Fréttablaðið - 14.06.2012, Blaðsíða 2
14. júní 2012 FIMMTUDAGUR2
Flestir hundar eru í Grafarvogi
Götur með flesta hunda:
Fannafold 36
Bakkastaðir 26
Smárarimi 26
Vættaborgir 24
Esjugrund 23
Póstnúmer með flesta hunda:
112 560
110 257
101 248
108 240
109 233
DÝRAHALD Skrá yfir útgefin hunda-
leyfi í Reykjavík hefur nú verið
gerð opinber á netinu. Samkvæmt
henni eru nú 2.277 hundar á skrá í
borginni. Umhverfis- og samgöngu-
svið Reykjavíkur óskaði álits Pers-
ónuverndar á birtingunni áður en í
hana var ráðist.
Árný Sigurðardóttir, fram-
kvæmdastjóri Heilbrigðiseftir-
lits Reykjavíkur, en það sér meðal
annars um hundamál, segir að með
þessu sé verið að opna stjórnsýsl-
una. Enginn eigi að skammast sín
fyrir að eiga skráðan hund og list-
inn sé til upplýsingar vilji fólk sjá
hvar þeir eru skráðir.
Árný segir að viti fólk af hund-
um sem ekki eru á listanum kunni
umsókn um leyfi fyrir þá að vera í
ferli, eða þeir séu hreinlega óskráð-
ir. Hún segir mikið kvartað yfir
hundum í borginni.
„Já, ansi mikið. Við fáum marg-
ar ábendingar, það breytist ekkert.
Við skráum líklega einar 600 til 700
kvartanir á ári og svo er einhver
fjöldi sem ekki er skráður.“
Árný segir önnur sveitarfélög
hafa birt lista yfir útgefin leyfi, til
dæmis Blönduós og Dalvík. Þegar
Reykjavík stígi fram veki það hins
vegar oft athygli.
„Við leituðum álits Persónuvernd-
ar, en það verður bara að koma í ljós
hvort einhver gerir athugasemdir
við málið.“
Páll Hilmarsson gagnablaðamað-
ur hefur unnið upplýsingar úr list-
anum og sett fram á myndrænan
hátt á heimasíðunni gogn.in sem
er í eigu hans. Hann segir eðlilegt
að fólk geti séð hvar hundar eru
staðsettir í borginni. Þeir sem hafi
ofnæmi, eða séu hræddir við hunda,
geti þá valið sér búsetu eftir því.
2.277 hundar eru
skráðir í Reykjavík
Flestir hundar í Reykjavík eru til húsa í Grafarvogi. Skrá yfir hundaleyfi er nú
aðgengileg á vef Reykjavíkurborgar. Alls eru 2.277 leyfi á skrá hjá borginni.
Gagnablaðamaður hefur gert gögnin aðgengileg á myndrænan máta.
NÁGRENNI FRÉTTABLAÐSINS Á heimasíðunni gogn.in geta lesendur séð hve
margir hundar eru skráðir í nágrenni þeirra. Hér sést að í 500 m radíus frá Frétta-
blaðinu eru þeir 43. Sjái lesendur ekki merki um hund sem þeir vita af er hann
ekki skráður.
„Önnur ástæða fyrir því að ég
réðst í þetta var að ég vildi sýna
fram á hvað er hægt að gera þegar
hið opinbera, sem situr á ómældu
magni af gögnum, lætur þau frá sér.
Þá kemur einhver og gerir eitthvað
við gögnin og notar þau á einhvern
nýtilegan hátt sem hinu opinbera
hafði ekki dottið í hug, eða hafði
ekki tækifæri, tíma eða peninga til
að gera eitthvað við.“
kolbeinn@frettabladid.is
EVRÓPUMÁL ESB mun ekki fara
fram á endurgreiðslu veittra
IPA-styrkja til Íslands ef ekki
verður af
aðild. Þetta
kemur fram
í svari utan-
ríkisráðherra
við fyrirspurn
Ásmundar Ein-
ars Daðasonar
um hvort finna
mætti skrif-
lega staðfest-
ingu á slíku.
