Fréttablaðið - 14.06.2012, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 14.06.2012, Blaðsíða 6
14. júní 2012 FIMMTUDAGUR6 UTANRÍKISMÁL Ísland styður áheyrn- araðild Kína að Norðurskauts- ráðinu, en það mál er í nokkru uppnámi vegna frosts í samskipt- um Noregs og Kína. Fréttablaðið greindi frá því í gær að kínversk- ir þátttakendur á kínversk-íslensku ljóðaþingi, sem halda átti í Noregi, hefðu ekki fengið leyfi til Noregs- farar. Þá hefur Jonas Gahr Störe, utanríkisráðherra Noregs, lýst því yfir að Kína fái ekki áheyrnaraðild við núverandi aðstæður. „Við höfum stutt aðild Kína að Norðurskautsráðinu, en við höfum líka reynt að beita okkur fyrir því að bæta sambúð Kína og Noregs,“ segir Össur Skarphéðinsson utan- ríkisráðherra. „Það var meðal annars eitt af því sem Jóhanna Sigurðardóttir tók upp í heimsókn Wen Jiabao, kínverska forsætisráðherrans, hér á dögunum. Ég hef sömuleiðis tekið þetta upp við Kínverja og Norðmenn.“ Össur segist vonast eftir meiri þíðu í samskiptum ríkjanna og segir Íslendinga, ásamt öðrum þjóðum, vinna að því. En er ekki eðlilegt að styðja Norðmenn gegn áheyrnar- aðild Kínverja? „Hvað er afstaða Norðmanna sterk til þess? Ég hef skilið Norð- menn, fram á alla síðustu mánuði, með þeim hætti að þeir séu því hlynntir að ýmsar þjóðir fái áheyrn- araðild, svo fremi sem þær uppfylli ákveðin skilyrði sem verið er að móta núna.“ Össur segir þetta hafa verið afstöðu allra ríkjanna, að uppfylla verði ákveðin skilyrði eigi áheyrn- araðild að fást. Þau sé verið að móta. „Það held ég að sé hin opinbera lína Norðmanna. Ég hef auðvitað orðið var við það að þeir hafa lyft þessu sem vopni á síðustu mánuð- um, en engar óskir hafa borist til Vasabrot skáldverk: 6.6.12–12.6.12 Vasabrot skáldverk: 6.6.12–12.6.12 Vasabrot skáldverk: 6.6.12–12.6.12 Vasabrot skáldverk: 6.6.12–12.6.12 Vasabrot skáldverk: 6.6.12–12.6.12 Styður áheyrnaraðild að Norðurskautsráði Ísland styður áheyrnaraðild Kína að Norðurskautsráðinu. Utanríkisráðherra Noregs lýsti sig mótfallinn henni við núverandi aðstæður. Össur Skarphéðins- son segir Íslendinga vilja stuðla að bættum samskiptum Noregs og Kína. „Því miður virðast Kínverjar ekki hafa komist út úr öngstrætinu. Vararáðherra utanríkismála, Song Tao, segir að Kínastjórn vonist eftir „samvinnu við lönd sem eiga aðild að málinu, eins og Svíþjóð og Ísland, um frið, stöðugleika og trausta þróun á Norðurskautinu.“ Það vefst ekki fyrir okkur að nefna Ísland og Svíþjóð sem aðila málsins, einnig hér, þar sem þau sitja líka í ráðinu.“ Úr frétt Aftenposten á þriðjudag. Aðilar málsins annarra þjóða, svo mér sé kunnugt um, um að breyta þeirri afstöðu sem þær hafa.“ Össur segir að komi slík ósk fram verði tekin afstaða til hennar. Hann segir viðskiptahagsmuni gagnvart Kínverjum ekki lita afstöðu Íslendinga. Kína sé mikil- vægur framtíðarmarkaður, en eins og sakir standi nú skipti utanríkis- verslun við Kínverja ekki sköpum. „Við erum lítil þjóð sem reynum að eiga góða sambúð við allar þjóðir, stórveldin og líka millistórar þjóðir eins og Norðmenn. Þannig lifa litlar þjóðir af, án þess þó að slá í nokkru af sínum prinsippum.