Fréttablaðið - 13.06.2012, Qupperneq 8
13. júní 2012 MIÐVIKUDAGUR8
1. Hvaða læknir fékk Norrænu lýð-
heilsuverðlaunin 2012?
2. Hvaða fyrirtæki setti upp ólögleg
auglýsingaspjöld í Reykjavík?
3. Hvað sóttu tveir björgunar-
sveitarmenn ofan í gjótu í Vest-
manneyjum?
SVÖR
1. Haraldur Briem 2. Zo-On 3. Lamb
Íslenskar gullauga kartöflur
Íslensk hreindýrateik úr læri
120 gr Hamborgarar • Gott verð
FLOTTUR STÓR HUMAR
5.500 kr.kg ( 1 kg. í öskju )
Heitur matur frá
11.30-13.30
og 17.00-19.00
Góð Laxaflök •
Fiskisteikur í úrvali
Fiskur á grillið eða í ofninn
Grillsagað lambakjöt
1.100 kr.kg ( 6-8 kg. í poka )
Örugglega bestu kaupin
Beinlaus Lambasteik,
kryddaðar rúllur beint í
ofnin 1.390 kr.kg
SAMFÉLAGSMÁL „Við munum klár-
lega senda þá áskorun til okkar
sérsambanda að við fordæmum
alla slíka hegðun í ljósi þessarar
umræðu,“ segir Líney Rut Hall-
dórsdóttir, framkvæmdastjóri
Íþróttasambands Íslands (ÍSÍ).
„Svona á ekki að eiga sér stað.“
Ómar Ragnarsson greindi frá
því á bloggsíðu sinni um helgina að
busanir nýliða innan íþróttahreyf-
inga landsins verði oft svo ofbeldis-
fullar að mennirnir sem fyrir þeim
verða geti vart setið eða gengið á
eftir, meðal annars eftir að hafa
verið hýddir í sturtu. Líney segir
fregnirnar hafa komið sér í opna
skjöldu og lét sviðsstjóra innan
sambandsins, Viðar Sigurjónsson,
því kanna málið. Viðar hafði sam-
band við sérsambönd ÍSÍ og segist
ekkert hafa heyrt sem rími við frá-
sögn Ómars.
„Ég hef talað við forystumenn
sambandanna og þeir kannast ekki
við þessi mál með þeim hætti sem
Ómar lýsir,“ segir hann. „En það
breytir því ekki að við hjá forystu-
sveit hreyfingarinnar tökum allt
svona alvarlega. Við munum senda
út ábendingar til okkar sambands-
aðila um að skoða þessi mál innan
sinna raða til að vera viss um að
svona tíðkist ekki.“
Viðar segir sömu þróun hafa
orðið innan íþróttahreyfinga varð-
andi nýliðavígslur og hjá fram-
haldsskólum. Nýliðar í landsliðum
séu nú til dags látnir flytja ræður,
syngja lög eða bera töskur. Ofbeldi
eins og hýðingar tíðkist ekki.
„Val á hugtökum í bloggi Ómars
á ekkert skylt við það sem á sér
stað innan hreyfingarinnar,“ segir
Viðar. - sv
ÍSÍ segir forsvarsmenn sérsambanda þvertaka fyrir að ofbeldisfull busun nýliða tíðkist innan íþróttafélaga:
ÍSÍ fordæmir ofbeldisfullar busavígslur
KOM FRAMKVÆMDASTJÓRA Á ÓVART
Umfjöllun um ofbeldisfullar busavígslur
innan íþróttahreyfinga kom fram-
kvæmdastjóra ÍSÍ verulega á óvart.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
SAMGÖNGUR Umræðu um ríkis-
ábyrgð vegna fjármögnunar Vaðla-
heiðarganga lauk á Alþingi í gær.
Oddný G. Harðardóttir fjármála-
ráðherra fer fram á heimild fyrir
ríkissjóð til að undirrita lánasamn-
ing við Vaðlaheiðargöng hf. vegna
framkvæmda við göngin fyrir allt
að 8,7 milljarða króna.
Félagið sjálft, eignir þess og
tekjustreymi eiga að vera fullnægj-
andi tryggingar fyrir láninu.
„Hér er um afar brýnt verkefni
að ræða sem mun koma þjóðinni
allri til góða í framtíðinni,“ sagði
Oddný þegar hún mælti fyrir frum-
varpinu. Hún sagði göngin vera á
samgönguáætlun og ef ekki yrði
farið í framkvæmdina með þessum
hætti væru allar líkur á að ríkis-
sjóður myndi kosta hana að fullu
þegar þar að kæmi.
„Með því að vinna með heima-
mönnum að framgangi þessa verk-
efnis í sérstöku félagi, í stað þess að
ríkissjóður kosti framkvæmdina að
fullu þegar að henni kemur í sam-
gönguáætlun, er ríkið að ná fram
miklum ávinningi.“
Þeir sem tala gegn málinu hafa
bent á að það sé neðarlega á sam-
gönguáætlun og önnur göng séu
þar í meiri forgangi. Ekki sé rétt
að taka eina framkvæmd fram yfir
opinbera stefnumótun. Þá hefur
verið sett spurningarmerki við
aðkomu ríkisins að málinu.
