Fréttablaðið - 14.06.2012, Page 4

Fréttablaðið - 14.06.2012, Page 4
14. júní 2012 FIMMTUDAGUR4 GENGIÐ 13.06.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 224,0051 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 128,91 129,53 200,68 201,66 161,63 162,53 21,745 21,873 21,462 21,588 18,264 18,372 1,6172 1,6266 195,22 196,38 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is 4 Litir DÓMSMÁL Pólverjarnir Grzegorz Nowak og Pawel Podburaczynski, sem eru ákærðir fyrir aðild að úraráninu í verslun Michelsen í vetur, neita báðir að hafa átt hlut í því að skipuleggja eða fjármagna ránið. Þeir játa þó báðir aðild sína að málinu. Framburði mannanna tveggja bar algjörlega saman við aðal- meðferð málsins fyrir Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær. Þeir sögðu að maðurinn á bak við áætl- unina hefði verið Marcin Tomasz Lech, sem afplánar nú fimm ára fangelsisdóm á Litla-Hrauni fyrir að hafa skipulagt ránið. Þeir töl- uðu pólsku en túlkur þýddi fram- burð þeirra jafnóðum. Marcin var kallaður fram sem vitni og neitaði hann því alfarið að hafa skipulagt aðgerðina. Hann sagðist hafa þegið boð um að fremja ránið frá manni sem hann þekkti frá heimabæ sínum í Pól- landi. Marcin bað sakborningana tvo afsökunar á fyrri vitnisburði sínum, þar sem hann reyndi að skella skuldinni á þá. „Þeir komu ekki nálægt skipu- laginu,“ sagði Marcin. „Ég vil biðja þá fyrirgefningar hér á staðnum.“ Aðspurður vildi Marcin ekki greina frá nafni höfuðpaursins sem skipulagði ránið af ótta við að honum eða fjölskyldu sinni yrði unnið mein. Hann kvað mann- inn vera þekktan glæpamann í heimabæ sínum, sem er svipaður að stærð og Reykjavík. Saksókn- ari spurði hann þá hvort maður- inn væri tengdur glæpasamtökum og játti Marcin því. „Hann er þekkt fígúra í okkar bæ. Það má segja að hann hafi tengsl við glæpasamtök sem er þekktur hópur í bænum,“ sagði hann. „Þeir keyra um á glæsikerr- um, eru ekki í venjulegri vinnu og stunda næturlífið.“ Er hann var spurður hvað þessi glæpasamtök hétu, svaraði hann: „Hópar heita engum nöfnum í Póllandi eins og ég hef heyrt í fangelsinu að þeir heiti hér. Það eru þá helst fjöl- miðlar sem finna nöfn á þá, en þeir kalla sig ekki neitt.“ Marcin sagðist viss um að þurfa að greiða skuld sína til baka þegar hann sneri aftur til Póllands eftir fangelsisdóminn, því ránið hafði ekki tekist og einhver þyrfti að greiða upphæðina til baka sem fór í flugmiða, hótel og annan tengd- an kostnað. „Ég er bara peð í þessu og skipulagði ekkert,“ sagði hann, en sagðist þó skilja vel að það hafi litið þannig út í augum sakborn- inganna. Pawel og Grzegorz sögðust báðir hafa ákveðið að taka þátt ráninu vegna fjárhagsörðugleika heima fyrir. Þá sagðist Pawel eiga nýfætt, veikt barn sem þarfnaðist lyfja sem hann hefði ekki efni á. Mennirnir tveir voru hand- teknir við landamæraeftirlit lög- reglu í Sviss í mars síðastliðnum. Þeir sögðust báðir fyrir dómi hafa ætlað að gefa sig fram til lög- reglu af fúsum og frjálsum vilja, en verið beðnir af bróður Marc- ins um að bíða með það þar til dómur væri fallinn í máli hans. Þeir sögðust hafa verið í Sviss í atvinnuleit. sunna@frettabladid.is Höfuðpaurinn er félagi í pólskum glæpasamtökum Tveir pólskir karlmenn játa aðild sína að úraráninu. Sá sem dæmdur var fyrir að skipuleggja ránið segir heilann á bak við aðgerðina vera þekktan glæpamann í Póllandi. Aðalmeðferð málsins fór fram í gær. UTANRÍKISMÁL Össur Skarphéðins- son utanríkisráðherra vill draga þá sem bera ábyrgð á voðaverkum í Sýrlandi fyrir alþjóðlega dóm- stóla. Íslendingar styðja tillögu í mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna þess efnis. „Ég hef fyrir hönd Íslands hvatt til þess að Öryggisráðið taki ákvörðun um að vísa stórfelldum brotum sýrlensku ríkisstjórnar- innar á mannréttindum og mann- úðarlögum til Alþjóðadómstóls- ins.“ Össur segir núverandi skipulag Öryggisráðsins, þar sem einstak- ar þjóðir hafi neitunarvald að fornri venju, óásættanlegt. Rússar og Kín- verjar standi gegn straumi alþjóðasam- félagsins gagn- vart Sýrlands- stjórn. „Þetta s ý n i r h v a ð Öryggisráðið er gersamlega ónýtt tæki.