“ kolbeinn@frettabladid.is M YN D /N O R D EN .O R G NORRÆN SAMVINNA Jonas Gahr Störe, utanríkisráðherra Noregs, hefur sagt að ekki komi til greina að Kína fái áheyrnaraðild að Norðurskautsráði við núverandi aðstæður. Ísland styður áheyrnaraðild Kína. Störe talar hér á fundi Norðurlanda- ráðs árið 2010. SAMFÉLAGSMÁL Dómarar munu geta dæmt foreldrum sem skilja sam- eiginlega forsjá, en Alþingi sam- þykkti frumvarp um breytingar að barnalögum þess efnis á þriðjudag. Ögmundur Jónasson innanríkis- ráðherra lagði fram frumvarpið upphaflega, en þá var ekki ákvæði um dómaraheimild um sameigin- lega forsjá, þrátt fyrir að í skýrslu nefndar sem fór yfir lögin hafi það verið lagt til. Ögmundur sagðist hafa talið ástæðu til að stíga var- lega til jarðar í þessum málum. Í meðförum velferðarnefndar var frumvarpinu hins vegar breytt til baka og heimildin sett inn. Í rök- stuðningi nefndarinnar kom meðal annars fram að Ísland væri eina ríkið á Norðurlöndunum sem ekki gefur dómurum þessa heimild. „Sú reynsla er almennt jákvæð og hefur foreldrum í flestum tilvik- um tekist að vinna saman í kjöl- far dóms um sameiginlega forsjá, þó svo vissulega séu dæmi þess að samstarf foreldra eftir dóm hafi ekki gengið nægilega vel,“ stendur í greinargerð nefndarinnar. Samkvæmt nýju lögunum er foreldrum skylt að leita sátta áður en höfðað er forræðismál eða úrskurðar krafist. Sérstakur sáttamaður boðar þá á sáttafundi og börn sem eru nægilega gömul fá að tjá sig við sáttameðferðina. Frumvarpið var samþykkt með 44 samhljóða atkvæðum. - þeb Alþingi breytti frumvarpi ráðherra og setti ákvæði aftur inn í lögin: Geta dæmt sameiginlega forsjá DANMÖRK Konum sem voru dæmd- ar fyrir ofbeldi í Danmörku fjölg- aði til muna á árabilinu 1990 til 2010. Árið 1990 voru 329 konur sak- felldar fyrir ofbeldisverk, en 2010 voru þær fjórfalt fleiri, eða 1.364. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu dönsku hagstofunnar. Fjölgunin er áberandi meðal unglingsstúlkna en í þeim hópi fjölgaði stúlkum áttfalt á tíma- bilinu. Einnig kemur fram að karl- ar standa fyrir 90 prósentum allra ofbeldisbrota í landinu. - þj Dönsk skýrsla um ofbeldi: Brotum kvenna fjölgar áttfalt VIÐSKIPTI Til stendur að hefja sölu á hlut ríkisins að því er Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði í viðtali við fréttastofuna Reuters. Salan er ekki að öllu í samræmi við framtíðarstefnu Banka- sýslu ríkisins frá í mars síðastliðnum, þar sem segir að stofnunin geri ekki ráð fyrir því að leggja til að sala eignarhluta í Arion banka og Lands- bankanum geti hafist fyrr en á næsta ári. Bankasýslan heyrir undir Oddnýju Harðardótt- ur fjármálaráðherra. Gunnar Tryggvason, aðstoð- armaður Oddnýjar, sagði í samtali við Fréttablað- ið að ráðherra hafi „þá yfirlýstu stefnu að fylgja ráðum bankasýslunnar í þessu máli“. Ríkið á sem stendur 81,3 prósenta hlut í Lands- bankanum, en í viðtalinu við Reuters segir Jóhanna að til standi að selja hluta af eign ríkisins í bankanum, en stefnt sé að því að halda eftir um 66 prósenta hlut. Jóhanna segir jafnframt að stefnt sé að því að selja hluti ríkisins í hinum bönkunum ef rétt verð fáist fyrir þá. Ríkið á 13 prósenta hlut í Arion banka og 5 pró- sent í Íslandsbanka auk misstórra hluta í fimm sparisjóðum víða um land. - þj Forsætisráðherra í viðtali við fréttastofu Reuters: Boðar sölu á Landsbankahlut í ár BANKASALA Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra lét þau orð falla við Reuters að til stæði að hefja sölu á hluta ríkisins í Landsbankanum í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Kaupir þú notuð föt? JÁ 24,2% NEI 75,8% SPURNING DAGSINS Í DAG: Skiptir þú við eitt olíufélag um- fram annað? Segðu skoðun þína á vísir.is KJÖRKASSINN … hefur foreldrum í flestum tilvikum tekist að vinna saman í kjölfar dóms um sameiginlega forsjá … ÚR GREINARGERÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.