„Hér er um aðferð að ræða sem
ber nokkurn keim af því, svo vægt
sé til orða tekið, að verið sé að fara
fram hjá efnahag ríkisins með þetta
verkefni,“ sagði Birgir Ármanns-
son, þingmaður Sjálfstæðisflokks-
ins, þegar málið var lagt fram.
„Það er í þessu áhætta sem á
eftir að meta miklu betur en gert
hefur verið. Þrátt fyrir að verk-
efnið sem slíkt sé fallegt, jákvætt
og gott þá er verið að koma með
það inn í þingið á forsendum sem
ég er hræddur um að standist
ekki.“
Meirihluti fjárlaganefndar
mælir með því að frumvarpið
verði samþykkt óbreytt. Ákveðin
áhætta felist í því en samfélagsleg-
ur ávinningur verksins sé umtals-
verður. kolbeinn@frettabladid.is
Umræðu lokið um
göng en afdrif óljós
Alþingi hefur lokið umræðu um fjármögnun Vaðlaheiðarganga og atkvæða-
greiðslan ein er eftir. Óljóst er um stuðning og gengur málið þvert á alla flokka.
Tekist er á um hvort taka eigi framkvæmdina fram yfir samgönguáætlun.
ODDNÝ G.
HARÐARDÓTTIR
BIRGIR
ÁRMANNSSON
VAÐLAHEIÐI Fyrirhuguð göng verða 7,4 km að lengd og munu stytta þjóðveg 1 um 15,7
km, eða um rúmar 10 mínútur sé ekið á 90 km hraða. Heildarkostnaður við göngin
verður um 11 milljarðar og lánar ríkið 8,7 milljarða. FRÉTTABLAÐIÐ/KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
GRÆNLAND Grænlenska landsstjórnin mun ásamt Evr-
ópusambandinu, ESB, undirrita í Nuuk í dag yfirlýs-
ingu sem á að tryggja að Kínverjar fái ekki einkarétt
á sölu fjölda mikilvægra bergtegunda í landgrunni
Grænlands, heldur verði þær boðnar út á frjálsum
markaði.
Kínversk fyrirtæki geta tekið þátt í vinnslu svo-
kallaðra „sjaldgæfra bergtegunda“ á Grænlandi og
sölu þeirra en grænlenska landsstjórnin skuldbindur
sig nú til að tryggja að viðskipti með bergtegundirnar
verði frjáls, að því er segir á vef danska ríkisútvarps-
ins.
Gert er ráð fyrir að Grænlendingar fái 25 milljóna
evra fjárhagsstuðning á komandi árum við vinnslu
bergtegundanna vegna samvinnunnar við ESB.
Stjórnvöld í Danmörku reyndu fyrr á þessu ári
að hafa meiri áhrif á samningana við ESB. Danska
stjórnin, sem styðst við greiningu leyniþjónustu hers-
ins, er þeirrar skoðunar að „sjaldgæfar bergtegund-
ir“ hafi svo mikið hernaðarlegt gildi að líta verði svo
á að vinnsla þeirra heyri undir utanríkis- og öryggis-
mál sem heyri undir Danmörku.
Kína hefur nú yfirráð yfir 95 prósentum af heims-
framleiðslunni úr sjaldgæfum bergtegundum sem
meðal annars eru notaðar í háþróuð vopnakerfi, far-
síma, vindmyllur og ýmsar hátæknivörur. Þess vegna
hafa ríkisstjórnir, leyniþjónustur og iðnfyrirtæki á
Vesturlöndum lengi reynt að koma í veg fyrir að Kín-
verjar fái einkarétt yfir bergtegundunum við Græn-
land sem eru þær mestu utan Kína. Kínverjar hafa
áður notað yfirráð sín yfir sjaldgæfum bergtegundum
til dæmis til þess að þvinga Japani til að fylgja fyrir-
mælum sínum. - ibs
Grænlenska landsstjórnin og ESB semja um sölu bergtegunda:
Komið í veg fyrir einkarétt Kína
Í NUUK Þessi leikskólabörn vöktu áhuga ljósmyndara blaðsins
þegar hann var í Nuuk fyrir nokkru. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHEMÓtrúlegt
úrval íbúða til sölu
eða leigu!
STÆRSTI
HÚSNÆÐISVEFUR
LANDSINS
Óviss afdrif
Andstaða við málið gengur
þvert á alla flokka og fjölmargir
stjórnarliðar hafa lýst sig and-
snúna málinu. Það er því nokkur
spenna í loftinu um afdrif þess við
atkvæðagreiðslu.
Heimildarmenn Fréttablaðsins
telja þó að það verði samþykkt. Sú
staðreynd að umræðu um málið
hafi lokið og atkvæðagreiðsla sé
fyrirhuguð bendi til þess.
Alþingi greiðir atkvæði um
málið klukkan þrjú í dag.
VEISTU SVARIÐ?