Fréttablaðið - 19.05.2012, Page 60
19. maí 2012 LAUGARDAGUR14
HEFUR ÞÚ BRENNANDI ÁHUGA Á MEÐGÖNGU OG BRJÓSTAGJÖF?
LANGAR ÞIG AÐ VINNA Í LÍTILLI EN ÖRT VAXANDI VERSLUN?
HEFUR ÞÚ ÁHUGA Á TÆKIFÆRI TIL AÐ VAXA Í STARFI?
HEFUR ÞÚ ÁHUGA Á ÞVÍ AÐ REKA FYRIRTÆKI?
ERT ÞÚ MANNESKJAN SEM VIÐ LEITUM AÐ?
FJÖLBREYTT OG SKEMMTILEGT STARF
Vinnutími er 10-18 virka daga og einhverja laugardaga.
Allar nánari upplýsingar má finna á vefsíðu okkar
WWW.MKM.IS
VIÐ ERUM AÐ LEITA AÐ ÖFLUGRI
MANNESKJU TIL AÐ TAKA ÞÁTT
Í UPPBYGGINGU OG VEXTI
VERSLUNARINNAR OKKAR
Borgarbókavörður
Menningar- og ferðamálasvið
Vakin er athygli á stefnu Reykjavikurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar
endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
Laus er til umsóknar staða borgarbókavarðar hjá Borgarbókasafni Reykjavíkur.
Borgarbókavörður stýrir Borgarbókasafni Reykjavíkur, sem starfar í samræmi við lög um almenningsbókasöfn
nr. 36/1997, yfirlýsingu UNESCO um almenningsbókasöfn frá 1994 og samþykktir safnsins um rekstur
þessarar upplýsinga- og menningarstofnunar fyrir almenning. Borgarbókasafn, sem starfrækt er á sex stöðum í
Reykjavík, er ein af menningarstofnunum Reykjavíkurborgar og heyrir undir Menningar- og ferðamálasvið
Reykjavíkurborgar.
Ábyrgðarsvið borgarbókavarðar:
• Ber ábyrgð á stjórnun, rekstri og stjórnsýslu safnsins.
• Undir verksvið heyra fjármál, starfsmannamál og framkvæmd ákvarðana menningar- og ferðamálaráðs og
borgaryfirvalda sem að safninu snúa.
• Borgarbókavörður skipuleggur þjónustu safnsins og leiðir aðra faglega starfsemi þess.
Kröfur gerðar til umsækjenda:
• Háskólamenntun á framhaldsstigi sem nýtist í starfi og er metin jafngild prófi í bókasafns- og upplýsingafræði.
• A.m.k. 5 ára stjórnunarreynsla, leiðtogahæfileikar og skipulagshæfni.
• Haldbær reynsla af áætlanagerð og rekstrarstjórnun.
• Góð þekking á menningarstarfi með áherslu á orðlistir.
• Þekking og reynsla af breytingastjórnun.
• Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og skapandi starfi.
• Þekking á upplýsingatækni og hæfni til að leiða þróun Borgarbókasafns í nýmiðlun.
• Góð tungumálakunnátta og hæfni til að setja fram mál í ræðu og riti.
Næsti yfirmaður er sviðsstjóri Menningar- og ferðamálasviðs sem fer með framkvæmd menningar- og ferðamála
hjá Reykjavíkurborg. Sviðinu tilheyra menningarstofnanir Reykjavíkurborgar, Borgarbóksafn Reykjavíkur, Listasafn
Reykjavíkur, Minjasafn Reykjavíkur, Ljósmyndasafn Reykjavíkur og Menningarmiðstöðin Gerðuberg. Höfuðborgar-
stofa sinnir ferða- og markaðsmálum og sér um framkvæmd borgarhátíða.
Launakjör heyra undir kjaraákvörðun kjaranefndar Reykjavíkurborgar og um ráðningarréttindi gilda reglur um
rétt indi og skyldur stjórnenda hjá Reykjavíkurborg. Menningar- og ferðamálaráð ræður í stöðuna að fenginni
tillögu sviðsstjóra.
