Fréttablaðið - 19.05.2012, Side 90
19. maí 2012 LAUGARDAGUR54 54
menning@frettabladid.is
JANUS BRAGI JAKOBSSON OG TINNA OTTESEN Eru potturinn og pannan í heimildarmyndahátíðinni Skjaldborg á Patreksfirði. Tinna
segir sérstaka stemningu ríkja á hátíðinni og aðstæður bjóða upp á nána samræðu um heimildarmyndagerð. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLIKórstjóri óskast
Sönghópurinn Norðurljós, sem er blandaður
áhugamannakór á höfuðborgarsvæðinu
óskar eftir kórstjóra.
Umsóknir skulu berast fyrir 4. júní.
Áhugasamir hafi samband við:
Margrét, gsm 898 5068
Netfang: majasigrun@gmail.com
HAUGTUSSA
EFTIR EDVARD GRIEG
HALLVEIG RÚNARSDÓTTIR, SÓPRAN
ANTONÍA HEVESI, PÍANÓ
HÁDEGISTÓNLEIKAR
ÍSLENSKU ÓPERUNNAR
NORÐURLJÓSUM, HÖRPU
ÞRIÐJUDAGINN 22. MAÍ KL. 12.15
WWW.OPERA.IS
STÚLKAN Á HEIÐINNI
AÐGANGUR
ÓKEYPIS
Heimildarmyndahátíðin
Skjaldborg verður haldin
í sjötta sinn á Patreksfirði
um næstu helgi. Rúmlega
20 myndir verða frumsýnd-
ar, þar af nokkrar erlendar
verðlaunamyndir.
Rúmlega tuttugu fullunnar heim-
ildarmyndir og verk í vinnslu
verða frumsýnd á heimildar-
myndahátíðinni Skjaldborg, sem
haldin verður á Patreksfirði um
hvítasunnuhelgina, 25. til 27. maí
næstkomandi.
Þetta er í sjötta sinn sem hátíð-
in er haldin. Hún hefur smám
saman fest sig í sessi sem einn
mikilvægasti vettvangur heim-
ildarmynda hér á landi, enda hafa
aldrei fleiri umsóknir borist en í
ár.
Tinna Ottesen og Janus Bragi
Jakobsson eru potturinn og pann-
an í skipulagningu Skjaldborgar.
„Það sem er sérstaklega ánægju-
legt er að við fáum fjölda mynda
frá fólki sem er að gera sín fyrstu
mynd sem og reynsluboltum sem
hafa unnið í faginu árum ef ekki
áratugum saman, til dæmis Páli
Steingrímssyni, Árna Sveinssyni
og Steingrími Birgissyni, sigur-
vegaranum frá því í fyrra,“ segir
Tinna.
Erlent samstarf
Meðal nýmæla á hátíðinni í ár er
aukin áhersla á erlendar myndir
en Skjaldborg er nú komin í sam-
starf við dönsku heimildarmynda-
hátíðina CPH:DO, einni áhrifa-
mestu hátíð sinnar tegundar í
Evrópu og sýnir tvær verðlauna-
myndir frá henni.
„Auk þess að sýna það besta
sem er að gerast í innlendri heim-
ildarmyndagerð viljum við líka
að fólk fái nasasjón af því besta
sem er að gerast erlendis,“ segir
Tinna. „Við teljum að það geti ýtt
undir ákveðið samtal sem stuðl-
ar að þróun í íslenskri heimildar-
myndagerð.
Þar að auki eykur samstarf
við erlendar hátíðir möguleika
íslensku myndanna á að komast
á flakk út um heim. Framtíðar-
markmiðið er að komast í fleiri
samstarfsverkefni þannig að
fleiri íslenskar heimildarmyndir
fái útbreiðslu fyrir tilstilli Skjald-
borgar.“ Dagskráin sem slík leng-
SKJALDBORGIN ÞÉTTIST
MAX KESTNER HEIÐURSGESTUR
Danski leikstjórinn Max Kestner verður heiðursgestur Skjaldborgar í ár.
Kestner útskrifaðist úr Danska kvikmyndaskólanum 1997 og hefur hlotið
ýmis verðlaun fyrir myndir sínar. Á hátíðinni sýnir hann tvær mynda sinna:
Rejsen på ophavet eða Ferðin að upphafinu og Drømme i København eða
Drauma í Kaupmannahöfn, en íslenski tónlistarmaðurinn Jóhann Jóhanns-
son gerði meðal annars tónlistina við síðarnefndu myndina.
„Við erum dálítið að bregða út af venjunni,“ segir Tinna. „Hingað til höfum
við yfirleitt notað tækifærið og heiðrað leikstjóra fyrir framlag þeirra til
heimildamyndargerðar, en í þetta sinn erum við með heiðursgest sem er í
farabroddi í því sem er að gerast í heimi heimildarmyndagerðar.
Kestner tilheyrir mjög áhugaverðum skóla, sem leggur áherslu á að
heimildarmyndir séu listform sem snúist um tjáningu listamannsins en ekki
skrásetningu raunveruleikans. Hann beinlínis hafnar því að heimildarmynd
gefi endurspegli raunveruleikann.“
ist ekki við þessa breytingu en
verður þéttari að sögn Tinnu.
