Fréttablaðið - 19.05.2012, Page 26

Fréttablaðið - 19.05.2012, Page 26
19. maí 2012 LAUGARDAGUR26 U m hlutverk, valdsvið og framtíð forseta- embættisins hefur mikið verið rætt og ritað allt frá því að Sveinn Björnsson settist fyrstur manna á forsetastól við stofnun lýðveldisins árið 1944. Hinar hversdagslegu starfsskyldur sem á forseta eru lagðar hafa hins vegar haldist lítt breyttar í grunn- inn í þessa tæpu sjö áratugi. Samkvæmt stjórnarskrá Íslands hefur forseti margs konar aðkomu að stjórn landsins, bæði löggjafar- valdi og framkvæmdarvaldi, ásamt Alþingi og stjórnvöldum. Þess utan felst starfið í að koma fram hér á landi eða erlendis, eða taka á móti gestum fyrir hönd lands og þjóðar, en forseti stýrir einnig ríkisráðsfundum. Þá fund- ar hann með fólki um hins ýmsu málefni. Skrifstofur forseta voru til að byrja með í Alþingishúsinu en árið 1973, í embættistíð Kristjáns Eld- járns, voru þær fluttar í Stjórnar- ráðshúsið. Við embættistöku Ólafs Ragnars Grímssonar árið 1996 var starfsemi forsetaskrifstofu svo flutt að húsinu Staðastað við Sóleyjar götu. Í raun er ekki hægt að tala um hefðbundinn vinnudag á skrifstofunni hjá forseta þar sem skyldur hans eru afar fjölbreyttar. Lykilþáttur í samskiptum forseta og þjóðar Sem þjóðhöfðingi hefur forseti jafnan verið ötull við að ferðast um landið og hitta Íslendinga. Sveinn Björnsson fór víða á sínum tíma, Ásgeir Ásgeirsson ferðaðist um landið hvert sumar á meðan hann var forseti og þessi hefð hefur hald- ist alla tíð. Til dæmis segir í bók Páls Valssonar um Vigdísi Finn- bogadóttur, Vigdís – Kona verður forseti, að hún hafi lagt mikið upp úr opinberum heimsóknum innan- lands. „Í huga Vigdísar voru slíkar heimsóknir lykilþáttur í sambandi forseta við þjóð sína og hún lagði mikið upp úr þessum þætti starfs- ins.“ Þá segir í bókinni Saga af for- seta, sem Guðjón Friðriksson ritaði um Ólaf Ragnar að hann hafi jafn- an miðað að því að fara í eina til fjórar opinberar heimsóknir innan- lands á ári. „Það hefur verið mér mikilvægt í allri þessari umræðu um lands- byggðina að halda tengslum við fólkið þar. Það gefur mér líka tæki- færi til að hlusta á hvað fólkið er að segja,“ hefur Guðjón eftir Ólafi Ragnari. Tilgangur forsetanna með þess- um heimsóknum í gegnum tíðina hefur ekki síst verið að efla sam- kennd og vekja athygli á lífi og starfi fólksins í landinu. Andlit Íslands út á við Í tímans rás hefur hlutverk forseta sem andlit Íslands út á við aukist stórum. Fyrri forsetar fóru vissu- lega víða. Fyrir embættistöku hafði Sveinn Björnsson verið sendiherra Íslands og landstjóri og að mörgu leyti gegndi hann svipuðu hlutverki og utanríkisráðherra landsins. Hann fór hins vegar aðeins í eina opin- bera heimsókn erlendis, að því er fram kemur í bók Gylfa Gröndal, það var til Bandaríkjanna árið 1944. Ásgeir gerði víðreist og fór meðal annars alla leið til Ísraels. Hann var líka meðal gesta í brúðkaupi Mar- grétar Þórhildar, síðar Danadrottn- ingar, og Hinriks prins. Í viðtali við Frjálsa verslun árið 1973 sagði Kristján Eldjárn, aðspurður um þjóðhöfðingjaheim- sóknir, að slíkt væri veigamikill þáttur í alþjóðlegu samstarfi þó slíkum heimsóknum hafi verið í hóf stillt. Kristján sagði erfitt að meta áhrif og gagnsemi slíkra heim- sókna en bætti við: „Sjálfur held ég að ýmislegt gott spretti upp af þessu öllu saman.“ Slíkum ferðum fjölgaði mjög í embættistíð Vigdísar og Ólafs Ragnars. Bæði má rekja þá þróun til bættra samgangna og nýrra áherslna. Vigdís vakti athygli á heimsvísu sem fyrsta konan sem kjörin var þjóðhöfðingi og nýtti sér þá athygli til að kynna Ísland um heim allan. Ólafur Ragnar hefur einnig verið ötull við að kynna land og þjóð erlendis sem og íslensk fyrirtæki, nýsköpun og fjárfestingakosti. Hann hefur hins vegar óneitanlega verið umdeildur fyrir málflutning sinn, sérstaklega fyrir hönd útrás- arfyrirtækjanna á sínum tíma. Heimboð og heimsóknir Þá eru ótalin margs konar heim- boð og heimsóknir sem forsetinn hefur á sinni könnu. Forseti býður jafnan miklum fjölda gesta heim á Bessastaði ár hvert og fylgir því jafnan nokkur en mismikill undirbúningur eins og gengur. Eftir fyrstu stórveisl- una sem Kristján Eldjárn og Hall- dóra kona hans héldu, segir forseti í dagbók (sem Gylfi Gröndal vitnar í í bók sinni um Kristján): „Nú vitum við hvernig svona veisla gengur fyrir sig, og næstu veislur ættu ekki að reyna eins á okkur … Þegar alls er gætt eru þessar veislur bara skemmtilegar, ég vona fyrir gestina, en einnig fyrir okkur, kannski það skemmti- legasta sem við gerum.