Fréttablaðið - 06.06.2012, Page 16
Fróðleiksmolinn
| 2 6. júní 2012 | miðvikudagur
Dagatal viðskiptalífsins
dagatal viðskiptalífsins
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ
➜ Fasteignamarkaðurinn í mánuðinum eftir landshlutum
➜ Gistinætur og gestakomur
➜ Lífeyrissjóðir - hagtölur SÍ
FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ
➜ Talning úr Þjóðskrá Íslands
➜ Bein fjárfesting – hagtölur SÍ
➜ Efnahagur Seðlabanka Íslands – hagtölur SÍ
➜ Morgunfundur um olíu á drekasvæðinu
FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ
➜ Vísitala launa á fyrsta ársfjórðungi 2012
➜ Landsframleiðsla á fyrsta ársfjórðungi 2012
➜ Erlend staða Seðlabankans – hagtölur SÍ
➜ Aðalfundur Haga
➜ Útboð ríkisbréfa
MÁNUDAGUR 11. JÚNÍ
➜ Fjármál hins opinbera á fyrsta ársfjórðungi 2012
➜ Markaðsupplýsingar Lánamála Ríkisins
ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ
➜ Fjöldi þinglýstra leigusamninga
➜ Atvinnuleysi í maí 2012
➜ Greiðslumiðlun
MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ
➜ Vaxtaákvörðunardagur SÍ
➜ Gjaldeyrisforði og tengdir liðir – hagtölur SÍ
➜ Útboð ríkisvíxla
FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ
➜ Vísitala launakostnaðar
➜ Fiskafli í maí 2012
➜ Smásöluvísitala RSV
➜ Tryggingafélög – hagtölur SÍ
Allar markaðsupplýsingar eru aðgengilegar á
Við erum alltaf á tíma…
…á þínum tíma!
Akureyrarflugvelli | 600 Akureyri | 414 6960 | www.norlandair.is | norlandair@norlandair.isHraðfleyg 7 breið og þægileg sæti
Leiguflug innanlands og milli landa
Saga Capital hf., sem lengi vel
var fjárfestingabanki, hefur
verið tekið til slitameðferðar og
félaginu skipuð slitastjórn. Þetta
gerist í kjölfar þess að Héraðs-
dómur Norðurlands eystra úr-
skurðaði að krafa Fjármálaeftir-
litsins (FME) um að félagið yrði
tekið til slitameðferðar væri rétt-
mæt. Kröfulýsingarfrestur er til
24. ágúst næstkomandi. Þetta
kemur fram í innköllun sem birt-
ist í Lögbirtingarblaðinu á mánu-
dag. Í slitastjórn voru skipaðir
Ástráður Haraldsson, Arnar Sig-
fússon og Sigrún Guðmundsdóttir.
FME afturkallaði starfsleyfi Sögu
sem fjárfestingabanka í október
2011 þar sem hann fullnægði ekki
ákvæðum laga um fjármálafyrir-
tæki um eigið fé. Í kjölfarið var
nafni hans breytt aftur í Sögu
Capital og félaginu bannað að
kalla sig banka.
Forsvarsmenn Sögu reyndu að
fá ákvörðunina ógilta en Héraðs-
dómur Reykjavíkur staðfesti hana
í mars síðastliðnum. Í kjölfarið
höfðaði FME mál og gerði kröfu
um að Sögu yrði slitið. Saga Capi-
tal tapaði samtals 8,3 milljörðum
króna á árunum 2008-2010. Seðla-
banki Íslands átti óbeinan tíu pró-
senta hlut í félaginu sem nú er tap-
aður. Forsaga þess að bankinn
eignaðist þann hlut er sú að rík-
issjóður veitti Sögu 19,6 milljarða
króna lán í mars 2009 á tveggja
prósenta vöxtum, sem var langt
undir þáverandi ávöxtunarkröfu
sem var um tólf prósent. Saga nú-
virti lánið og bjó þar með til nægi-
lega mikla eign í bókhaldi sínu til
að sýna jákvætt eigið fé. Þetta lán
er tapað að langmestu leyti. -þsj
Seðlabankinn á tíu prósenta hlut í Sögu sem mun tapast:
Saga Capital í slitameðferð
LÍFEYRISSJÓÐIR
Magnús Þorlákur Lúðvíksson
magnusl@frettabladid.is
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins,
LSR, hefur selt allan eignarhlut sinn
í Bakkavör Group. Barst LSR tilboð
í eignarhlutinn eftir að hugmyndir
um hlutafjáraukningu Bakkavarar
voru kynntar en LSR lagðist gegn
samþykkt á hluthafasamkomulagi
sem byggði á hugmyndunum og var
samþykkt á hluthafafundi 23. maí.
LSR hafði þó þegar selt hlutinn
þegar fundurinn fór fram.
„Við fengum tilboð í gegnum
ótengdan aðila en samkvæmt efni
þess samnings sem gerður var um
söluna í kjölfarið ríkir trúnaður
um efni hans fyrst um sinn. Ég get
þó staðfest að við höfum selt allan
okkar eignarhlut og eigum því ekk-
ert lengur í Bakkavör,“ segir Hauk-
ur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri
LSR.
