Fréttablaðið - 06.06.2012, Side 38
6. júní 2012 MIÐVIKUDAGUR26
GOTT Á GRILLIÐ
„Hamborgarar eru bestir á
grillið. Ég borða svo sjaldan
hamborgara en get ekki staðist
þá grillaða og úr alvöru kjöti.
Svo er grillaður kúrbítur líka
í uppáhaldi, penslaður með
ólífuolíu og sjávarsalti.“
Ebba Guðný Guðmundsdóttir, rithöf-
undur og matarráðgjafi
Heimildarmynd um tónlistar-
sögu Suðurnesja er í undirbúningi.
Tökur hefjast á tónlistarhátíðinni
Keflavík Music Festival á fimmtu-
daginn.
„Þegar ég frétti að það ætti að
halda þessa hátíð ákvað ég að gera
þetta. Ég var nýbúinn að gera stutt-
mynd sem gekk vel og mér fannst
eins og það væri hægt að gera eitt-
hvað „kúl“ úr þessu,“ segir leik-
stjórinn Anton Ingi Sigurðsson.
Stuttmyndin heitir Grafir og bein
og voru Hilmir Snær Guðnason og
Margrét Vilhjálmsdóttir í aðalhlut-
verkum. Að sögn Antons Inga verð-
ur heimildarmyndin í fullri lengd.
„Þetta er frekar stórt verkefni,
enda um tónlistarsögu Suðurnesja.
Það er úr hellingi að velja þar.“
Bítlabærinn Keflavík verður áber-
andi í myndinni og verður þar
fjallað um goðsagnir á borð við
Rúnar Júlíusson og Magnús Kjart-
ansson. Einnig koma við sögu
hljómsveitirnar Of Monsters and
Men, sem kemur að hluta til úr
Garði, og Klassart úr Sandgerði.
Á Keflavík Music Festival verður
svo fylgt eftir flytjendum á borð við
Retro Stefson, Lay Low og Sykur.
Með Antoni Inga koma að myndinni
framleiðendurnir Erlingur Jack
Guðmundsson, Garðar Örn Arnar-
son og þeir Ólafur Geir Jónsson og
Pálmi Þór Erlingsson sem skipu-
leggja Keflavík Music Festival.
Til stendur að frumsýna myndina
á Ljósanótt í Reykjanesbæ í haust
og sýna hana víðar í framhaldinu.
Útgáfa á mynddiski er einnig fyrir-
huguð.
Keflavík Music Festival verð-
ur haldin í fyrsta sinn 7. til 10.
júní. Hátíðin fer fram á helstu
skemmtistöðum Reykjanesbæjar
og hefst hún á tónleikum á Ránni
með hljómsveitunum Valdimar og
Klassart. Um eitt hundrað flytjend-
ur koma fram á hátíðinni.
freyr@frettabladid.is
ANTON INGI SIGURÐSSON: ÞETTA ER FREKAR STÓRT VERKEFNI
Gera heimildarmynd um
tónlistarsögu Suðurnesja
NÝ HEIMILDARMYND
Fjallað verður um Of Monsters and Men og fleiri flytjendur í
nýrri heimildarmynd sem Anton Ingi Sigurðsson leikstýrir. Rúnar
Júlíusson kemur að sjálfsögðu einnig við sögu í myndinni.
„Þetta er að aukast. Það er kominn fiðringur í menn
fyrir helgina,“ segir Sigurður Garðarsson hjá Jóa
útherja.
Sala á landsliðstreyjum hefur verið að aukast að
undanförnu í tengslum við EM í fótbolta sem hefst í
Póllandi og Úkraínu á föstudaginn. Aðspurður segir
Sigurður að alls konar búningar hafi verið að seljast í
versluninni. „Þýski er alltaf vinsæll og svo eru flottir
búningar eins og Holland og Frakkland. Sumir kaupa
útlitið en aðrir kaupa liðið sitt.“ Hann býst einnig við
því að spænska treyjan eigi eftir að taka kipp, þó svo
að sú þýska hafi enn yfirhöndina.
Þeir hörðustu láta merkja treyjuna sína og að sögn
Sigurðar hefur Þjóðverjinn Mesut Özil sem leikur
með Real Madrid verið hvað heitastur. Margir hafa
einnig smellt Ronaldo á portúgölsku treyjuna sína.
Íslenska landsliðið tekur ekki þátt í EM frekar en
fyrri daginn en íslensku landsliðstreyjurnar seljast
samt reglulega. „Hún er keypt bæði af Íslendingum
og erlendum ferðamönnum. Það er skemmtilegt að
eiga svona þekkta knattspyrnumenn eins og Kolbein
Sigþórsson og Gylfa Sigurðsson. Þeir eru að virka
vel.“ -fb
Þýska landsliðstreyjan vinsæl
ÞJÓÐVERJAR VINSÆLIR Þýska landsliðstreyjan hefur verið
vinsæl, að sögn Sigurðar Garðarssonar hjá Jóa útherja.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
„Það er heiður að leika á móti
svona reyndum leikara,“ segir
Melkorka Óskarsdóttir. Hún hefur
hlotið mikið lof fyrir leik sinn í
leikritinu Beast í London, sem
frumsýnt var á miðvikudaginn var.
Melkorka útskrifaðist fyrir fjór-
um árum með BA-gráðu í leiklist
frá London Academy of Music
and Dramatic Art og er þetta með
fyrstu verkefnum hennar á þar-
lendu leiksviði.
„Ég hef leikið í auglýsingum og
tekið að mér smærri hlutverk í bíó-
myndum og þáttum. Eftir útskrift
hef ég lítið leikið á Íslandi en meðal
annars í stuttmynd Marteins Þóris-
sonar, leikstjóra Roklands.“
Gagnrýnendur hafa farið fögr-
um orðum um sýninguna og fékk
hún fimm stjörnu dóm á vefsíðu
The Public Reviews. Þar er Mel-
korka sögð sýna mikinn þroska og
dýpt í leik miðað við aldur ásamt
því að vera skemmtileg áhorfs.
Mótleikari hennar er Kieron
Jecchinis. Hann á að baki langan
feril í breskum leikhúsheimi.
„Síðast fór hann með hlutverk
í leikritinu Bingo á móti hinum
þekkta Patrick Stewart í heims-
fræga leikhúsinu Old Vic.“ Jecch-
inis hefur einnig leikið í kvikmynd-
um og er eflaust þekktastur fyrir
leik sinn í Full Metal Jacket eftir
Stanley Kubrick.
Leikritið fjallar um ástarsam-
band eldri listamanns við vændis-
konu. Samleikur þeirra er í áður-
nefndum dómi sagður vera nálægt
því að endurvekja fræg ummæli
Charles Spencer, gagnrýnanda
Telegraph, um algjört leikhús-
Viagra.
„Á köflum er verkið mjög sorg-
legt og við höfum grætt marga,
sem er mjög gaman.“
Ungi leikhópurinn UNTitled
Theatre stendur að baki uppsetn-
ingunni sem verður sýnd til 17.
júní.
Einnig koma þau fram á hátíð
tengdri Ólympíuleikunum í júlí.
-hþt
Samleikurinn leikhús-Viagra
FIMM STJÖRNUR Melkorka fær mikið lof
fyrir leik sinn á breskum leikhúsfjölum.