Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.05.2012, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 19.05.2012, Qupperneq 38
19. maí 2012 LAUGARDAGUR38 ■ ÞAULREYNDUR DÓMARI E inn stærsti einstaki íþróttaviðburður hvers árs er úrslitaleikur Meistaradeildar Evr- ópu í knattspyrnu og fer hann fram í kvöld í München í Þýskalandi. Talið er að allt að 200 milljón manns fylgist með úrslita- leiknum í beinni sjónvarpsútsend- ingu og það eru Chelsea frá Eng- landi og FC Bayern München frá Þýskalandi sem leika til úrslita að þessu sinni. Leikurinn er sýnd- ur á Stöð 2 sport og hefst klukk- an 18.45. Hörður Magnússon mun lýsa leiknum beint frá München. FC Bayern er með gríðarlega sterkt lið og möguleikar liðs- ins aukast gríðarlega þar sem úrslitaleikurinn fer fram á heima- velli liðsins. Og það er hrein til- viljun að þýska liðið er í þeirri stöðu að leika til úrslita í stærstu keppni heims hjá félagsliðum á eigin heimavelli, Allianz Arena, í München. Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 1984 þar sem annað liðið í úrslitum Meistaradeildarinnar er á heima- velli. Þá léku Roma frá Ítalíu og enska liðið Liverpool á Ólympíu- leikvanginum í Róm. Leikurinn endaði 1-1 eftir framlengingu og Liverpool hafði betur í vítaspyrnu- keppni, 4-2. UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, ákveður með löngum fyrir vara hvar úrslitaleikir Meistaradeildarinnar fara fram. Á næsta ári, þann 25. maí árið 2013, fer úrslitaleikurinn fram á Wembley í London á Englandi, en úrslitaleikurinn fór fram á Wembley í fyrra. Árið 2014 verð- ur úrslitaleikur á Estadio da Luz í Lissabon í Portúgal. Í sögulegu samhengi er FC Bayern München með mun betri árangur í Meistaradeild Evrópu en Chelsea. Þjóðverjarnir hafa átta sinnum leikið til úrslita og árangurinn er 50% vinningshlut- fall. FC Bayern fagnaði sigri 1974, 1975, 1976 og 2001, en liðið tapaði úrslitaleikjunum 1982, 1987, 1999 og 2010. Chelsea hefur einu sinni leikið til úrslita, árið 2008, þar sem Manchester United hafði betur í vítaspyrnukeppni í Moskvu. Roman Abramovich, eigandi Chelsea, hefur enn ekki upplifað þann draum sinn að félagið fagni sigri í Meistaradeild Evrópu. Hann hefur lagt gríðarlega fjár- muni í liðið frá því hann eignaðist Chelsea árið 2003. Það má færa rök fyrir því að Frakkinn Marcel Desailly og Dan- inn Jesper Grönkjær hafi átt stór- an þátt í því að Chelsea er í eigu Abramovich. Rússneski milljarða- mæringurinn hafði lengi gælt við þá hugmynd að eignast lið í ensku úrvalsdeildinni og sagan segir að hann hafi ákveðið að taka slaginn eftir að Chelsea tryggði sér sæti í Meistaradeild Evrópu vorið 2003. Desailly og Grönkjær tryggðu Chelsea 2-1 sigur gegn Liver- pool í lokaumferðinni og Chelsea komst þar með í Meistaradeildina í annað sinn í sögu félagsins. Átta knattspyrnustjórar á níu árum Abramovich hefur ekki slegið slöku við í þeirri vinnu að koma Chelsea í fremstu röð. Margt hefur áunnist en „sá stóri“ er eftir. Chelsea hefur fjórum sinnum tapað í undanúrslitum Meistara- deildarinnar frá því að Abramo- vich eignaðist liðið og liðið tapaði úrslitaleiknum í Moskvu árið 2008 eftir vítaspyrnukeppni. Það er ekkert grín að vera í vinnu hjá Roman Abramovich enda hafa átta knattspyrnustjór- ar komið við sögu hjá félaginu á sl. níu árum. Peningar eru ekk- ert vandamál hjá Abramovich en enskir fjölmiðlar hafa greint frá því að hann hafi greitt á bilinu 65-75 milljónir punda eða sem nemur 13-15 milljörðum króna í starfslokasamninga og bætur vegna knattspyrnustjóranna átta. Enskir fjölmiðlar hafa reikn- að það út að Abramovich hafi frá árinu 2003 keypt leikmenn fyrir rétt rúmlega 640 milljónir punda eða sem nemur 130 milljörðum króna. Bæði Chelsea og FC Bayern hafa átt betri keppnistímabil en það sem er að ljúka núna. Chelsea endaði í sjötta sæti ensku úrvals- deildarinnar og André Villas- Boas, knattspyrnustjóri liðs- ins, var rekinn í byrjun mars á sínu fyrsta starfsári. Liðið lék langt undir væntingum undir hans stjórn en eftirmaður hans, Roberto