Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.06.2012, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 13.06.2012, Qupperneq 14
14 13. júní 2012 MIÐVIKUDAGUR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS HALLDÓR Alls liggja nú á fjórða hundrað umsagn-ir fyrir hjá atvinnuveganefnd Alþingis um tillögu til þingsályktunar um vernd og orkunýtingu landsvæða − rammaáætl- un. Er þetta óvenjulegur fjöldi en hátt á þriðja hundrað einstaklinga hafa sent inn umsagnir í eigin nafni. Margar þeirra umsagna eru afar keimlíkar og fyrirmynd að þeim texta hefur mátt finna á vefsíðum ýmissa náttúruverndarsamtaka. Kemur þar ítrekað fram sú fullyrðing að mikil- vægt sé að sem flestir sendi inn umsagnir vegna þess að „magnið“ geti haft áhrif. Umræddar umsagnir eru sumar í formi tölvupósts og finna má dæmi um að í efnis línu (subject) komi fram orðasam- bandið „Massapóstur á Atvinnuvega- nefnd“. Þetta er allt gott og blessað en bætir litlum upplýsingum við fyrir nefndina. Þótt einn hópur kjósi að skipuleggja sig með slíkum hætti segir það ekkert um afstöðu alls þorra landsmanna og ekki er mikið um viðbótarrök í mörgum þessara umsagna. Lýðræði og virkjanir Ef leggja á áherslu á sjónarmið um lýðræðislega aðkomu má minna á að sumir virkjanakostirnir hafa t.d. þegar farið í gegnum lýðræðislegt ferli mats á umhverfisáhrifum, með tilheyrandi opnum umsagnarferlum og ákvarðana- töku lýðræðislega kjörinna fulltrúa á sviði skipulagsmála. Jafnvel eru dæmi um að virkjanakostir hafi verið kosninga- mál í síðustu sveitarstjórnarkosningum og stuðningsmenn umræddra virkjana borið þar sigur úr býtum. Reyndar gerir sú tillaga sem nú liggur fyrir Alþingi ráð fyrir að sumir virkjanakostir þar sem mati á umhverfis áhrifum er lokið og aðal- skipulag og stuðningur sveitarstjórna liggur fyrir fari í bið- eða verndarflokk, þótt verkefnisstjórn hafi raðað þeim mjög framarlega í sínu áralanga faglega ferli. Sem kunnugt er hefur niðurstöðum þess faglega ferlis verið varpað fyrir róða í fyrirliggjandi tillögu, í tvöföldu óljósu ferli á vettvangi stjórnmálanna, en það er önnur umræða. Samorka getur hins vegar glatt þing- heim með því að ekki stendur til að sam- tökin hvetji framvegis til sendinga á „massapósti“ til þingnefnda um einstök þingmál. „Massapóstur“ á þingnefnd Orkumál Gústaf Adolf Skúlason aðstoðar- framkvæmdastjóri Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja Áburðardreifarar Alvöru áhöld og tæki í garðinn og sumarbústaðinn . . . færðu hjá okkur Greinakurlarar “Bumbubanar” Greinaklippur, toppklippur ofl. ÞÓRHF Krókhálsi 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Lónsbakka 601 Akureyri Sími 461-1070 www.thor.is Á standið í Sýrlandi fer stöðugt versnandi. Flestum blöskrar framferði stjórnarhersins og bandamanna hans, ekki sízt skipulögð fjöldamorð á almennum borgurum. Ný skýrsla Sameinuðu þjóðanna sýnir fram á kerfisbundið ofbeldi gegn börnum í landinu, fyrst og fremst af hálfu stjórnvalda. Börn hafa verið pyntuð, beitt kynferðisofbeldi, drepin og bundin við skriðdreka stjórnar- hersins til að fæla uppreisnarmenn frá því að skjóta á þá. Hinir síðastnefndu eru ekki saklausir af voðaverkum, en framferði sýrlenzkra stjórn- valda ber vott um algjöra örvæntingu; Assad forseti og stjórn hans er greinilega að missa tökin. Hætta er á að ástandið í Sýrlandi þróist út í blóðuga borgarastyrjöld, sem jafnvel getur breiðzt út til fleiri ríkja, til dæmis Líbanons. Borgarastyrjöld var raunar orðið sem Kofi Annan, sáttasemjari Sameinuðu þjóðanna og Arababandalagsins, notaði um