Fréttablaðið - 13.06.2012, Síða 32

Fréttablaðið - 13.06.2012, Síða 32
28 13. júní 2012 MIÐVIKUDAGUR Tónleikar Buika Listahátíð – Harpa Eldborg 9. júní ★★★★★ Það var ólík sýn sem beið manns þegar maður gekk inn í Elborg- arsal Hörpu á laugardagskvöld- ið, heldur en á tónleikum Bryans Ferry um daginn eða á Hljóm- skálatónleikunum. Á sviðinu voru bara tveir stólar, eitt lítið borð með drykkjum á, þrír hljóðnem- ar og nokkrir litlir sviðshátalarar. Engar græjustæður og engin sér- útbúin sviðsmynd. Þegar Buika hafði komið sér fyrir á sviðinu ásamt hljóðfæraleikurunum sínum tveimur, kassagítarleikara og slag- verksleikara, þá rann upp fyrir manni að hún og röddin hennar þyrftu að halda alveg uppi þessum tónleikum. Það væri ekki hægt að fela sig á bak við eitt eða neitt. Strax á eftir fyrsta laginu útskýrði Buika að hún hefði orðið að fresta tónleikunum, sem áttu upphaflega að vera 3. júní, vegna slæmra veikinda og bætti því við að hún væri nýhætt með kærastan- um: „Röddin er ekki alveg hundr- að prósent og hjartað er skaddað, en hugurinn og þrekið hafa aldrei verið sterkari.“ Þrátt fyrir viðkvæma rödd og einfalt undirspil þá skilaði Buika sínu með miklum tilþrifum á laug- ardagskvöldið. Hún hefur mjög sérstaka rödd og sterka sviðsnær- veru. Hún var mjög persónuleg; talaði mikið við tónleikagesti um sig og sín mál, söng af mikilli til- finningu og innlifun og hreyfingar hennar og dansar á sviðinu voru fullir af ástríðu. Tónlist Buiku er sambland af flamenco-tónlist, suður-amer- ískri tónlist, sálartónlist og djassi, þó að djassinn sé meira áberandi hjá henni þegar hún spilar með píanóleikara. Buika söng lögin sín af innlifun á laugardagskvöldið, en hún var líka mjög skemmti- leg á sviðinu. Hún kallaði „Hvað, ertu að fara?“ á eftir tónleikagesti sem stóð upp til að yfirgefa salinn og hætti ekki fyrr en hún hafði fengið það staðfest frá honum að hann kæmi aftur, hún tók nokkrar myndir af gítarleikaranum sínum í einu laginu og hún leyfði sér að stoppa í miðju kafi til þess að laga fleginn kjólinn og biðjast afsök- unar á því að það sæist of mikið í brjóstin á henni. Og allt gerði hún þetta með breiðu brosi og hlýlegu og glampandi augnaráði. Lista- hátíð hefur fyrir reglu að bjóða upp á allavega einn heimstónlist- arviðburð á hverri hátíð. Það er mjög mikilvæg og góð regla. Tón- leikarnir með Buiku voru frábær- ir. Þeir voru óvenju persónulegir og ólíkir flestu öðru sem maður hefur upplifað. Án Listahátíðar hefðu þeir sennilega aldrei farið fram. Trausti Júlíusson Niðurstaða: Spænska söngkonan Buika heillaði tónleikagesti í Hörpu á laugardagskvöldið með tilfinn- ingaríkum söng og skemmtilegri sviðsframkomu. Tilfinningarík og persónuleg HEILLANDI Söngkonan Buika heillaði tónleikagesti Hörpunnar í síðustu viku. Leikaranir Ellen Page og Alexander Skarsgård hafa ítrekað sést saman undanfarna daga og velta því fjölmiðlar vestanhafs fyrir sér hvort þau séu nýjasta par Hollywood. Skarsgård og Page sáust saman á hokkíleik í síðustu viku þar sem ljósmyndarar eltu þau á röndum. Skarsgård hefur verið í sambandi við leikkonurnar Kate Bosworth, Evan Rachel Woods og Charlize Theron. Hugsanlega eru nýleg stefnumót Page og Skarsgård