Nánari upplýsingar veita: Sviðsstjóri svanhildur.konradsdottir@reykjavik.is og skrifstofustjóri rekstrar og fjármála
berglind.olafsdottir@reykjavik.is
Umsóknarfrestur er til og með 3. júní nk. Gert er ráð fyrir að viðkomandi hefji störf eigi síðar en 1. september nk.
Umsóknir skulu sendar á vef Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/storf.
Starfatorg.is
Laus störf hjá ríkinu og upplýsingar um málefni ríkisstarfsmanna
Starf Stofnun Staður Nr. á vef
Yfirlögregluþjónn Lögreglustjórinn á Vestfjörðum Ísafjörður 201205/075
Dýralæknir inn- og útflutningseftirlits Matvælastofnun Reykjavík 201205/074
Starfsmaður í ræstingu Alþingi Reykjavík 201205/073
Kennari í eðlisfræði Menntaskólinn við Sund Reykjavík 201205/072
Verkefnastjóri Þróunarsamvinnustofnun Íslands Malaví 201205/071
Sérfræðingur Háskóli Íslands, Hagfræðistofnun Reykjavík 201205/070
Sóknarprestur Biskup Íslands Bolungarvík 201205/069
Sérþjónustuprestur Biskup Íslands Reykjavík 201205/068
Prestur Biskup Íslands Höfn 201205/067
Hjúkrunarfræðingar LSH, móttökugeðdeild Reykjavík 201205/066
Birgðavörður LSH, innkaupadeild Reykjavík 201205/065
Sérfræðilæknar LSH, bráðasvið Reykjavík 201205/064
Sameindalíffræðingur LSH, rannsóknastofa í meinafræði Reykjavík 201205/063
Lífeindafræðingur LSH, erfða- og sameindalæknisfr.d. Reykjavík 201205/062
Hjúkrunarfræðingur LSH, lungnadeild Reykjavík 201205/061
Tryggingafulltrúar Sjúkratryggingar Íslands Reykjavík 201205/060
Tryggingafulltrúi Sjúkratryggingar Íslands Reykjavík 201205/059
Aðstoðarskólameistari Fjölbrautaskóli Suðurnesja Reykjanesbær 201205/058
Náms- og starfsráðgjafi Menntaskólinn á Egilsstöðum Egilsstaðir 201205/057
Kennari í stærðfræði Menntaskólinn á Egilsstöðum Egilsstaðir 201205/056
Skrifstofustarf Sýslumaðurinn í Borgarnesi Borgarnes 201205/055
Starfsmaður í afgreiðslu og móttöku Lánasjóður íslenskra námsmanna Reykjavík 201205/001
Textílkennari Fjölbrautaskólinn í Breiðholti Reykjavík 201205/054
Umsjónarmaður dreifnáms Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra Hvammstangi 201205/053
Málið – veitingaþjónusta Háskólans í Reykjavík
óskar eftir að ráða til starfa matreiðslumann í fullt starf.
Málið leggur sérstaka áherslu á að bjóða hollan og
góðan mat á sanngjörnu verði. Mikil áhersla er lögð
á ferskt og óunnið hráefni og fjölbreytni í vöruframboði.
Málið er rekið samhliða veitingastaðnum Nauthól
og er samgangur og samvinna milli þessara staða
því mikill. Umsækjandi þarf að búa yfir þekkingu
og áhuga á heilsusamlegri matargerð, vera góður
í mannlegum samskiptum og frumlegur
í matargerð.
Nauthóll óskar eftir að ráða matreiðslumenn
og þjóna. Um er að ræða 100% stöðugildi og
hlutastörf. Æskilegt er að geta byrjað sem fyrst en
einnig skoðað þá sem geta hafið störf í haust.
Umsókn og ferilskrá sendist á gudridur@nautholl.is
fyrir 25.maí nk.
Öllum umsóknum verður svarað
og farið með þær sem trúnaðarmál
adventures.is | + 354-562-7000
Arctic Adventures leitar að sumarstarfsfólki í
söludeild. Gerðar eru kröfur um góða þekkingu
á Íslandi, gott vald á ensku og brennandi áhuga
á ævintýramennsku
Vinsamlegast sendið okkur ferilskrá og nokkrar
línur um ykkur á jobs@adventures.is fyrir
24. maí.
Nánari upplýsingar á adventures.is/jobs
Langar þig að
vinna við að selja
ævintýraferðir?