Fréttablaðið - 19.05.2012, Side 87
LAUGARDAGUR 19. maí 2012 51
Barack Obama Bandaríkjaforseti
er á meðal þeirra sem hafa vott-
að Donnu Summer virðingu sína.
Diskódívan er látin, 63 ára gömul,
eftir baráttu við lungnakrabba-
mein.
„Rödd hennar var ógleymanleg.
Tónlistariðnaðurinn hefur misst
goðsögn alltof snemma,“ sagði
Obama. Barbra Streisand, sem
söng dúett með Summer í laginu
No More Tears (Enough Is Eno-
ugh), sagðist vera í miklu upp-
námi vegna fráfalls hennar. Dolly
Parton, Dionne Warwick, Kylie
Minogue og Sir Elton John vottuðu
henni einnig virðingu sína.
Meðal þekktustu laga Summer
voru I Feel Love, Love To Love You
Baby og State of Independence.
Summer hét réttu nafni LaDonna
Adrian Gaines. Hún hóf feril sinn í
kirkjukórum áður en hún söng með
hinum ýmsu hljómsveitum og lék í
söngleikjum bæði heima í Banda-
ríkjunum og erlendis. Hún var ein
vinsælasta söngkona áttunda ára-
tugarsins þegar diskótímabilið var
í miklum blóma. „Ég vissi alltaf að
ég yrði söngvari,“ sagði hún í við-
tali árið 1989.
Summer bjó á Flórída ásamt eig-
inmanni sínum og lætur hún eftir
sig þrjár dætur.
Obama syrgir diskódívu
LÁTIN Donna Summer er látin, 63 ára,
eftir baráttu við lungnakrabbamein.
NORDICPHOTOS/GETTY
Whitney Houston verður verðlaun-
uð á Billboard-tónlistarhátíðinni
sem verður haldin í Las Vegas á
sunnudaginn. Söngkonan sáluga fær
hin svokölluðu Millenium-heiðurs-
verðlaun fyrir framlag sitt til tón-
listarheimsins. Söngkonan Beyoncé
fékk sömu verðlaun á síðasta ári.
Jordin Sparks og John Legend
munu flytja lag til heiðurs Houston
áður en verðlaunin verða afhent.
Dóttir Houston, Bobbi Kristina
Brown, og frænka hennar Pat Hou-
ston, taka við verðlaununum fyrir
hönd söngkonunnar, sem lést í
febrúar síðastliðnum, 48 ára gömul.
Heiðruð af Billboard
VERÐLAUNUÐ Whitney Houston
fær verðlaun á Billboard-hátíðinni
á sunnudaginn.
Kynnirinn í American Idol, Ryan
Seacrest, ætlar að kaupa glæsi-
villu leikkonunnar Ellen DeGene-
res í Beverly Hills fyrir um sex
milljarða króna, samkvæmt vef-
síðunni TMZ.com.
Talið er að Seacrest þéni um
5,7 milljarða króna á ári og ætti
hann því að eiga fyrir
húsinu og rúm-
lega það. Þessi
glæsivilla er 9.200
fermetrar með
þremur gestahús-
um. Ekki er vitað
hvenær Seacrest
og kærastan hans
Julianne Hough
ætla að
flytja inn.
Kynnir-
inn setti
fyrr á
þessu
ári eign
sína í
Holly-
wood-
hæð-
um á
sölu-
skrá.
Kaupir villu í
Beverly Hills
KAUPIR
GLÆSIVILLU
Ryan Seacrest
ætlar að
kaupa glæsi-
villu í Beverly
Hills.
Leikarinn John Travolta bjó til
rómantískt myndband handa
eiginkonu sinni Kelly Preston í
tilefni af mæðradeginum. „Eig-
inmaðurinn minn Johnny steig
sín fyrstu skref sem leikstjóri
og bjó til myndband handa mér
á mæðradaginn. Mér fannst það
svo flott að mig langaði að deila
því með ykkur,“ sagði Preston
á heimasíðu sinni. Í hinu fjög-
urra mínútna myndbandi eru alls
konar myndir, m.a. af syni þeirra
Jett sem lést fyrir þremur árum.
Lagið sem hljómar undir er That
Face sem Barbra Streisand syng-
ur. Þess má geta að báðir nuddar-
arnir sem kærðu Travolta fyrir
kynferðislega áreitni hafa dregið
ásakanirnar til baka.
Myndband á
mæðradegi
ÁNÆGÐ Kelly Preston var mjög ánægð
með myndband eiginmanns síns.