Fréttablaðið - 19.05.2012, Page 104

Fréttablaðið - 19.05.2012, Page 104
19. maí 2012 LAUGARDAGUR68 sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Hannes Þór Halldórsson, markvörður Íslandsmeistara KR, var hetja sinna manna í 3. umferð Pepsi-deildar karla þegar hann varði víti frá Matt Garner í uppbótartíma og sá til þess að KR vann leikinn 3-2 og þar með sinn fyrsta deildarsigur í sumar. Þetta var langt frá því að vera fyrsta vítið sem Hannes nær að stoppa í efstu deild því hann var að verja vítaspyrnu sjötta tíma- bilið í röð. Hannes hefur nú alls varið 7 af 19 vítaspyrn- um sem hann hefur reynt við í efstu deild þar af 3 af 5 sem hann hefur fengið á sig síðan hann skipti úr Fram yfir í KR. Hannes varði tvær víta- spyrnur síðasta sumar, þá fyrri á móti FH-ingn- um Matthíasi Vil- hjálmssyni í 7. umferð og þá seinni frá Framar- anum Steven Lennon í 17. umferð. Að hann skyldi verja bæði vítin átti mikinn þátt í að KR fékk öll þrjú stigin líkt og í leiknum á þriðjudaginn. KR skoraði bæði mörkin sín á móti FH eftir að Hannes varði vítið og sömu sögu er að segja af Framleiknum sem KR vann 2-1. Bæði vítamörkin sem Hannes fékk á sig í fyrra komu í fyrstu sex umferðunum og þau voru bæði á útivelli. Hannes hefur því varið þrjú síðustu víti sem hann hefur reynt við í efstu deild og jafnframt allar þrjár vítaspyrnurn- ar sem hann hefur fengið á sig á KR-vellin- um síðan hann gekk til liðs við Vestur- bæjarlið- ið. - óój KRISTJÁN GAUTI EMILSSON æfir þessa dagana með norska úrvalsdeildarliðinu Brann en hann hefur verið á mála hjá Liverpool síðan 2009. Samningur hans við enska stórliðið rennur út í sumar og líklegt að hann fari frá liðinu þá. Kristján Gauti er átján ára Hafnfirðingur sem er uppalinn í FH. Hannes Þór Halldórsson, markvörður KR-inga: Búinn að verja víti sex sumur í röð HANNES ÞÓR HALL- DÓRSSON Búinn að verja þrjú víti í röð í Pepsi-deildinni. FÓTBOLTI Það verða þrír Pepsi- deildarslagir í 32 liða úrslitum bik- arkeppni KSÍ. Stórleikur umferð- arinnar er leikur ÍA og KR á Akranesi en Skagamenn unnu 3-2 sigur í frábærum leik í 2. umferð Pepsi-deildarinnar á dögunum. Hinir Pepsi-deildarslagirnir eru leikir FH og Fylkis í Kaplakrika og leikur Keflavíkur og Grinda- víkur en Keflvíkingar fóru illa með nágranna sína á dögunum. FH og Fylkir mætast annað árið í röð í 32 liða úrslitunum en í fyrra vann FH vann dramatískan 3-2 sigur. ÍA og KR mætast í fyrsta sinn í bikarnum síðan í úrslitaleikn- um 1999 en KR hefur unnið 8 af 11 bikarleikjum félaganna, þar af eina bikarleik liðanna á Akranesi sumarið 1994. Pepsi-deildar liðin Fram, Breiðablik, Selfoss og Stjarnan fengu öll heimaleik á móti liðum í neðri deildunum en ÍBV heimsæk- ir Víking í Ólafsvík og Valur fer norður og mætir annað hvort KF eða Þór. - óój Dregið í 32 liða úrslit bikarkeppni KSÍ í gærdag: Stórleikur á Skaganum Bikarkeppni KSÍ í karlafl. Leikir í 32 liða úrslitum Stjarnan (A-deild) - Grótta (C-deild) Keflavík (A) - Grindavík (A) KFS (D-deild) - KB (D) KF (C)/Þór (B-deild) - Valur (A) KA (B) - Fjarðabyggð (C) FH (A) - Fylkir (A) Breiðablik (A) - BÍ/Bolungarvík (B) Fram (A) - Haukar (B) Víkingur Ó. (B) - ÍBV (A) Augnablik (D) - Höttur (B) Leiknir R. (B) - Þróttur (B) Víkingur R. (B) - Fjölnir (B) ÍA (A) - KR (A) Þróttur Vogum (D)- Afturelding (C) Selfoss (A) - Njarðvík (C) Dalvík/Reynir (C) - Reynir Sandgerði (C) Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Reykjavík - Reykjanesbæ Akureyri - Húsavík Vestmannaeyjum Steypugljái á stéttina í sumar Rekstrarvörur - vinna með þér BADMINTON Ragna Ingólfsdótt- ir undirbýr sig nú af kappi fyrir Ólympíuleikana í Lundúnum í sumar en í upphafi mánaðarins fékk hún endanlega staðfest að hún væri ein þeirra sem hefðu