Ráðherra segir í svari sínu
að IPA-styrkir byggi á ramma-
samningi milli Íslands og ESB
sem nú er til meðferðar hjá
Alþingi.
Í þeim samningi eru, að sögn
ráðherra, engar kvaðir um
mögulega endurgreiðslu, en
þvert á móti sé gert ráð fyrir að
öll samþykkt verkefni „verði til
lykta leidd þótt rammasamn-
ingnum yrði sagt upp“. - þj
Svar ráðherra við fyrirspurn:
IPA-styrkir eru
óafturkræfir
EVRÓPUMÁL Sjávarútvegsráðherrar
Evrópusambandsins (ESB) náðu í
gær mikilvægu samkomulagi um
að brottkasti á fiski innan sam-
bandsins verði hætt og þar með
dregið úr ofveiði. Tímasetningar
samkomulagsins eru hins vegar
gagnrýndar af umhverfisverndar-
samtökum sem telja að gildistaka
takmarkana við brottkasti ein-
stakra tegunda muni koma of seint.
Þetta var niðurstaða maraþon-
fundar ráðherranna í Lúxemborg
þar sem tekist var á um hvort og
hvenær bann við brottkasti ætti að
verða að veruleika. Eins hvernig
má ákvarða hver sjálfbær nýting
einstakra stofna verður.
Samkomulagið, sem er í raun
málamiðlun, er sögulegt í þeim
skilningi að í fyrsta sinn í um fjóra
áratugi hefur náðst niðurstaða í
því umdeilda deilumáli sem brott-
kast meðafla er. Talið er að vel yfir
milljón tonn af vel nýtanlegum
fiski sé hent frá borði af skipum
sambandsins vegna þeirra reglna
sem eru samofnar fiskveiðistefnu
ESB. Nú hins vegar er stefnt á að
banna brottkast með öllu.
Bann við brottkasti á makríl og
síld er líklegt til að taka gildi árið
2014. Bann við brottkasti þorsks
og ýsu tekur hins vegar mun
síðar gildi, og jafnvel ekki fyrr en
2019. Þetta segja sérfræðingar og
umhverfissamtök að gæti reynst of
seint, enda ástand þessara stofna,
svo aðeins tveir séu nefndir, alvar-
legt. Umhverfissinnar ganga jafn-
vel svo langt að segja að samkomu-
lagið sé lítils virði og ofveiði innan
ESB hafi verið framlengd um ára-
tug eða meira.
Samþykkt samkomulagsins
kemur nú til kasta Evrópuþingsins
þar sem það getur tekið breyting-
um. - shá
Mikilvægt en umdeilt skref tekið í áttina að banni á brottkasti innan Evrópusambandsins í gær:
Málamiðlun sem sögð er ganga of skammt
FUNDAÐ Maria Dananaki, sjávarútvegs-
stjóri ESB, og Richard Benyan,
umhverfis- og sjávarútvegsráðherra
Bretlands. Þau vildu bæði ganga lengra,
án árangurs. NORDICPHOTOS/AFP
Hjörleifur, er þetta ljóður á
ráði Kínverja?
„Nei, ég vísa því frá mér.“
Ljóðaþingi Kínversk-íslenska menningar-
sjóðsins í Noregi var aflýst því kínverskir
þátttakendur fengu ekki leyfi til að fara.
Hjörleifur Sveinbjörnsson er stjórnar-
formaður sjóðsins.
ALÞINGI Ekkert bendir til að
saman náist um þinglok og því
allar líkur á að sumarþing verði
kvatt saman eftir mánaðamótin
eftir stutt hlé. Formenn þing-
flokkanna funduðu í gærkvöldi
um framhaldið, og þá afgreiðslu
einstakra mála, en fundi var
ekki lokið þegar Fréttablaðið fór
í prentun.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins var til umræðu að
leggja áherslu á önnur mál en
sjávarútvegsmálin út vikuna,
eða fram að þinghléi.
Reiknað er með að niður-
staða um hvort blásið verður til
sumarþings eða ekki liggi fyrir í
dag. - kóp / shá
Þingflokksformenn funda:
Allar líkur á
sumarþingi
SVÍÞJÓÐ Dósakjöt sem framleitt
var á árunum 1986 til 1993 í Sví-
þjóð kom á markað þar 2009.