“ Utanríkisráðherra segir ljóst að friðarleið Kofis Annan hafi ekki skilað árangri. Ekki sé hægt að koma hjálpargögnum til nauð- staddra og mikil neyð hafi skap- ast. Hann segir hernaðaraðgerðir mögulegan kost. „Já, mér finnst það koma til greina ef alþjóðasamfélagið verð- ur því sammála,“ segir hann. „Á hinn bóginn er það þannig að menn vilja skakka leikinn með einhverj- um hætti, en geta það ekki þar sem sú regla er almennt viðurkennd að menn fara ekki með einhvers konar valdi inn í lönd nema örygg- isráðið telji það nauðsynlegt og þar er málið stopp.“ - kóp Utanríkisráðherra vill vísa brotum Sýrlandsstjórnar til Alþjóðadómstólsins: Segir Öryggisráðið ónýtt tæki JÁTA AÐILD AÐ MÁLINU Mennirnir tveir játuðu aðild sína að ráninu og sögðust hafa ætlað að gefa sig fram við yfirvöld í Sviss þar sem þeir voru handteknir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON „Þetta skapaði óöryggi, vantraust og vanlíðan. Ég fæ martraðir og á bágt með svefn. Ég verð var um mig þegar fólk kemur inn í búðina sem er eitthvað öðruvísi, hvort sem það er frá Austur-Evrópu, með tattú, hettu, sólgleraugu … maður hefur varann á,“ sagði Magnús Michelsen fyrir dómi í gær. Magnús er sonur Franks Michelsen, eiganda búðarinnar, og var að vinna ásamt föður sínum þegar ránið var framið. Frank bar líka vitni fyrir dómi og hafði sömu sögu að segja. „Ég vantreysti fólki eftir þetta,“ sagði hann. „Fólk með hettu á höfðinu, fólk sem talar hátt, hlær eða ég heyri tungumál frá Austur-Evrópu. Ég vantreysti því núna.“ Feðgarnir fengu báðir viðtöl hjá geðhjúkrunarfræðingi eftir atvikið. Hræddur við fólk sem er öðruvísi VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 26° 23° 19° 14° 21° 22° 14° 14° 24° 16° 28° 24° 32° 16° 21° 22° 18°Á MORGUN Hæg breytileg átt eða hafgola. LAUGARDAGUR 2-6 m/s, skúrir síðdegis. 13 10 9 11 10 7 10 9 10 10 7 5 5 4 7 5 7 4 6 2 4 3 12 10 10 9 13 12 9 10 8 9 TÍÐINDALÍTIÐ Litlar breytingar verða í veðrinu næstu daga. Áfram verður vindur fremur hægur og þá gætir hafgolu víða og horfur eru á skúrum síðdegis, einkum sunnan- og austantil. Heldur svalt er NA- og A-lands þessa dagana en hlýjast í innsveitum S- og V-til. Soffía Sveinsdóttir veður- fréttamaður SLYS Kona á fimmtugsaldri velti bíl sínum út af veginum við Böðvars- nes í Fnjóskadal aðfaranótt mið- vikudags. Bíllinn endaði á hvolfi ofan í Fnjóská. Konan, sem var í bílbelti, náði að koma sér út úr bílnum og í land. Hún gekk að bænum Böðvarsnesi og fékk þar aðstoð. Hún var flutt á Sjúkrahúsið á Akureyri. Konan slapp með minniháttar meiðsl en bíllinn, Land Rover jeppi, er talinn ónýtur. Slysið átti sér stað á malar- vegi sem er erfiður yfirferðar. - sv Kona slapp með skrekkinn: Velti bíl sínum ofan í Fnjóská ALÞINGI Frumvarpi um fjármögn- un Vaðlaheiðarganga var vísað til fjárlaganefndar eftir aðra umræðu í gær. Málið var sam- þykkt með 31 atkvæði gegn átján, en sex þingmenn sátu hjá. Mörður Árnason greiddi atkvæði gegn málinu, einn stjórn- arliða, en sjö stjórnarandstæð- ingar greiddu atkvæði með því. Fjórir stjórnarliðar greiddu ekki atkvæði, þar á meðal Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. Ögmundur sagði í ræðu sinni á þingi að um væri að ræða fjár- mögnun ríkisins og sem slík hefðu göngin átt að fara eins og aðrar ríkisframkvæmdir á samgöngu- áætlun. - þj Vaðlaheiðargöng á þingi: Einn stjórnar- liði sagði nei SVISS, AP Svisslendingar ætla að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort fjölga eigi þjóðarat- kvæðagreiðslum í landinu. Þjóðernissinnar vilja að þjóðar- atkvæðagreiðslur fari fram í hvert skipti sem ríkisstjórnin skrif- ar undir mikilvæga milliríkja- sáttmála eða samninga. Flestir stærstu flokkarnir í Sviss eru mót- fallnir hugmyndinni og segja hana munu stífla lýðræðið. Nú eru um sex þjóðaratkvæðagreiðslur á ári í landinu, og fleiri minni íbúakosn- ingar í héruðum. - þeb Þjóðaratkvæði í Sviss: Munu kjósa um fleiri kosningar Brotlenti í Hafrafelli Svifdrekamaður brotlenti í Hafrafelli í gær. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu virtist maðurinn vera fótbrotinn. Hafrafellið er bratt og því þurfti að setja manninn í börur til að láta hann síga niður þar sem sjúkrabíll beið hans. SLYS

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.