Fréttablaðið - 14.06.2012, Blaðsíða 20
20 14. júní 2012 FIMMTUDAGUR
S
tundum getur ný löggjöf haft í för með sér miklar samfélags-
breytingar, sem jafnvel verða svo örar að þær gera lögin
sem komu þeim af stað fljótlega úrelt. Ákvæði barnalaga
um forsjá barna eru ágætt dæmi um þetta. Þegar mögu-
leikinn á að foreldrar semdu um sameiginlega forsjá kom
í lög fyrir tuttugu árum ýtti það við foreldrum sem stóðu í skilnaði
að hugsa vandlega hvernig þeir vildu haga forsjá barnanna. Áhrifin
urðu þau að innan við áratug síðar
valdi meirihluti fólks sem skildi
sameiginlega forsjá.
Þegar lögfest var árið 2006 að
sameiginleg forsjá yrði megin-
reglan var þannig í raun verið að
lögfesta orðinn hlut, en um leið
sendi löggjafinn þeim minni-
hluta foreldra sem ekki gat
komizt að samkomulagi um sameiginlega forsjá skýr skilaboð:
Barnauppeldi er samvinnuverkefni, á jafna ábyrgð beggja for-
eldra og á að vera það áfram þótt hjónabandi eða sambúð ljúki.
Nú er svo komið að sameiginleg forsjá er valin í 85% tilvika.
Það færist sömuleiðis mjög í vöxt að börn dvelji jafnlangan tíma
hjá hvoru foreldri eftir skilnað, oft viku og viku til skiptis. Utan
um þessa þróun hafa lögin ekki náð; það er til dæmis ennþá gert
ráð fyrir að barn eigi lögheimili hjá öðru foreldrinu eingöngu og
lögheimilinu fylgja síðan ýmis lagaleg réttindi, til dæmis barna-
bætur og alla jafna meðlagsgreiðsla frá hinu foreldrinu.
Breytingar á barnalögum sem Alþingi samþykkti fyrr í vik-
unni eru skref í átt til þess að færa löggjöfina til samræmis við
raunveruleikann. Þar eru ýmis ákvæði sem styrkja sameiginlega
forsjá í sessi, til að mynda að foreldrum beri skylda til að leita
sátta og ráðgjafar um forsjána áður en hægt er að fara í hart.
Velferðarnefnd vann vinnuna sína í þessu máli; fólk valt ekki
af eðlisávísun ofan í pólitískar skotgrafir eins og í svo mörgum
málum á þingi þessa dagana heldur lagðist yfir málefnið og
skilaði sameiginlegu áliti. Meðal annars sneri nefndin við þeirri
ákvörðun Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra að fella út
úr upphaflegum tillögum nefndar um breytingar á barnalögunum
heimild til dómara að dæma sameiginlega forsjá. Rök ráðherra
fyrir þeirri ákvörðun voru rýr, en rök nefndarinnar fyrir að setja
ákvæðið inn aftur veigamikil.
Velferðarnefnd telur ekki tímabært að lögfesta möguleika
á tvöföldu lögheimili, en að huga eigi að því að taka upp slíkt
kerfi hér á landi. Hún vill líka endurskoða meðlagskerfið sem
allra fyrst „með það að leiðarljósi að færa meðlagskerfið nær
hinni raunverulegu mynd þar sem sameiginleg forsjá foreldra
er meginreglan og jöfn búseta barns verður sífellt algengari“.
Stundum er því haldið fram að búið sé að gera forsjármál að jafn-
réttismáli, sem snúist um jafna stöðu feðra og mæðra, í stað þess að
horfa á hvað barninu sé fyrir beztu. Reynsla undanfarinna ára hefur
hins vegar sýnt að þetta tvennt fer oftast saman, að minnsta kosti ef
heilbrigð skynsemi er með í för. Jafn réttur og jöfn þátttaka foreldra í
lífi barna sinna, bæði fyrir og eftir skilnað, er börnunum fyrir beztu.
Áframhaldandi breytingar á löggjöfinni eiga að taka mið af því.
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is
HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is
ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
greinar@frettabladid.is
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
SKOÐUN
FRÁ DEGI TIL DAGS
HALLDÓR
Ágæti bæjarstjóri Kópavogs, Ármann Kr. Ólafsson.
Ég vil þakka þér fyrir kveðjurnar sem
þú sendir okkur skólamönnum undir
þinni stjórn í tilefni af því að þú fékkst
23% launahækkun. Þú orðaðir það raun-
ar svo og réttlættir þessa launahækkun
eða leiðréttingu með eftirfarandi orðum
í DV þann 10. júní:
„Við skárum niður alls konar lúxus,
sameinuðum skóla til dæmis og hag-
ræddum á ýmsan hátt – ég man þetta
ekki alveg akkúrat núna enda á leiðinni
í flug.“
Með öðrum orðum; sameining skól-
ans míns fyrrverandi, Digranesskóla, og
Hjallaskóla í Álfhólsskóla er réttlæting
þess að þú eigir rétt á 23% launaleiðrétt-
ingu, svo að nú hefur þú eina og hálfa
milljón í laun. Það vill svo til að ég vann
að þessari sameiningu ásamt með öðru
starfsfólki Álfhólsskóla. Ég varð aldrei
var við viðveru þína í því ferli.
