Fréttablaðið - 19.05.2012, Page 92
19. maí 2012 LAUGARDAGUR56
Samstarf í samtímamynd-
list er meginþema myndlist-
arverkefnisins „Sjálfstætt
fólk“. Sýningar undir þeim
hatti opna allar í dag. Meðal
sýningarstaða er Hafnar-
húsið en þar má meðal
annars sjá verk eftir Gjörn-
ingaklúbbinn, Jónu Hlíf
Halldórsdóttur, Hlyn Halls-
son og fleiri.
„Sjálfstætt fólk“ eða (I)ndep-
endent People er heiti umfangs-
mikils myndlistarverkefnis sem
Listahátíð í Reykjavík stendur
fyrir í samstarfi við Listasafn
Reykjavíkur, Listasafn Íslands,
Nýlistasafnið, Norræna húsið,
Kling og Bang og Kynningarmið-
stöð íslenskrar myndlistar. Þátt-
takendur eru myndlistarmenn frá
Íslandi, Norðurlöndunum, Bret-
landi, Frakklandi, Bandaríkjunum
og er áherslan á samstarf í sam-
tímamyndlist.
Sýningarstjóri verksins er
Jonatan Habib Engqvist og fékk
hann yfir hundrað listamenn til
þess að vinna verk saman, bæði
listamenn sem hafa áður unnið
saman og aðra sem eru að vinna
saman í fyrsta sinn.
Þess má geta að á morgun verð-
ur haldið málþing í tengslum við
„Sjálfstætt fólk“, í Norræna hús-
inu. Málþingið hefst klukkan eitt.
Sokkabuxnavefur og aðrar innsetningar
PRJÓNAHÚSIÐ Mynd af eldhúsinu úr prjónahúsi Elinar Strand Ruin & The New
Beauty Council.Verkefnið er unnið í samstarfi við Listaháskóla Íslands og íslenska
prjónaklúbba.
SOKKABUXNAVEFUR Sokkabuxnainnsetning Gjörningaklúbbsins hefur verið strengd yfir anddyri Hafnarhússins. Verkið ber heitið Sokkabuxnavefur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
10.00: Litla-kaffistofan á Suður-
landsvegi
The Artist Formerly Known as Geist.
11.00: Listasafn Árnesinga í
Hveragerði
Horizonic, sýningarstjórar: Emeline
Eudes & Ásdís Ólafsdóttir.
13.00–15.00: Listasafn Íslands
AIM Europe, Box, IC-98 + Mikael
Brygger & Henriikka Tavi, No Gods,
No Parents (UKS), NÝLÓ + Archive
of Artist Run Initiatives,
Sofia Hultén & Ivan Seal.
Norræna húsið
Learning Site, Superflex, The
Awareness Muscle Team.
14.00–16.00: Myndhöggvarafélag
Íslands Nýlendugötu 15
Endemi.
i8, gallerí
Margrét H. Blöndal & Silvia Bächli,
Sýningarstjóri: Chris Fite-Wassilak.
15.00–17.00: Listasafn Reykja-
víkur – Hafnarhús
Anonymous, Elin Strand Ruin &
The New Beauty Council, Goksøyr
& Martens, Institutt for Degeneret
Kunst, Jóna Hlíf Halldórsdóttir &
Hlynur Hallsson, Kling & Bang,
Nomeda & Gediminas Urbonas +
MIT 4.333, Raflost & Steina, The
Icelandic Love Corporation, The
Leyline Project, Útúrdúr.
16.00–18.00: Listasafn ASÍ
Rúrí & Gunnlaugur M. Einarsson,
Wooloo, IC-98.
17.00–19.00: Kling & Bang, gallerí
1857, A Kassen.
Kaffistofan
Nemendagallerí
NÝLÓ Nýlistasafnið
Melissa Dubbin & Aaron S.
Davidson.
21.00: Listasafn Reykjavíkur –
Hafnarhús, portið
Raflost & Steina, The Arduino group
og Hestbak.
OPNANIR FRÁ MORGNI TIL KVÖLDS
Sýningar sem tengjast myndlistarverkefninu „Sjálfstætt fólk“ opna allar
í dag, sú fyrsta klukkan tíu og sú síðasta klukkan níu í kvöld.