Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.06.2012, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 14.06.2012, Qupperneq 16
14. júní 2012 FIMMTUDAGUR16 Hummel International A/S hefur innkallað peysur af gerðunum Georgia í stærðunum 8-10-12 og Classic Bee hoodie í stærðunum 8-10-12 ára, að því er kemur fram á vef Neytendastofu. Hættan er sögð felast í því að bönd í hettum eða í hálsmáli geta valdið hættu á kyrkingu. Af öryggisástæðum vill Hummel Inter- national A/S benda þeim sem keypt hafa umræddar peysur á að fjarlægja böndin úr peysunum, eða skila þeim gegn endurgreiðslu til næsta söluaðila. Neytendastofa bendir á að í fötum fyrir börn að 7 ára (upp í 1,34 m hæð) megi ekki vera bönd eða reimar í hettu eða hálsmáli. Í fatnaði fyrir börn 7-14 ára mega bönd eða reimar í hálsmáli ekki standa lengra en 75 mm út úr flíkinni. 16 hagur heimilanna Þeir sem eru með innbú tryggt fyrir fimm milljónir króna fá aðeins 250 þúsund krónur í bætur fyrir stolna skartgripi þótt verðmæti þeirra sé miklu meira. Þetta er vegna þess að skartgrip- ir eru ekki tryggðir nema fyrir fimm prósent af heild- arvátryggingarupphæð inn- bús samkvæmt skilmálum tryggingafélaganna. Hákon Hákonarson, eigandi Tryggingar og ráðgjafar sem býður upp á Tryggingavaktina, segir nokkuð ljóst að skartgripir á mörgum heimilum geti verið mörg hundruð þúsunda ef ekki milljóna króna virði. „Þess vegna er mikil- vægt að innbústryggingar endur- spegli verðmæti innbúsins eða að keypt sé sérstök trygging fyrir svo verðmæta skartgripi.“ Að sögn Hákonar koma þessir skilmálar tryggingafélaganna um skartgripi viðskiptavinum sem brotist hefur verið inn hjá á óvart. „Fólk sem ekki hefur áttað sig á þessu er mjög ósátt. Því er almennt ekki bent sérstaklega á þetta þegar það kaupir tryggingar og fær þá kannski ekki upplýsingar um þessa skilmála nema það spyrji sérstak- lega um skartgripi. Þeir sem hafa til dæmis keypt 10 milljóna króna innbústryggingu eru ósáttir við að vera háðir einhverjum takmörkun- um með skartgripina.“ Hákon bendir á að skartgripir séu meðal þess helsta sem inn- brotsþjófar sækjast eftir. „Þeir eru auðveldir í meðför- um og það er mjög auðvelt að koma þeim í verð. Það má reynd- ar segja að ef fólk er með heima hjá sér aðra verðmæta hluti, eins og til dæmis málverk, sé ástæða til að tryggja þá sérstaklega. Því betur sem menn huga að þessum málum, þeim mun auðveldara er að fá bætur frá tryggingafélögun- um. En auðvitað þarf að grípa til ráðstafana þegar farið er að heim- an til þess að gera innbrotsþjófum erfiðara fyrir.“ ibs@frettabladid.is Bætur fyrir skartgripi 5% af innbústryggingu ÞÝFI Skartgripir eru meðal þess helsta sem innbrotsþjófar sækjast eftir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 12.650 Í 100 g af rækjum eru 150 mg af kólesteróli. Sá sem borðar 200 g af rækjum er þar með búinn að fá þau 300 mg af kólesteróli sem er hámarksdagskammtur samkvæmt ráðleggingum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, að því er segir á fréttavef Aftenposten. Til samanburðar er bent á að í kjúklingi, sardínum og feitum osti séu um 70 til 110 mg af kólesteróli í hverjum 100 g. Norski næringarfræðingurinn Marte Gjeitung Byfuglien segir að þeir sem séu með mikið kólesteról í líkamanum eigi ekki að borða hrognin í rækjunum. Í ferskum rækjum sé minna af hrognum á sumrin en á veturna en í frystum rækjum geti verið mikið af hrognum. ■ Matvæli Rækjur innihalda mikið magn af kólesteróli Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur stöðvað sölu og innkallað Maggi kjúklingasúpu með núðlum. Um er að ræða pakka með þremur bréfum með strikanúmerinu 2761010030019, að því er segir á vef Matvælastofnunar. Merkingum á ytri umbúðum vörunnar ber ekki saman við merkingar á innri umbúðum hennar. Ekki kemur fram á ytri umbúðunum að varan innihaldi mjólk en mjólk og mjólkuraf- urðir eru á lista yfir ofnæmis- og óþolsvalda. Aðrar athugasemdir eru einnig gerðar við merkingar vörunnar. Heilbrigðiseftirlitið hefur einnig stöðvað sölu á fæðubótar- efnum með vörumerkinu MusclePharm sem seld eru á netinu, að því er greint er frá á vef Matvælastofnunar. Vörurnar, sem nefnast Assault, Re-Con, Armor-V, Shred Matrix og Battle Fuel, innihalda B-flokkuð