Haukur segir að LSR hafi ekki
verið sáttur við þær hugmyndir sem
kynntar voru á hluthafafundi Bak-
kavarar Group um hlutafjáraukn-
ingu félagsins. „Það hefur verið
ljóst í nokkurn tíma að forsendur
þess nauðasamnings sem kröfuhaf-
ar gerðu við félagið á sínum tíma
hafa ekki gengið eftir. Reksturinn
hefur einfaldlega verið erfiðari en
miðað var við í forsendum samn-
ingsins. Það kallaði því á breytingar
sem hafa verið kynntar, meðal ann-
ars um aukið hlutafé,“ segir Hauk-
ur og heldur áfram: „Við settum
okkur hins vegar upp á móti þeim
hugmyndum og þegar tilboðið barst
ákváðum við því fremur að taka því
en að vinna eftir samkomulaginu.“
Í samkomulaginu fólst að íslensk-
ir kröfuhafar Bakkavarar Group
myndu eignast félagið að mestu.
Á sama tíma myndi falla úr gildi
hluthafasamkomulag sem tryggði
þeim Ágústi og Lýði Guðmundssyni
meirihluta í stjórn félagsins og þá
skyldu bræðurnir skila eignarhlut
í Bakkavör Group til Klakka, áður
Exista, sem færður var út úr fé-
laginu árið 2009.
Á móti var samþykkt að bræðurn-
ir gætu keypt allt að 25 prósenta hlut
í félaginu og myndi hlutur annarra
hluthafa þynnast út. Fyrir hlutinn
myndu þeir greiða um fjóra millj-
arða króna sem er talsvert undir
markaðsvirði félagsins en hlutafé
þess er talið 20 til 40 milljarða króna
virði.
Fréttablaðið hefur áður greint frá
því að hópur hluthafa í Bakkavör
Group var á móti þeim hugmynd-
um sem kynntar voru á hluthafa-
fundi félagsins 23. maí síðastliðinn
um skilyrta hlutafjáraukningu.
Einn af þeim aðilum sem settu
sig upp á móti samkomulaginu var
Landsbankinn sem sat hjá við at-
kvæðagreiðslu um samkomulagið.
Var meðal annars haft eftir Krist-
jáni Kristjánssyni, upplýsingafull-
trúa Landsbankans, í Fréttablaðinu
síðasta föstudag að bankinn hefði
verið mjög óánægður með það verð
sem bræðrunum bauðst í hlutafjár-
aukningunni og marglýst yfir and-
stöðu við samkomulagið.
Vinna við gerð samkomulagsins
var leidd af Arion banka sem var
stærsti einstaki kröfuhafi Bakkav-
arar Group. Aðrir stórir kröfuhaf-
ar voru skilanefnd Glitnis, LSR,
Lífeyrissjóður verzlunarmanna
og Gildi lífeyrissjóður.
LSR selur í Bakka-
vör vegna óánægju
LSR hefur selt allan eignarhlut sinn í Bakkavör Group. Barst sjóðnum tilboð í hlut-
inn eftir að hugmyndir um hlutafjáraukningu félagsins voru kynntar en LSR lagðist
gegn hluthafasamkomulagi sem samþykkt var á hluthafafundi 23. maí síðastliðinn.
HAUKUR HAFSTEINSSON Haukur segir LSR ekki hafa verið sáttan við það samkomulag um
hlutafjáraukningu í Bakkavör sem samþykkt var á hluthafafundi 23. maí síðastliðinn. Fleiri
hluthafar, þar á meðal Landsbankinn, voru á móti samkomulaginu. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Heildarfjöldi stang- og netaveiddra laxa
Stangveiði skráð
Fjöldi sleppt
Heimild: Veiðimálastofnun
Skráð: 5. júní 2012
100 k
90 k
80 k
70 k
60 k
50 k
40 k
30 k
20 k
10 k
0
1975 1980 1985 1990 1995 2000 2005 2010
Laxveiðitímabilið 2012 hófst í gær-
morgun með veiði í Norðurá. Sam-
kvæmt heildum frá Veiðimálastofnum
var sumarið 2011 það fjórða besta frá
upphafi. Alls veiddust þá 55.639 laxar
á stöng en af þeim var 16.876 löxum
sleppt í árnar aftur sem er um 30%
af stangveiddum laxi. Hlutfall
“veiða og sleppa“ hefur aukist
jafnt og þétt frá árinu 1996, úr 2%
í 30% af öllum stangveiddum laxi.
Af veiddum löxum sumarið 2011
var 81% smálaxar (eins árs fiskur)
og 19% stórlaxar. Heildarþyngd
allar landaðra laxa í stangveiði var
101.720 kg.
Almennt er búist við að laxveiði
verði yfir meðallagi í sumar þó
ekki sé gert ráð fyrir met ári. Árið
2008 var met ár en þá veiddust
84.124 laxar á stöng og 23% af
laxinum var sleppt í árnar aftur.