hluti af því að skapa umtal um myndina The East sem verður frumsýnd á næstunni en hún skartar leikurunum í aðalhlutverki. Nýtt par? SKOTIN? Fjölmiðlar vestanhafs velta því fyrir sér hvort leikaranir Alexander Skars- gård og Ellen Page séu nýja stjörnuparið. NORDICPHOTOS/GETTY Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti hefur sent frá sér lagið Leyndarmál. Það er eftir hann en textann á faðir hans Einar Georg Einarsson. Um undirspil sáu Sigurður Guðmundsson og Kiddi úr hljómsveitinni Hjálmum, auk fleiri þekktra hljóðfæraleikara. Ásgeir Trausti hefur vakið athygli undanfarið með laginu Sumargestur sem hefur setið í sex vikur á vinsældarlista Rásar 2. Bæði lögin verða á fyrstu plötu hans, Dýrð í dauðaþögn, sem kemur út í ágúst. Á henni verða tíu lög, öll eftir Ásgeir Trausta. Pabbi samdi textann NÝTT LAG Ásgeir Trausti hefur sent frá sér lagið Leyndar- mál. MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS Miðasala: 412 7711 www.bioparadis.is / midi.is Hluti af Europa Cinemas MIÐVIKUDAGUR: UNG (GOODBYE FIRST LOVE) 17:50, 20:00, 22:10 SUMARTÍÐ (SUMMER HOURS) 17:50, 20:00 COOL CUTS: LEGENDS OF VALHALLA-THOR 18:00 COOL CUTS: JAR CITY 20:00 COOL CUTS: LAST DAYS OF THE ARCTIC 22:00 TYRANNOSAUR 18:00 IRON SKY 18:00 BLACK’S GAME 20:00, 22:00 SKÓLANEMAR: 25% AFSLÁTTUR GEGN FRAMVÍSUN SKÍRTEINIS! SAMI AFSLÁTTUR FYRIR ÖRYRKJA OG ELDRI BORGARA. “Létt og ánægjuleg.” -The Guardian “Einstök mynd.” -The New York Times 21. JÚNÍ: MARLEY + REGGÍHÁTÍÐ!ALLT Á SÉR SÍNA TÍÐ SUMARTÍÐGOODBYE FIRST LOVEUNG Myndin sem slegið hefur í gegn í Evrópu og vestanhafs á undanförnum vikum! MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTABLAÐIÐ SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.ISGLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS PIRANHA 3DD KL. 8 - 10 16 PROMETHEUS KL. 5.45 - 8 - 10.20 16 SNOW WHITE AND THE... KL. 5.45 12 MADAGASCAR 3D ÍSL.TAL KL. 3.40 - 5.50 L MADAGASCAR 2D ÍSL.TAL KL. 3.40 L PRIANHA 3DD ÓTEXTUÐ KL. 6 - 8 - 10 16 PROMETHEUS 3D KL. 5.20 - 8 - 10.30 16 PROMETHEUS 3D LÚXUS KL. 5.20 - 8 - 10.30 16 PROMETHEUS 2D KL. 8 - 10.30 16 MIB 3 3D KL. 5.30 - 8 - 10.30 10 ÞEIR ERU MÆTTIR AFTUR! TVÖFÖLD SPENNA, TVÖFÖLD HRÆÐSLA OG TVÖFALT MEIRA KJÖT Í 3-DD! -V.J.V., SVARTHOFDI.IS- ROGER EBERT PIRANHA 3DD KL. 8 - 10.30 16 PROMETHEUS 3D KL. 6 - 9 16 MOONRISE KINGDOM KL. 5.50 - 8 - 10.10 L MIB 3 3D KL. 5.30 - 10 10 GRIMMD: SÖGUR AF EINELTI KL. 5.45 10 JOHN CUSACK ER EDGAR ALLAN POE EMPIRE „Scott ... tekst að skapa rafmagnaða stemningu í Prometheus“ -V.J.V., Svarthofdi.is - Roger Ebert FRÁBÆR RÓMANTÍSK GAMANMYND MILEY CYRUS DEMI MOORE EGILSHÖLL 12 12 12 12 10 12 10 16 16 16 16 V I P 12 12 L L L L L L L L L L L L ÁLFABAKKA KRINGLUNNI 12 L L L AKUREYRI 16 16 12 16 16 KEFLAVÍK L SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI - SÝND Í 2D OG 3D TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á MADAGASKAR 3 3D 4, 6 MADAGASKAR 3 2D 4 PROMETHEUS 3D 7, 10 SNOW WHITE 7, 10 THE FIVE-YEAR ENGAGEMENT 4, 10.20 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar www.laugarasbio.is -bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar 5%

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.