Hundruð gesta leggja að jafn-
aði leið sína á Skjaldborgarhá-
tíðina, margir fara á hverju ári.
Tinna segir það hafa ýmsa kosti
að að halda kvikmyndahátíð í
þorpi í tæplega 400 kílómetra
fjarlægð frá höfuðborginni.
„Höfuðkosturinn er auðvitað
þessi nálægð sem myndast á milli
þátttakenda og gesta. Á hátíðum
í Reykjavík fer fólk yfirleitt í bíó
og svo heim að hugsa um hvað
það eigi að hafa í matinn. Þarna
skapast ákveðin stemning þar
sem fólk á í náinni og „konsent-
reraðri“ samræðu um heimildar-
myndir, sem getur leitt ýmislegt
af sér.“
Á hátíðinni í fyrra voru margar
áberandi góðar myndir. Var það
einfaldlega óvenjugott ár eða til
marks um að íslenskar heimild-
armyndir séu almennt að verða
betri og betri?
„Ég skal ekki segja, kannski
sambland af hvoru tveggja,“
segir Tinna. „Það hefur loðað
við heimildarmyndir í gegnum
tíðina að þær séu fyrst og fremst
myndskreyttar ritgerðir. En ég
held að það viðhorf sé sem betur
fer á undanhaldi og að almennt
sé farið að líta á heimildarmynd-
ir sem alvöru kvikmyndagerð og
sjálfstætt listform.“
Dagskrá og viðburði á Skjald-
borg má nálgast á skjaldborg.
com. bergsteinn@frettabladid.is
Rúmlega tuttugu heimildarmyndir,
bæði fullunnar og í vinnslu, verða
sýndar í Skjaldborgarbíói á Patreks-
firði 25. til 27. maí. Þar á meðal eru:
Draumurinn um veginn – Gengið
til orða
Þriðji hluti af fimm í kvikmyndabálki
sem fjallar um pílagrímsgöngu rit-
höfundarins Thors Vilhjálmssonar til
heilags Jakobs á Norður-Spáni. Leik-
stjóri er Erlendur Sveinsson.
Hrikalegir
Steve Gym er gamalgróin lyft-
ingastöð íslenskra kraftlyftinga,
þar sem þjálfarinn Steve (Stefán
Hallgrímsson) hefur í fjóra áratugi
þjálfað sterkustu menn landsins, auk
öryrkja og kynlegra kvista miðbæjar
Reykjavíkur. Leikstjóri er Haukur
Valdimar Pálsson.
Óskin
Bubbi Morthens fór í stúdíó í janúar
á þessu ári til að leggja drög að nýrri
plötu. Þetta átti að vera nokkurs
konar endurkoma sagnaskáldsins og
trúbadorsins Bubba, sem var hans
helsta einkenni í upphafi ferilsins.
Leikstjórinn Árni Sveinsson fékk að
fylgjast með og útkoman er portrett
af manni sem flestir hafa skoðun á
en fæstir þekkja.
Spóinn var að vella
Spóinn er einn þeirra fugla sem er
samgróinn íslenskri þjóðarvitund.
Hann kemur á hverju vori og hverfur
aftur suður á bóginn að hausti. Stutt
er síðan menn komust að því hvert
hann fer þá, en hann eyðir vetrar-
dögum í Vestur-Afríku. Leikstjóri er
Páll Steingrímsson.
Hvernig er þín týpa?
Myndin fjallar um leturhönnun og
mikilvægi hennar. Í myndinni verður
kafað inn í heim leturnörda, erlendra
og íslenskra. Leikstjórar eru Bára
Ösp Kristgeirsdóttir og Ingibjörg
Ásmundsdóttir.
Ljóðræn heimildarmynd
Í myndinni verður farið yfir heilt
ár í lífi hljómsveitarinnar Sudden
Weather Change. Leikstjóri er Loji.
Fjallkonan hrópar á vægð
Mynd um áhrif lausagöngu búfjár og
áhrif hennar á gróður- og jarðvegs-
eyðingu hér á landi. Leikstjórar eru
Jón Karl Helgason og Herdís Þor-
valdsdóttir, sem hefur látið þennan
málaflokk sig varða árum saman.
Crulic: The Path to Beyond
Hreyfi-heimildarmynd í fullri lengd
um Claudio Crulic, 33 ára Rúmena
sem deyr í hungurverkfalli í pólsku
fangelsi. Hlaut Amnesty Award 2012
á CPH:DOX.
Two Years at Sea
Fylgst er með Jake, sem hefur slitið
sig frá umheiminum og komið sér
fyrir í hjólhýsi í skoskum skógi.
Hlaut aðalverðlaun CPH:DOX
2012.
KÓNGUR, LÓAN OG KRAFTAJÖTNAR
LIST ÁN LANDAMÆRA LÝKUR Síðasti viðburður hátíðarinnar Listar án landamæra verður í dag
klukkan 15.00 í Smámunasafninu í Eyjafirði en þá verður formleg afhjúpun á Sámi smámunaverði sem hópurinn
Geðlist gerði. Sami hópur á heiðurinn að Safnverðinum sem gætir Safnasafnsins á Svalbarðsströnd og Skógar-
verðinum sem gætir Kjarnaskógar. Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, afhjúpar verkið.