Fréttablaðið - 19.05.2012, Side 110

Fréttablaðið - 19.05.2012, Side 110
19. maí 2012 LAUGARDAGUR74 PERSÓNAN Elín Lovísa Elíasdóttir Aldur: 21 árs. Starf: Vinnur hjá Arion banka í sumar. Foreldrar: Elías Ægir Jónasson, starfsmaður Íslandsbanka, og Ingibjörg Margrét Ísaksdóttir hjá Vinnumálastofnun. Fjölskylda: Kærastinn heitir Pétur Viðarsson. Búseta: Hafnarfjörður. Stjörnumerki: Bogmaður. Elín Lovísa Elíasdóttir, systir Klöru í The Charlies, sendi nýlega frá sér lagið Hring eftir hring. Guðmundur Reynir Gunnarsson, fótboltamaður í KR og nemandi í hagfræði við Háskóla Íslands, fékk hæstu einkunn frá hinum virta Harvard-háskóla í Bandaríkjunum þar sem hann stundaði skiptinám í vetur. Guðmundur Reynir er kom- inn aftur heim til Íslands og lék sinn fyrsta leik með KR á þriðju- daginn var. Guðmundur stundaði skiptinám við Harvard-háskólann í vetur og lauk önninni með hæstu einkunn í öllum fögum. „Ég tók tvö fög í hag- fræði og tvö fög í sálfræði og fékk „A“ í þeim öllum. Ég er mjög sáttur við einkunnirnar og þær koma sér líklega vel þegar ég sæki um fram- haldsnám eða vinnu í framtíðinni,“ segir Guðmundur, sem stundar- BA nám í hagfræði við Háskóla Íslands. Skiptinámið við Harvard er nýtt af nálinni og enn er enginn sam- starfsamningur á milli háskólanna tveggja og þurfti Guðmundur því að fá sérstakt leyfi frá HÍ fyrir skiptináminu. „Námið var öðruvísi en ég átti að venjast, það var mikið af verkefnaskilum yfir önnina og mikið lagt upp úr virkni og vinnu í tímum þannig að lokaprófin sjálf höfðu minna vægi.“ Guðmundur eyddi lunganum úr deginum í nám og verkefnavinnu og spilaði fótbolta með skólalið- inu í frítíma sínum. „Ég bjó rétt hjá stúdentagörðunum og mætti snemma morguns í skólann og var þar meira og minna allan daginn. Kvöldin fóru svo annaðhvort í að sinna félagslífinu eða lærdómi.“ Undirbúningstímabilið hófst í nóvember og missti Guðmundur að miklu leyti af því vegna skipti- námsins. Hann lék sinn fyrsta leik á þessu tímabili á þriðjudaginn og hyggst einbeita sér alfarið að boltanum í sumar enda er mikið í húfi því KR-ingar þurfa að verja bæði Íslands- og bikarmeistara- titilinn. Inntur eftir því hvað liðs- félögum hans þyki um hinn góða námsárangur segir Guðmundur þá helst gera góðlátlegt grín að honum. „Þeir gera nú mest grín að þessu og reyna að finna eins marga brandara út á þetta og þeir geta. Ég tek því létt og hef bara gaman af þessu.“ sara@frettabladid.is GUÐMUNDUR REYNIR GUNNARSSON: ÉG ER MJÖG SÁTTUR Fótboltamaður fær hæstu einkunn í Harvard-háskóla EFNILEGUR Guðmundur Reynir Gunnarsson, hagfræðinemi og fótboltamaður í KR, hlaut hæstu einkunn frá Harvard-háskólanum þar sem hann stundaði skiptinám í vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Við erum á áætlun með hann og það er engin breyting,“ segir Margrét Hrafnsdóttir, fram- leiðandi kvikmyndarinnar Kill the Poet. Hollywood-leikarinn Nick Stahl leikur aðal- hlutverkið í myndinni en ekkert hefur spurst til hans síðan 9. maí síðastliðinn, eða í tíu daga. „Maður á aldrei að trúa því sem maður les í fjölmiðlum,“ segir Margrét og segir að málið hafi verið blásið upp vegna frægðar Stahl. Tökur á Kill the Poet eiga að hefjast hér á landi seint í haust. Margrét er sallaróleg og segir hún aðspurð að engin leit sé hafin að nýjum leikara í hlutverkið. Hinn 32 ára Stahl, sem lék í Terminator 3, hefur átt við vandamál að stríða í einkalífinu en hann skildi við eiginkonu sína í janúar. Spurð út í Stahl segir Margrét að hann sé ákaflega hæfileikaríkur. „Ef við skoðum hans feril þá er hann búinn að vinna með Mickey Rourke, Mel Gibson, Marisu Tomei og Char- lize Theron. Allir segja það sama um hann, að hann sé frábært „talent“. Það er okkar lukka að hann hefur mjög gaman af því að taka að sér að leika í indí-myndum. Þetta er Óskars- verðug rulla og þess vegna voru menn spenntir fyrir henni. Það er ástæðan fyrir því að Heath Ledger las handritið rétt áður en hann lést.