Fréttablaðið - 06.06.2012, Síða 12

Fréttablaðið - 06.06.2012, Síða 12
12 6. júní 2012 MIÐVIKUDAGUR S kóli og nám er vinna barna frá um það bil tveggja ára aldri og að minnsta kosti þar til skólaskyldu lýkur þegar þau eru sextán ára. Langflestir unglingar halda svo námi áfram eftir það fram um tvítugt og drjúgur hluti enn lengur í margs konar starfsnámi eða fræðum. Miklu skiptir því að skólinn sé vettvangur þroska og að börnin vaxi upp í sátt og gleði með vinnustað sínum. Börn eru afar mismunandi og hafa þar af leiðandi mismunandi þarfir varðandi skólavist og nám. Þessu hefur í síauknum mæli verið reynt að mæta bæði í stefnumótun um skóla, svo sem í lögum og námsskrá, og úti á akrinum í skólunum sjálfum með sveigjanlegum kennsluháttum og breyttu skipulagi. Meðal þess sem talsvert hefur verið rætt en erfiðar hefur gengið að framkvæma er að gera skil milli skólastiga sveigjan- legri. Þetta á við um skilin bæði við upphaf og lok grunnskólans. Um allnokkurt árabil hafa nokkrir einkaskólar boðið upp á svokallaða fimmárabekki og þróað þannig nám á leikskólastigi með meiri grunnskólabrag en hægt er að bjóða börnum innan leikskólans. Um árabil var grunnskólanemendum einnig boðið að taka framhaldsskólaáfanga meðfram grunnskólanámi þannig að þeir væru í raun komnir af stað með framhaldsskólanám fyrir upphaf formlegrar framhaldsskólagöngu. Vegna ágreinings um kostnað vegna þessa náms hefur þessi valkostur ekki þróast eins og vonast var eftir. Samstarf leik- og grunnskóla hefur aukist þannig að flest börn sem hefja skólagöngu hafa komið oftar en einu sinni í skólann sinn áður en grunnskólagangan hefst og gera sér áreiðanlega betur í hugarlund hvað bíður þeirra þar en foreldrar þeirra gerðu þegar þeir byrjuðu í skóla, hvað þá afar þeirra og ömmur. Að auki hefur þróun átt sér stað í námi leikskólabarna og er elstu börnum leikskólans nú víðast hvar boðin dagskrá sem hefur að markmiði að aðlaga þau að því sem koma skal í grunn- skóla. Í Flataskóla í Garðabæ hefur nú verið ákveðið að bjóða upp á nám fyrir fimm ára börn í skólanum. Þetta er liður í samrekstri leik- og grunnskóla sem verið er að skoða um þessar mundir í Garðabæ og verður foreldrum fimm ára barna boðið að velja á milli þess að börn þeirra séu áfram í leikskóla eða fari í grunn- skóla þennan síðasta vetur leikskólastigsins. Þetta er áhugaverð tilraun hjá Garðbæingum og rökrétt framhald af þeirri þróun sem átt hefur sér stað í íslenskum skólum undanfarna áratugi. Gera má ráð fyrir að önnur sveitar- félög eigi eftir að taka upp þennan þráð og reyna mismunandi útfærslur á framkvæmdinni. Í slíku þróunarstarfi verður að gæta þess að þó að sumum börnum geti hentað vel að stunda nám með grunnskólabrag þegar þau eru fimm ára þá hentar flestum áreiðanlega best að stunda nám sitt og leik innan þess ramma sem leikskólinn býður. Markmiðið verður alltaf að vera það að bjóða hverju barni þann kost sem best á við. FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 greinar@frettabladid.is Steinnunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is SKOÐUN FRÁ DEGI TIL DAGS HALLDÓR Útvegsmenn, landssamband þeirra og viðhengi hafa stundað grímulausan áróður gegn veiðileyfagjaldinu með öllum tiltækum ráðum. Það auglýsingaflóð hefur sjálfsagt kostað skildinginn. Núna ætla þeir að binda flotann við bryggju. Hvað gera þeir næst? Venjulega þegar gjá myndast milli þings og þjóðar safnar þjóðin nöfnum á undir- skriftarlista og