Ég stóð aftur á móti í því streði og
stend enn.
Í Digranesskóla var ég deildarstjóri
í deild þar sem voru 130 nemendur og
15 kennarar. Nú stýri ég deild í Álfhóls-
skóla þar sem eru 450 nemendur og í
kringum 50 kennarar. Ég mæti upp úr
klukkan 7.30 á morgnana og fer þegar ég
get ekki meira. Ég fæ sjaldan kaffitíma
og borða oftast nær á hlaupum. Ég sinni
nú starfi sem fjórir stjórnendur sinntu
áður. Ef til vill var það ofmannað og vel
í lagt – lúxus eins og þú segir í blaðinu,
fitan sem skorin var í burtu.
Við þessa aukningu á starfi jukust
laun mín að ég held um tvo launaflokka,
u.þ.b. 6%. Ég næ samt engan veginn
þriðjungi þinna launa. Þar vantar tölu-
vert upp á.
Ég tel því að ég hafi verið verulega
hlunnfarinn í þessari sameiningu og vil
þess vegna fá þessa 23% launahækkun
á þínum launakjörum því að þú vannst
ekki fyrir henni heldur ég.
Ef þú treystir þér ekki til þess að láta
mig fá launahækkunina þína eða koma
fram með aðra og síður móðgandi rétt-
lætingu á henni hvet ég til að þú kallir
mig á þinn fund þegar þú ert lentur og
segir við mig þessi fleygu orð:
Þú ert drekinn!
Því sannarlega er ég og aðrir stjórn-
endur Álfhólsskóla drekinn sem dregur
þann vagn sem þú réttlætir launaleið-
réttingu þína með. Svo má líka misskilja
þessi orð. Eða láta þau hafa aðra merk-
ingu og mundi ég ekki sýta það.
Opið bréf til bæjarstjórans í Kópavogi
Kjaramál
Skafti Þ.
Halldórsson
deildarstjóri
eldri deildar
Álfhólsskóla
Búið í Borgen
Danir virðast geta allt þegar kemur að
sjónvarpsþáttagerð og nú hefur þeim
tekist það sem talið var ómögulegt,
að gera stjórnmál spennandi. Nú
er svo komið að þingmenn horfa
öfundaraugum á Borgen og gráta
eigið hlutskipti. Það gerði Sigurður
Ingi Jóhannsson, þingmaður
Framsóknarflokksins, í pontu í
gær. Honum fannst ríkisstjórn
Jóhönnu Sigurðardóttur
fara fram með offorsi og
stunda lítt þá iðju „sem
allir landsmenn hafa
séð í fínum sjónvarps-
þáttum á RÚV núna í
vetur,“ nefnilega að semja
í rólegheitum um mál. Já, lífið væri
leikur ef það væri danskur sjónvarps-
þáttur.
Bókmenntalega sinnaður
Mörður Árnason nefndi í gær þann
möguleika að níu þingmenn legðu
fram tillögu um að umræðu yrði
slitið á þingi. Stjórnarandstað-
an greip þetta á lofti sem
hótun og Einar K. Guðfinns-
son vitnaði í barnagælu
þegar hann sagði Mörð
vera „eins og Lilliputti
spilamann sem
kjaftar nú frá“.
Þingmenn
mættu vitna
oftar í bókmenntir, þá væri skemmti-
legra að fylgjast með þeim.
Fjöltrúarforsetinn
Forsetaembættið hefur af óskiljan-
legum ástæðum verið samofið krist-
inni trú. Nú hefur einn frambjóðandi
til forseta stigið skrefið frá þessu, en
Ari Trausti Guðmundsson sagðist
á Bylgjunni í gær vera efasemdar-
maður í trúmálum og virða lífs- og
trúarskoðanir og telja þær jafn-
réttháar. „Á ferðalögum mínum
hef ég færst á þá skoðun
að kristni sé ekki eina
trúin sem er gildandi í
alheimssamfélaginu.“
kolbeinn@frettabladid.is
Orðnar og óorðnar breytingar á barnalögum:
Jafnrétti er barni
fyrir beztu
Frábær orf fyrir
heimilið, sumarhúsið og
atvinnumanninn
Sláttuorf
ÞÓRHF
Krókhálsi 16
110 Reykjavík
Sími 568-1500
Lónsbakka
601 Akureyri
Sími 461-1070
www.thor.is