ástandið í landinu í gær. Þingmenn á Alþingi Íslendinga fordæmdu fjöldamorðin í Sýr- landi við upphaf þingfundar í gær. Ragnheiður Elín Árnadóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallaði fréttir frá landinu réttilega „ömurlegar, ógeðfelldar og ógeðslegar“. Bæði hún og Róbert Marshall, þingmaður Samfylkingarinnar, hvöttu utan- ríkisráðherra til að beita sér á vettvangi Sameinuðu þjóðanna eða Atlantshafsbandalagsins fyrir því að unnt yrði að stöðva drápin í Sýrlandi. Róbert Marshall hefur hins vegar rétt fyrir sér í því að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna er sem stendur ónýtt verkfæri í þessu máli. Þar hafa Rússland og Kína beitt neitunarvaldi gegn hvers konar aðgerðum sem líklegar eru til að duga til að stöðva Assad og koma honum og stjórn hans frá völdum. Án umboðs frá Öryggisráðinu er afar ósennilegt að NATO grípi til aðgerða í Sýrlandi. Raunar er ástæða til að reyna allar leiðir aðrar áður en gripið verður til þess að beita hervaldi til varnar óbreyttum borgurum í Sýrlandi. Þessi heimshluti er þvílík púðurtunna að hernaðaríhlutun gæti haft öfugar afleiðingar. Stjórn Assads skákar enn í skjóli Rússlands og Kína. Þessi ríki vilja ekki samþykkja neins konar íhlutun í „innanríkismálefni“, jafnvel ekki vegna fjöldamorða og mannréttindabrota, enda sjálf ekki með hreinan skjöld. Staðreyndin er sú að Assad og sveitir hans munu halda áfram uppteknum hætti nema voldugustu ríki heims tali einni röddu og útskýri fyrir stjórninni í Sýrlandi að hún sé einangruð og eigi sér enga stuðningsmenn lengur. Þeir sem vilja stöðva morðin í Sýrlandi ættu að hvetja þessi tvö voldugu ríki, sem bæði eiga sendiráð í Reykjavík og eru í góðu kallfæri, til að beita sér af alvöru fyrir því að stöðva blóðbaðið og taka hagsmuni almennra borgara í Sýrlandi fram yfir eigin valdapólitík. Viðurstyggileg fjöldamorð í Sýrlandi: Hvað þarf til að stöðva Assad? Ramminn sem hvarf Beðið var eftir þingsályktunartillögu um rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða með nokk- urri eftirvæntingu. Fæðingin var enda löng og Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra sagði reglulega að málið væri á lokametrunum. Stjórnarliðar sögðu það vera eitt þeirra mála sem lögð yrði áhersla á að kláruð yrðu á yfirstandandi þingi. Svo hvarf ramminn. Á málið hefur varla verið minnst síðustu vikur og lítið hefur farið fyrir því að unnið sé að framgangi þess, fyrir opnum tjöldum að minnsta kosti. Áherslan hefur öll verið á sjávarútveg og, líkt og oft áður, hafa umhverfis- málin horfið í skugga annarra mála. Kosningavitund í lagi Háskólanemar eiga samkvæmt skil- greiningu að hafa gríðarlegan áhuga á þjóðmálum. Í því ljósi er athyglis- vert að sjá að þeir áætla árlega útilegu sína um sömu helgi og kosið verður til forseta. Nemarnir ætla að liggja úti frá föstudegi til sunnudags og því allar líkur á að þeir flykkist til sýslumanns til að kjósa utan kjörfundar áður en herlegheitin hefjast. Erfiður starfi „Ég hef lýst mig reiðubúna til að starfa á hverjum einasta degi fram að kosn- ingum, sem verða vonandi bráðlega,“ sagði Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, á Alþingi 3. maí, þegar rætt var um hvort funda þyrfti fram á sumar. Nú er Vigdís komin í sumarfrí og búin að kalla inn varamann, þó engar hafi kosn- ingarnar orðið. Vigdís lýsti því reyndar yfir í ívitnaðri ræðu að þingmenn gætu einmitt gert það og það er rétt. Alþingi er ekki leikskóli sem loka þarf í mánuð vegna sumarfría. kolbeinn@frettabladid.is Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.