fer með hann til forsetans. Síðan er málið eftir atvikum afgreitt í þjóðaratkvæðagreiðslu með lýðræðisleg- um hætti. Útvegsmenn gera ekkert slíkt. Þeir vita sem er að stór meirihluti þjóðar- innar er ósammála þeim. Þeir hafa kosið leið valdbeitingar í skjóli fjármagns. Þess vegna er gjá milli þjóðar og útvegsmanna. Hópar sem vilja að þjóðar- viljinn komi skýrt fram hafa að undan- förnu safnað undirskriftum á netinu til að kalla fram þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíðarskipulag við stjórn fiskveiða á http://thjodareign.is/. Samfara þjóðaratkvæðagreiðslu verður mikil umræða sem yrði mjög upplýsandi. Það liggur nefnilega fiskur undir steini. Það eru tvö frumvörp sem liggja fyrir Alþingi. Frumvarpið um veiðileyfagjald- ið sem mest er rifist um en skugga þess leggur yfir annað frumvarp, frumvarpið um stjórn fiskveiða. Það snýr að stjórn fiskveiða og er mun mikilvægara því þar geta handhafar kvótans haldið kvótanum í 20 ár og jafnvel lengur. Í dag fá útgerðar- menn kvótann til eins árs í senn. Afleið- ingin er að kvótinn mun færast mun nær því að verða eign útvegsmanna, sem er þeim ekki á móti skapi en í hrópandi and- stöðu við vilja þjóðarinnar. Þess vegna verður að stöðva frumvarpið um stjórn fiskveiða, þess vegna verðum við að skrifa okkur á http://thjodareign.is/ og kalla fram þjóðaratkvæðagreiðslu um sjávarauð- lindina okkar. Gjá milli þjóðar og útvegsmanna Sjávar- útvegsmál Gunnar Skúli Ármannsson læknir Helga Þórðardóttir kennari Það snýr að stjórn fisk- veiða og er mun mikil- vægara því þar geta handhafar kvótans haldið kvótanum í 20 ár og jafnvel lengur. Í dag fá útgerðarmenn kvótann til eins árs í senn. Innflutningsbann á kvabb Alþingismönnum og fjölmiðlafólki var boðið á starfsmannafund Brims í gær til að fylgjast með skoðana- skiptum forsvarsmanna, starfsfólks og sjávarútvegsráðherra. Einn gesta, Jón Gunnarsson alþingismaður, gat þó ekki á sér setið og reyndi með fyrirspurn að flytja hið hefðbundna kvabb sem viðgengst í þingsal yfir í fundarsal. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, tók í taumana og þaggaði niður í Jóni. „Nei, nei, nei. Þú talaðir við mig um þetta í síma og við sömdum um þetta. Þetta er ekki í boði“, sagði Guðmundur og hlaut fyrir vikið verðskuldað lófaklapp. Forsetinn og þingrofsréttur Ólafur Ragnar Grímsson hefur tekið afgerandi forystu í skoðanakönnun- um og í kappræðum frambjóðenda á Stöð 2 á dögunum styrkti hann frekar stöðu sína en hitt. Hann er enda með fróðari mönnum um stjórn- málasögu og stjórnskipun landsins. Í kappræðunum sagði hann meðal annars, til marks um valdsvið forseta, að Sveinn Björnsson hefði í forsetatíð sinni synjað Ólafi Thors for- sætisráðherra um þingrof árið 1950. Takmarkað for- dæmisgildi Enginn gat hrak- ið þá fullyrðingu í beinni, en Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur setur þennan atburð í annað samhengi í blaðagrein í gær. Þar er bent á að stjórn Ólafs Thors hafi verið minni- hlutastjórn sem hafði þegar beðist lausnar og alls óvíst að þingrofstillag- an hefði meirihluta á þingi. Beiðnin hafi einnig verið sett óformlega fram við forseta, meðal annarra valmögu- leika, og því sé fordæmisgildi þessara skoðanaskipta Sveins og Ólafs afar takmarkað. Gott væri að hafa fræðimenn til taks í beinni til að rétta sjónarhorn í umræðunni. thorgils@frettabladid.is Sveigjanleg skil milli skólastiga: Aukið val

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.