Fréttablaðið - 19.05.2012, Blaðsíða 94
19. maí 2012 LAUGARDAGUR58
Laugardagur 19. maí 2012
➜ Fundir
11.30 Vigdís Hauksdóttir alþingismað-
ur verður gestur á síðasta
laugardagsspjalli Fram-
sóknarflokksins í vetur.
Þar mun Vigdís fjalla
um spurninguna:
„Eru spurningar um
stjórnarskrána skiljan-
legar?” Fundurinn
er haldinn í
húsakynnum
Framsóknar-
flokksins
að Hverfis-
götu 33.
➜ Hönnun
14.00 Ingibjörg Helga Ágústsdóttir
fatahönnuður opnar sýninguna Mál er að
mæla í Listasal Mosfellsbæjar. Sýningin
er unnin í samstarfi við Bókasafn og
Listasal Mosfellsbæjar en verkin eru
undir áhrifum þjóðsagna og bókverka.
➜ Söfn
13.00 Náttúrugripasafn Seltjarnarness
er 30 ára um þessar mundir og verður að
því tilefni opið almenningi í dag. Safnið
er til húsa í Valhúsaskóla. Einnig verður
myndin Lífríki í landi Seltjarnarness
sýnd í skólanum og boðið upp á fugla-
skoðunarferð undir leiðsögn Jóhanns Óla
Hilmarssonar fuglafræðings klukkan 14.
➜ Umræður
14.00 Heimspekikaffihúsið á Horninu,
Hafnarstræti, 15. Umræðuefnið er: Af
hverju komumst við ekki að niðurstöðu?
Allir velkomnir.
➜ Opið Hús
13.00 Ýmsir listamenn sýna verk sín á
opnu húsi í Hæðagarði 31. Opið er til
klukkan 18.
➜ Tónlist
22.00 Mugison og félagar slá upp sum-
argiggi á Nasa við Austurvöll. Miðaverð
er kr. 2.000.
➜ Myndlist
11.00 Sýningin Horizonic verður opnuð
í Listasafni Árnesinga í Hveragerði. Við
opnunina flytja grænlensku listamenn-
irnir Jessie Kleemann og Iben Mondrup
gjörning. Sýningin er liður í Listahátíð í
Reykjavík en var skipulögð af ARTnord
tímaritinu.
13.00 Sýningin Netverk bókverka verður
opnuð í Norræna húsinu. Á sýningunni
eru valin bókverk úr safneignum Listahá-
skóla Íslands og Nýlistasafnsins. Sýningin
er í tengslum við ráðstefnuna Art in
Translation og Sjálfstætt fólk á Listahátíð
í Reykjavík.
15.00 Sýningin Kling & Bang, The
Demented Diamond of Kling & Bang’s
Confected Video Archive, verður opnuð
í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi.
Sýningin samanstendur af vídeóverkum
sem Kling & Bang hefur safnað markvisst
síðan 2009.
16.00 Þrjár sýningar úr sýningarverk-
efninu Sjálfstæðu fólki verða opnaðar í
Listasafni ASÍ. Í Ásmundarsal opnar Rúrí
sýninguna Kortlagning framtíðar. Í Arin-
stofu verður sýnt kvikmyndaverk IS-98
- A View from the Other Side. Í Gryfjunni
frumsýnir listahópurinn Wooloo heim-
ildarmyndina New Life Horbelev.
17.00 Sýningin Volumes for Sound eftir
bandarísku listamennina Melissu Dubbin
& Aaron S. Davidson verður opnuð í
Nýlistasafninu. Þar munu Dubbin og
Davidson ásamt bandaríska tónlista-
manninum Shawn Onsgard flytja hljóð-
verk, en saman koma þau fram undir
nafninu Three Planes of Silver.
17.00 Sýningin Texti um listaverk er
sjálfstætt verk eftir Katrínu I. Jónsdóttur
Hjördísardóttur verður opnuð í Artíma
gallerí, Skúlagötu 28. Sýningin stendur
til 27. maí.
19.30 Þórdís Björnsdóttir opnar í nafni
Emmalyn Bee sýninguna Fóru þá Móse-
bækur í Norðurpólnum Seltjarnarnesi.
Þetta er innsetningarverk sem felur í sér
ljósmyndaseríu , innrammað ljóð í fimm
hlutum og skúlptúr.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?