innihaldsefni og efni sem þarfnast flokkunar Lyfjastofnunar, óleyfileg steinefni og viðbætt koffín. ■ Matvæli Kjúklingasúpa og fæðubótarefni innkölluð GÓÐ HÚSRÁÐ Grasgræna í fötum Nýmjólk og uppþvottalögur Þegar sólin skín nánast allan sólarhringinn er gaman að fara í útilegu, spila fótbolta, kasta frisbídiskum og fara í brennó. Grænt grasið í stórkoslegri náttúru Íslands hefur þó þann ókost að geta litað föt. Grasgrænu má þó ná úr fötum á einfaldan hátt. Ef örlítið af nýmjólk og uppþvottalegi er hellt yfir blettinn og líninu nuddað saman þar sem bletturinn er má ná grasgrænunni úr fötunum. Mjólkina og sápuna má svo skola úr með vatni. Það má reyndar segja að ef fólk er með heima hjá sér aðra verðmæta hluti, eins og til dæmis málverk, sé ástæða til að tryggja þá sérstaklega. HÁKON HÁKONARSON EIGANDI TRYGGINGAR OG RÁÐGJAFAR KRÓNUR kostuðu 1.000 kílóvattstundir af rafmagni í Reykjavík í maí síð- astliðnum samkvæmt mælingu Hagstofu Íslands. Verðið var 9.852 krónur í maí 2010 og hefur því hækkað um ríflega 28 prósent á tveimur árum. „Einu sinni keypti ég mér skylmingaskó sem voru einum þriðja úr númeri of litlir. Ég borgaði dýrt fyrir þá með fjórum tánöglum,“ sagði Þorbjörg Ágústsdóttir skylmingakona. Þorbjörg segist samt hafa mátað skóna áður en hún dró upp veskið. „Jú ég mátaði þá, en þetta var ný týpa og þeir áttu að gefa aðeins eftir. Maður vill hafa skóna rosalega þétta svo þeir fylgi fætinum alveg eftir. Ég var að spá í að kaupa mér þriðjungi stærri skó en gerði það ekki af því að skórnir sem ég átti á undan gáfu svo mikið eftir. En ekki þessir,“ sagði Þorbjörg hlæjandi og bætti við: „Ég var að keppa rosalega mikið á þessum tíma og þetta var alveg hræðilegt.“ Þorbjörg segist hafa skipt þeim fljótt út. „Ég notaði skóna í sex mánuði eða þangað til að ég gat fengið mér nýja. Þetta var svo sárt.“ Þorbjörg sagðist eiga erfiðara með að nefna hver séu bestu kaupin. „Bestu nýlegu kaupin eru rauðar Lee-gallabuxur sem ég elska. Svo hef ég keypt mér nokkrar peysur á útsölumarkaði Birnu, það er algjör eðall. Þær eru flottar og endast að eilífu.“ Svo skiptir Þorbjörg um skoðun. „Nei, bestu kaupin eru eiginlega Macintosh PowerBook-tölvan mín. Hún entist í átta ár og dó síðasta haust. En átta ára ending á tölvu, það eru náttúrlega bestu kaup sem þú getur gert.“ Tölvan hafði fylgt Þorbjörgu lengi. „Ég notaði hana í háskólanum og svo fór hún með mér í allar keppnis- ferðir, heimsálfanna á milli. Hún var alltaf hjá mér,“ sagði Þorbjörg, sem hefur lokið meistara- námi í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Þorbjörg var í óða önn að pakka niður í ferðatösku þegar Fréttablaðið náði tali af henni. Hún er á leið á Evrópumótið í skylmingum sem haldið er á Ítalíu um þessar mundir. Þorbjörg sagðist ekki fara tölvulaus í ferðina. „Ég fékk Ipad í afmælisgjöf þannig að ég er svo heppin að geta tekið hann með mér. Hann er töluvert léttari en tölvan svo ég sligast ekki undan hand- farangrinum.“ NEYTANDINN: ÞORBJÖRG ÁGÚSTSDÓTTIR SKYLMINGAKONA Borgaði með tánöglum ■ Barnaföt Hummel varar við böndum í hálsmáli Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 Akureyri sími: 461 1099 • www.heimsferdir.is B irt B ir m eð fy rir va ra u e m p re nt vi l n lu r. H ei m sf er ð ir ás k a ilj a sé r r s ét t til le ið ré t ng a ng a tin g á s lík u. h. A th . a ð v e g e g e rð g et ur b re ys t re ys ff á n fy rir v yr i yr ar a.a. E N N E M M / S IA • N M 52 95 6 frá kr. 114.900 í Tyrklandi 11 nætur með allt innifalið Heimsferðir bjóða ferðir til Tyrklands í allt sumar og fram á haust. Núna erum við með sérstakt tilboð á Bitez Garden Life Hotel & Suites og Royal Arena Resort & Spa í Tyrklandi. Frá 119.900 Royal Arena Resort & Spa með allt innifalið í 11 nætur Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í fjölskyldu herbergi. Netverð m.v. 2 fullorðna í herbergi kr. 154.400 á mann. Sértilboð 22. júní í 11 nætur. Frá 114.900 Bitez Garden Life Hotel & Suites með allt innifalið í 11 nætur Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í fjölskyldu herbergi. Netverð m.v. 2 fullorðna í herbergi kr. 144.900 á mann. Sértilboð 22. júní í 11 nætur. Bodrum 22. júní í 11 nætur Ótr úleg t ve rð!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.