“ Nick Stahl á að leika skáldið Stein Stein- arr í myndinni og Anita Briem leikur Louisu Matthíasdóttur. Nína Dögg Filippusdóttir leikur Nínu Tryggvadóttur og Björn Hlynur Haraldsson fer með hlutverk Ragnars í Smára, auk þess sem Gísli Örn Garðsson verður í leikarahópnum. Tökur á mynd- inni fara einnig fram í Kanada. Leik- stjóri verður Jón Óttar Ragnarsson. - fb Hvarf Stahl setur ekki strik í reikninginn MARGRÉT HRAFNSDÓTTIR Tökur á Kill the Poet hefjast hér á landi seint í haust. Styrking • Jafnvægi • Fegurð CC Flax Frábært gegn fyrirtíðarspennu fyrir konur á öllum aldri og einkennum breytingaskeiðs Heilbrigðari og grennri konur Rannsókn sýna að konur sem hafa mikið lignans i blóðinu eru að meðaltali með 8,5 kg minni fitumassa en þær konur sem skortir eða hafa lítið af Lignans.** * Howel AB Journal of the American Medical Associaton june 2002 287:3082 ** British Journal of Nutrition(2009), 102: 195-200 Cambridge University. 1 kúfuð teskeið á dag - 40 daga skammtur Fæst í apótekum, heilsubúðum og Krónunni. www.celsus.is Slegið í gegn í vinsældum, frábær árangur ! Mulin hörfræ – Lignans Trönuberjafræ Kalk úr hafþörungum FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT | 512 5100 | STOD2.IS Sunnudaga á Stöð 2 Golden Globe - Besti dramaþáttur ársins Kate McCulley er bandarískur ferðabloggari sem starfar við það að ferðast um heiminn og skrifa um ævintýri sín. McCulley er nú stödd hér á landi og segir Ísland standa undir öllum þeim væntingum sem hún hafði til landsins. Í október árið 2010 ákvað McCul- ley að segja upp starfi sínu og íbúð, pakka föggum sínum og halda á vit ævintýranna. Á meðan á ferðalag- inu stóð hélt hún úti bloggsíðunni Adventurouskate.com, sem nú er orðin hennar lifibrauð. „Ég hafði lengi átt mér þann draum að ferðast um allan heim- inn og hafði ætlað mér að taka ársfrí eftir útskriftina úr háskóla til að ferðast. Ári eftir útskrift var ég í vinnu sem ég þoldi ekki og var orðin dauðþreytt á Boston. Ég átti ekki næga peninga til að ferðast um allan heiminn en ég átti nóg til að fara til Asíu í hálft ár og það gerði ég,“ segir McCulley. Í dag býr hún í fimm vikur í senn hjá kærasta sínum í Bretlandi en þess á milli sinnir hún starfi sínu. McCulley ferðast að mestu ein síns liðs og á bloggsíðu hennar kemur fram að hún vilji sýna að konur geti ferðast einar um á öruggan hátt. „Mér finnst best að ferðast ein því þá hef ég frelsi til að gera allt það sem mig langar til. Ég hef einu sinni verið rænd og það gerðist beint fyrir framan íbúðina mína í Boston.“ Á ferðum sínum hefur McCul- ley meðal annars lent í skipbroti í Indónesíu og hreppt aukahlut- verk í lélegri, þýskri kvikmynd. Hér hyggst hún ganga á jökul, fara í útreiðartúr og í miðnæturköfun. Þegar hún er að lokum spurð hvað henni þyki um land og þjóð kveðst McCulley hrifin. „Ég hafði miklar væntingar til landsins áður en ég kom og það stendur fyllilega undir þeim öllum.“ -sm Draumurinn varð lifibrauðið DRAUMASTARFIÐ Kate McCulley starfar við það að ferðast um heiminn. Hún er nú stödd hér á landi og kveðst hrifin af landi og þjóð. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.