Fréttablaðið - 19.05.2012, Síða 87

Fréttablaðið - 19.05.2012, Síða 87
LAUGARDAGUR 19. maí 2012 51 Barack Obama Bandaríkjaforseti er á meðal þeirra sem hafa vott- að Donnu Summer virðingu sína. Diskódívan er látin, 63 ára gömul, eftir baráttu við lungnakrabba- mein. „Rödd hennar var ógleymanleg. Tónlistariðnaðurinn hefur misst goðsögn alltof snemma,“ sagði Obama. Barbra Streisand, sem söng dúett með Summer í laginu No More Tears (Enough Is Eno- ugh), sagðist vera í miklu upp- námi vegna fráfalls hennar. Dolly Parton, Dionne Warwick, Kylie Minogue og Sir Elton John vottuðu henni einnig virðingu sína. Meðal þekktustu laga Summer voru I Feel Love, Love To Love You Baby og State of Independence. Summer hét réttu nafni LaDonna Adrian Gaines. Hún hóf feril sinn í kirkjukórum áður en hún söng með hinum ýmsu hljómsveitum og lék í söngleikjum bæði heima í Banda- ríkjunum og erlendis. Hún var ein vinsælasta söngkona áttunda ára- tugarsins þegar diskótímabilið var í miklum blóma. „Ég vissi alltaf að ég yrði söngvari,“ sagði hún í við- tali árið 1989. Summer bjó á Flórída ásamt eig- inmanni sínum og lætur hún eftir sig þrjár dætur. Obama syrgir diskódívu LÁTIN Donna Summer er látin, 63 ára, eftir baráttu við lungnakrabbamein. NORDICPHOTOS/GETTY Whitney Houston verður verðlaun- uð á Billboard-tónlistarhátíðinni sem verður haldin í Las Vegas á sunnudaginn. Söngkonan sáluga fær hin svokölluðu Millenium-heiðurs- verðlaun fyrir framlag sitt til tón- listarheimsins. Söngkonan Beyoncé fékk sömu verðlaun á síðasta ári. Jordin Sparks og John Legend munu flytja lag til heiðurs Houston áður en verðlaunin verða afhent. Dóttir Houston, Bobbi Kristina Brown, og frænka hennar Pat Hou- ston, taka við verðlaununum fyrir hönd söngkonunnar, sem lést í febrúar síðastliðnum, 48 ára gömul. Heiðruð af Billboard VERÐLAUNUÐ Whitney Houston fær verðlaun á Billboard-hátíðinni á sunnudaginn. Kynnirinn í American Idol, Ryan Seacrest, ætlar að kaupa glæsi- villu leikkonunnar Ellen DeGene- res í Beverly Hills fyrir um sex milljarða króna, samkvæmt vef- síðunni TMZ.com. Talið er að Seacrest þéni um 5,7 milljarða króna á ári og ætti hann því að eiga fyrir húsinu og rúm- lega það. Þessi glæsivilla er 9.200 fermetrar með þremur gestahús- um. Ekki er vitað hvenær Seacrest og kærastan hans Julianne Hough ætla að flytja inn. Kynnir- inn setti fyrr á þessu ári eign sína í Holly- wood- hæð- um á sölu- skrá. Kaupir villu í Beverly Hills KAUPIR GLÆSIVILLU Ryan Seacrest ætlar að kaupa glæsi- villu í Beverly Hills. Leikarinn John Travolta bjó til rómantískt myndband handa eiginkonu sinni Kelly Preston í tilefni af mæðradeginum. „Eig- inmaðurinn minn Johnny steig sín fyrstu skref sem leikstjóri og bjó til myndband handa mér á mæðradaginn. Mér fannst það svo flott að mig langaði að deila því með ykkur,“ sagði Preston á heimasíðu sinni. Í hinu fjög- urra mínútna myndbandi eru alls konar myndir, m.a. af syni þeirra Jett sem lést fyrir þremur árum. Lagið sem hljómar undir er That Face sem Barbra Streisand syng- ur. Þess má geta að báðir nuddar- arnir sem kærðu Travolta fyrir kynferðislega áreitni hafa dregið ásakanirnar til baka. Myndband á mæðradegi ÁNÆGÐ Kelly Preston var mjög ánægð með myndband eiginmanns síns.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.