“ Í bókinni um Ólaf Ragnar segir að hann búi sig jafnan vel undir fundi og athafnir sem hann sæki og setji sig inn í mál og skrifi ræður sínar út frá því. Það virðist hafa verið siður for- seta og segir Gylfi í bókinni um Ásgeir að hann hafi samið allar sínar ræður sjálfur. Forseti og „hörðu málin“ Þegar kemur að „hörðu málunum“ svokölluðu hafa forsetar haft afar mismunandi hátt á sínum störfum. Stjórnskipulegt hlutverk forseta miðaði jafnan að stjórnarmyndunum en í tíð Ólafs Ragnars hefur synjun- arvald forseta einnig verið í brenni- depli eins og alkunna er. Sveinn tók virkan þátt í stjórn- armyndunum, sem og Ásgeir og Kristján var sannarlega meðvitað- ur um hlutverk sitt og möguleika á að mynda utanþingsstjórn. Þessu fylgir að forseti þarf að vera vel inni í þjóðfélagsmálum. Í bók Gylfa um Ásgeir er meðal annars vitnað í viðtal þar sem Ásgeir segir um stjórnarmyndun- arhlutverkið: „Forsetaembættinu held ég, að fylgi meira álag en fólk almennt gerir sér grein fyrir. […] Ef um slíkt [stjórnarmyndun] er að ræða þarf forseti að vera nákunnugur þeim höfuðmálum, sem eru á dagskrá með þjóðinni. Það þarf töluverð umsvif til að fylgjast með þingstörfum og blaðaskrifum.“ Skyldur og gleðistundir Í það heila má segja að þrátt fyrir að forseti hafi jafnan getað mótað emb- ætti sitt og störf eftir sínum helstu hugðarefnum hafi jafnan verið tölu- vert annríki í störfum. Ráða má af dagbókarfærslum Ólafs Ragnars á vef embættisins að í mörg horn sé að líta. Þar eru færðir til bókar nær daglega ýmiss konar fundir og ferðalög auk þess sem ljóst má vera að þess utan hitti for- seti ýmsa aðra. Í bókinni um Vigdísi segir að annir og álag sem fylgdu embætt- inu hafi komið henni á óvart. Hún var enda umsetin af erlendum miðl- um vegna þeirrar nýbreytni sem hún markaði sem kona í sæti kjör- ins þjóðhöfðingja. Kristján Eldjárn virðist hins hafa verið sér fyllilega meðvitaður um hvað hann tók sér fyrir hendur. Í viðtalinu við Frjálsa verslun segir hann: „Um embætti forseta Íslands á það að sjálfsögðu við, að vanda þess, skyldur og gleðistundir þekkir eng- inn til hlítar nema sá, sem sjálf- ur hefur reynt það. En ég get ekki með sanni sagt, að neitt hafi komið mér sérstaklega á óvart í embættinu sjálfu, það er í meginatriðum eins og ég hafði hugsað mér að vera mundi.“ Sjö einstaklingar hafa lýst yfir framboði til forseta í kosningun- um sem fara munu fram í sumar. Sagan sýnir að forsetinn hefur jafn- an mótað embætti sitt eftir sínum helstu hugðarefnum. Hver svo sem ber sigur úr býtum á fyrir höndum mikið annríki, en verkefnin eru afar fjölbreytt og miklir möguleikar fyrir forseta að beita embættinu eftir sínum áherslum. Fjölbreytt annríki á forsetastóli Vart hefur verið hægt að tala um hversdagslega daga í embætti forseta Íslands síðustu áratugi. Allt frá stofnun lýðveldisins hafa forsetarnir getað mótað embættið eftir eigin áherslum og ætíð hefur verið í mörg horn að líta. Þorgils Jónsson kynnti sér skyldu- störf forseta heima og að heiman, en starfsemi og umfang forsetaembættisins hefur aukist mikið síðustu ár og áratugi. STAÐASTAÐUR Forsetaskrifstofurnar hafa verið í húsinu Staðastað frá árinu 1996. Þar eru fjórir starfsmenn, en sá fjöldi hefur haldist óbreyttur í rúma tvo áratugi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FYRSTUR Í EMBÆTTI Sveinn Björnsson var fyrsti forseti Íslands. Hann sést hér á skrif- stofu forseta sem var í Alþingishúsinu allt til ársins 1973. MYND/VIGFÚS SIGURGEIRSSON Aðspurður um helstu breyt-ingar á daglegum störfum forseta segir sagnfræðingur- inn Guðni Th. Jóhannesson að þau hafi breyst í takt við íslenskt samfélag. „Það er kannski helst að fyrri forsetar, Sveinn, Ásgeir og Kristján, gegndu embætt- inu á allt öðruvísi tímum. Hraðinn í samfélaginu er miklu meiri nú og fjölmiðla- áreitið var þá ekkert líkt því sem er nú, sem og í embættis- tíð Vigdísar. Þeirra störf voru þess vegna með öðrum hætti.“ Guðni segir þó að í mörg- um veigamiklum atriðum sé margt þó svipað þrátt fyrir að dagskráin sé eflaust þétt- ari nú. „Forsetinn er þjóðhöfðingi Íslands. Sem slíkur þarf hann að sitja veislur, tekur á móti erlendum sendiherrum hér á landi sem afhenda honum skilríki sín. Forseti er vernd- ari ýmissa samtaka og fer á fundi og hátíðarsamkomur um allt land og talar til þjóðarinn- ar á örlagastundum í blíðu og stríðu og flytur henni ávörp.“ ■ ÞRÓUN VERKEFNA FORSETANS Hraðinn hefur aukið annríkið Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.