unnið sér inn þátttökurétt á leikunum. Að baki er fjögurra ára barátta frá síðustu leikum en hún stefnir að því að gera betur en í Peking, þar sem hún þurfti að hætta í miðjum leik vegna meiðsla. „Ég var að keppa við japanska stelpu fyrir framan 50 þúsund öskrandi áhorfendur. Það voru mikil læti og spennan var mikil,“ rifjar Ragna upp. „Í leiknum fannst mér ég aldrei ná að sýna mitt rétta andlit eða hvernig leik- maður ég væri. Svo þegar leikur- inn var í raun að klárast þá gaf hnéð sig endanlega og ég þurfti að hætta,“ sagði Ragna sem hafði þá spilað með slitið krossband í hné í nokkurn tíma. Sjálfsörugg og líður vel Ragna þurfti ár til að jafna sig eftir aðgerð en hefur nú náð fyrri styrk og gott betur. „Í raun finnst mér ég vera í besta formi lífs míns. Badmintonspilarar eru yfirleitt að toppa við 28-30 ára aldurinn og ég er 29 ára gömul. Ég er sjálfsörugg á velli, líður vel og er meiðslalaus.“ Ragna er ein 46 keppenda í ein- liðaleik kvenna á leikunum í sumar en allt miðaðist við að ná sem bestu stöðu á heimslistanum sem gefinn var út 3. maí. Keppendur höfðu eitt ár til að safna stigum á listann með því að keppa á alþjóðlegum mótum. Á þessu ári fór Ragna á sautján mót í fjórtán löndum og var utan í samtals 76 daga. Reyndar var hún í 72. sæti heimslistans en þar sem hvert land má aðeins senda þrjá keppendur á leikana í hverri grein færðist Ragna nógu ofarlega á listann til að komast inn. Hún var í 37. sæti af þeim 46 sem fengu boð. Keppendum verður skipt í sextán riðla og er það í fyrsta sinn sem það er gert. Sigurvegarar riðlanna komast í 16-liða úrslit en áður hefur aðeins verið keppt með útsláttarfyrirkomulagi. Það er því langlíklegast að Ragna fái minnst tvo leiki á leikunum í sumar. Vil ná mínu besta fram Hún á þó erfitt með að setja sér markmið þar sem hún veit ekki hverjum hún muni mæta. Móta- skráin verður ekki gefin út fyrr en viku fyrir leikana. „Í Peking mætti ég stelpu sem var númer ellefu á heimslistan- um og var töluverður getumunur á okkur. Það var því mjög erfitt að byggja sig upp fyrir það,“ sagði Ragna. „Í þetta sinn þarf ég ekki að eyða miklum tíma í að velta því fyrir mér. Það væri gaman að vinna leik og ég yrði mjög ánægð með það. En mér myndi líka líða vel ef mér tækist að ná mínu besta og sýna umheiminum hvernig leik- maður ég er.“ Facebook-færsla breytti öllu Viðtal sem birtist við Rögnu í Fréttablaðinu þann 8. desember síðastliðinn vakti mikla athygli. Þar lýsti hún óánægju með hvern- ig hlúð væri að íslensku afreks- íþróttafólki. „Þetta breytti þvílíkt miklu,“ segir hún. „Þetta byrjaði allt sem færsla á Facebook-síðunni minni og sem betur fer var ég með frétta- menn á vinalistanum sem varð til þess að þetta barst út. Þetta varð til þess að ég fékk mikinn stuðn- ing, bæði frá fyrirtækjum og ein- staklingum, og þetta kom öðrum íþróttamönnum líka til góða.“ Ragna lýsti því í viðtalinu að íþróttamenn geta ekki áunnið sér nein réttindi á meðan þeir stunda sína íþrótt, líkt og aðrir sem eru á venjulegum vinnumarkaði. Hún segir að það sé enn mikið verk að vinna í þessum efnum. „Íþróttamenn eru enn að setja sig í miklar skuldir og ég þekki mörg slík tilvik. Ég skil enn ekki af hverju það er ekkert gert til að hlúa betur að okkar íþróttafólki.“ eirikur@frettabladid.is Í BESTA FORMI LÍFS MÍNS Ragna Ingólfsdóttir stefnir á að sýna sitt rétta andlit á Ólympíuleikunum í Lundúnum í sumar. Árangurinn á leikunum í Peking voru henni vonbrigði en hún vill bæta fyrir það. Breytt keppnisfyrirkomulag er á leikunum í sumar. MEÐ ÞJÁLFARANUM Ragna er hér með þjálfara sínum, Jónasi Huang, eftir að hún fékk staðfestingu á því að hún myndi keppa á Ólympíuleikunum í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.