Di Matteo hefur náð frá- bærum árangri – bikarmeistara- titli á Wembley og hann kom liðinu í gegnum gríðarlega erfið verk- efni í Meistaradeildinni gegn Nap- ólí frá Ítalíu og sjálfum Evrópu- meisturunum frá Barcelona á Spáni í undanúrslitum. Forseti FC Bayern verður reiður þegar hann tekur bensín Uli Hoeness forseti FC Bayern München hefur gagnrýnt harð- lega vinnubrögð þeirra félaga sem eru í eigu ríkra einstaklinga – og þar er Abramovich efstur á lista. Hoeness sagði í gær við fjölmiðla að hann væri ekki sáttur við að gróði olíufyrirtækja væri notað- ur til þess að fjármagna rekstur fótboltaliða og vísaði þar á Chel- sea. „Ég verð reiður í hverri ein- ustu viku þegar ég kaupi bensín. Mafían sem á olíufyrirtækin tekur peningana úr mínum vasa til þess að fjárfesta í leikmönnum. Að mínu mati er „skítalykt“ af þessu öllu saman og við erum í sam- keppni við þessi lið,“ sagði Hoe- ness meðal annars. Ef FC Bayern fagnar sigri í úrslitaleiknum fær félagið um fjóra milljarða króna í sinn hlut og slíkir peningar eiga að mati Hoeness að skipta öllu máli í rekstri fótboltaliða. „Ef Abramo- vich hættir að dæla fé í Chelsea þá verður hægt að kaupa félagið fyrir sama verð og krossgátu- blað í hvaða sjoppu sem er,“ bætti Hoeness við. Landar Abramovich þeim stóra? Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fer fram í kvöld þar sem Chelsea og FC Bayern München eigast við. Roman Abramovich, eigandi Chelsea, hefur ekki enn náð „stóra titlinum“. Sigurður Elvar Þórólfsson stiklar á stóru í aðdraganda stærsta leiks ársins. Pedro Proenca frá Portúgal er dómarinn sem UEFA treystir best til þess að standast álagið sem fylgir því að dæma úrslitaleikinn í Meistaradeild Evrópu. Proenca er 41 árs að aldri og hann hefur verið alþjóðlegur dómari frá árinu 2003. Frá þeim tíma hefur hann dæmt 65 leiki á vegum UEFA og tvívegis bikarúrslitaleikinn í Portúgal. Á þessu ári hefur hann dæmt fimm leiki í Meistara- deildinni og þar á meðal leik Inter frá Ítalíu og franska liðsins Marseille í 16 liða úrslitum keppninnar. Aðstoðardómararnir eru einnig frá Portúgal en þeir heita Bertino Miranda og Ricardo Santos. Spánverjinn Velazco Carballo er fjórði dómari leiksins og er hann til taks ef til þess kæmi að Proenca gæti ekki lokið við störf sín. Stuðningsmenn Chelsea geta glaðst yfir þeirri staðreynd að síðast þegar dómari frá Portúgal dæmdi úrslitaleikinn í Meistaradeild Evrópu þá fagnaði enska liðið Notthingham Forest sigri árið 1980. Pedro Proenca mun stýra sýningunni PEDRO PROENCA Chelsea hefur keypt leikmenn fyrir um 130 milljarða kr. á und- anförnum níu árum. ÁHYGGJUFULLUR Roman Abramovich, var ekki ánægður þegar Chelsea tapaði úrslitaleiknum í Moskvu gegn Manchester United árið 2008. Guðmundur Benediktsson íþróttafréttamaður Stöðv- ar 2 sport ætlar að njóta þess að horfa á úrslitaleik Meistara- deildarinnar sem áhugamaður um knattspyrnu. „Þetta verður án efa mikil skemmtun og mjög sérstakt fyrir FC Bayern að vera á sínum eigin heimavelli í þess- ari stöðu. Chelsea mun leggja upp með að verjast og „pirra“ Þjóðverjana og ef það tekst gæti varnarmúr þeirra opnast. FC Bayern getur spilað frábæra vörn en það eru veikleikar í þeirra liði sem Chelsea gæti nýtt sér. Þar má nefna að það gæti opnast mikið fyrir Juan Mata á miðsvæðinu þar sem í lið FC Bayern vantar miðjumanninn Luiz Gustavo sem er í leikbanni. Jerome Boateng, varnarmaður FC Bayern, er ekki maður stóru leikjanna og hann gæti verið í aðalhlutverki í þessum leik,“ segir Guðmundur. Fjarvera fjög- urra fastamanna í liði Chelsea mun að sjálfsögðu hafa mikil áhrif á liðið að mati Guðmundar. „Varnarlína Chelsea er brothætt, Gary Cahill og David Luiz, hafa ekki verið með að undanförnu vegna meiðsla og þeir þurfa að standa vaktina í fjarveru Johns Terry og Branislavs Ivanovic. Og það er ekki einu sinni víst að þeir séu klárir í slaginn,“ segir Guðmundur Benediktsson. Veikleikar í varn- arleiknum hjá báðum liðum ■ GUMMI BEN NORDICPHOTOS/GETTY
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.