá umboðsskrif- stofunni Eskimó og lenti í öðru sæti í Next-fyrir- sætukeppninni í fyrra. Save the Children á Íslandi

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.