Kjötið hafði verið í geymslu
sænsku landbúnaðarstofnunar-
innar en árið 2000 keypti sænsk-
ur heildsali 1.500 tonn af því.
Heildsalinn geymdi birgðirnar
í níu ár áður en hann kom því í
sölu í Póllandi og í Svíþjóð.
Þá var heildsalinn staðinn að
því að framlengja endingartím-
ann á hluta birgðanna til ársins
2013. Rannsókn í Póllandi leiddi
í ljós að kjötið var þrátt. Rann-
sókn ákæruvalds í Svíþjóð hefur
verið hætt þar sem í nýrri rann-
sókn kom í ljós kom að engar
bakteríur væru í kjötinu. Þess
má því neyta til 2013. - ibs
Heildsali afhjúpaður:
Endurmerkti
þrátt dósakjöt
ÁSMUNDUR EINAR
DAÐASON
AFGANISTAN, AP Talið er að yfir
áttatíu hafi látist í aurskriðu
sem varð í kjölfar tveggja jarð-
skjálfta í norðurhluta Afganist-
ans á mánudag. Hluti fjalls í Bag-
hlan-héraði féll ofan á heilt þorp
og gróf það. 24 hús voru í þorpinu
og skriðan gróf 23 þeirra. Ólík-
legt þykir að nokkur finnist á lífi
úr þessu. Tvö lík hafa fundist til
þessa.
Fulltrúar SÞ vinna ásamt yfir-
völdum að því að ákveða hvers
konar hjálpar er þörf. - þeb
Hamfarir í Afganistan:
Áttatíu taldir af
SAMFÉLAGSMÁL Gróðurreitur til minning-
ar um þá sem voru myrtir í Ósló og Útey
22. júlí 2011 verður í jaðri friðlandsins í
Vatnsmýrinni; í nánd við Norræna húsið
og Háskóla Íslands.
Fljótlega eftir að fréttir bárust af voða-
verkunum var rætt í stjórn Norræna
félagsins að minnast þeirra sem voru
myrtir með einhverjum hætti. Hugmynd
Þorvaldar S. Þorvaldssonar, fyrrverandi
skipulagsstjóra Reykjavíkur, um minn-
ingarreit varð ofan á og var henni komið
á framfæri við Skógræktarfélag Reykja-
víkur.
Fyrstu skrefin við gerð lundarins voru
tekin í gær. Áætlað er að gróðursetja
átta stór reynitré sem tákna Norðurlönd-
in fimm ásamt Grænlandi, Færeyjum og
Álandseyjum og 77 birkitré sem tákna
hvern þann sem féll í árásinni.
Í minningarlundinum verða bekkir, einn
í hverja höfuðátt og minningarsteinn með
skýringartexta. - shá
Gróðursetja tré til minningar um 77 fórnarlömb morðingjans Anders Breivik:
Lundur í minningu fórnarlamba
GRÓÐURSETNING Feðginin Siri Marie Sønstelie, sem lifði árásina af, og
Erik Sønstelie voru viðstödd þegar fyrstu trén voru gróðursett í gær.
MYND/ERNIR EYJÓLFSSON
Belgar í Skyndidalsá
Tveir belgískir ferðamenn óskuðu eftir
aðstoð björgunarsveita en þeir höfðu
fest bílaleigubíl sinn í Skyndidalsá í
Lóni. Þeir skriðu út um glugga bílsins
og upp á þak og hringdu þaðan eftir
aðstoð. Björgunarsveitin á Höfn fór
þeim til aðstoðar og gekk það fljótt
og vel. Þeim var bent á að umræddur
vegur er lokaður áður en þeir héldu
áfram ferð sinni.
ÖRYGGISMÁL
SPURNING DAGSINS
www.skyr.is
Þú finnur fleiri
boostuppskriftir á
BRAGÐ AF SUMRI
Peru- og ananasboost
1 lítið Peruskyr.is
1 dl ananassafi
50 g frosnir blandaðir
melónubitar
0,5 dl kókosmjólk
6-8 ísmolar