Fréttablaðið - 14.06.2012, Side 21

Fréttablaðið - 14.06.2012, Side 21
FIMMTUDAGUR 14. júní 2012 Athugaðu hvort vinningur leynist í Góu-öskjunni þinni. Ef það er númer í öskjunni, skaltu setja það inn í sumarleikinn á Facebook-síðu Góu (www.facebook.com/goa.is). Þá veistu strax hvað þú hefur unnið. Allir sem skrá sig gætu svo átt von á risa - vinningum til viðbótar á FM957 í allt sumar. Allar gerðir rúsínuaskja frá Góu eru með í leiknum. Davíð Oddsson, þá forsætis-ráðherra, benti á það á sínum tíma að erfitt væri fyrir Íslendinga að ganga í ESB þó ekki væri nema vegna þess að landsmenn gætu ekki vitað í hvers konar samband þeir væru að ganga. Á þeim tíma sýndist ESB stöðugra en það gerir nú og því var athugasemdin bæði skörp og þörf. Óvissan um framtíð- arskipan ESB hefur stórlega aukist síðustu mánuði. Góðar fréttir Þetta kann að vera hið besta mál fyrir Íslendinga og aðra Evrópu- menn en kannski af öðrum ástæð- um en fyrst sýnist. Þarfir Evrópu- þjóða fyrir samvinnu eru nefnilega ólíkar. Í þeim efnum hafa andstæð- ingar ESB rétt fyrir sér. Nú virðist sem svo að áhugamenn um Evrópu- samvinnu á meginlandi álfunnar hafi komið auga á þetta. Hingað til hafa þeir haft hugann við ein- hverja endastöð og helst deilt um hvernig allt eigi nákvæmlega að líta út fyrir alla Evrópu í langri framtíð. Þannig er lífið hins vegar ekki og allra síst í þeirri óhemju frjóu, skapandi, fjölbreyttu, ríku og lýðræðislegu álfu sem Evrópa er. ESB er auðvitað tæki en ekki markmið. Skopmyndir Á meðan áhugamenn um Evrópu- samvinnu ræddu endastöð sam- runa í álfunni áttu andstæðing- ar ESB alltaf erfitt með að gera upp við sig hvort Evrópa væri að hrynja eða verða að miðstýrðu sambandsríki og heimsveldi. Menn hafa líka lent í basli með að finna valdið innan ESB. Í ólíkum löndum hafa menn að auki verið óvissir um hvort þetta sé risasamsæri kapítal- isma eða nokkuð hreinn sósíalismi. Í íslenskri umræðu hafa einfaldir furðuheimar ævintýra fengið að njóta sín og orðræðan oft lent utan kallfæris við veruleika. Betri spurningar Umræða um ESB veitir því oft meiri upplýsingar um hugmynda- heim þátttakenda en um veruleika Evrópu. Þetta kann að breytast. Kreppan hefur knúið menn til að ræða aðeins um veruleikann. Menn spyrja nú síður um hvernig enda- stöð samrunans eigi að líta út og horfa meira á ólíkar þarfir hvers lands fyrir sig. Sem er gott bæði fyrir þá sem lengst vilja ganga og hina sem vilja halda sig sem mest út af fyrir sig. Ólíkar þarfir Það er t.d. ljóst að bresk ríkisstjórn mun aldrei ganga gegn hagsmun- um bankamanna í London. Það er skiljanlegt, hundrað þúsund störf eru í húfi. Aðrir Evrópumenn munu hins vegar ekki sætta sig við að hagsmunir banka í London ráði því hvernig eftirliti með bönkum er hagað í Evrópu enda rýkur úr rústum á meginlandinu eftir bruna sem menn rekja til fjármálalegrar frjálshyggju. Því þarf nýja leið og hennar er nú leitað. Mat manna á hagsmunum í öryggismálum, skattamálum og ýmsum greinum félagsmála er líka sumpart ólíkt eftir löndum. Það þarf ekki að vera slæmt. Þótt pólitísk sýn Evrópu- manna hafi orðið svipaðri með árunum, og um leið frábrugðnari því sem gerist í öðrum heimsálf- um, eru þjóðirnar ólíkar og verða það áfram. Flókið en hægt Það er einkum þrennt sem hindr- ar þróun ESB í átt til eins konar marghringja bandalags þar sem ríki gætu haft verulegt svigrúm til að ákveða sjálf stöðu sína. Eitt er hugmyndafræði og hún kann að vera að breytast. Annað er að mál skarast. Þátttaka í opnum innri markaði krefst t.d. mikillar sam- ræmingar á mörgum sviðum. Þetta þekkjum við. Það þriðja er að þetta krefst sérstaks stofnanakerfis fyrir hvern valkvæðan málaflokk. Þetta yrði erfitt en diplómatar í Evrópu hafa leyst önnur eins verk- efni. Ábyrgð með aðild Þetta yrði vont fyrir þá sem vilja fríðindi en eru áhugalausir um sameiginlega ábyrgð. Eins og Grikkir með evruna eða Bretar með æði margt. Þetta væri um leið lausn á einu alvarlegasta vanda- máli ESB, því ábyrgðarleysi sem aðildarríki geta sýnt í skjóli þess að vera óviljugir þátttakendur í erfiðu samstarfi. Þegar stjórn- málamenn 27 landa hafa allir hag af því að sýnast ósveigjanlegir í samstarfi er ekki von á góðu. Meðlimir óskast ekki Þau sannindi rata sjaldan inn í umræðu um ESB að fæstir hafa nokkurn áhuga á fjölgun aðild- arríkja. Það eru nánast viðtekin sannindi innan ESB að of mörgum ríkjum hafi þegar verið hleypt inn í sambandið. Þetta er enn skýr- ara með evruna. Fáum dettur í hug að það hafi verið rétt að bjóða Grikkjum að því borði. Lítill vafi er á því að evran yrði tekin af nokkrum ríkjum ef almenningur í ESB fengi að ráða. Ólíklegt er að stækkanir ESB á síðustu árum hefðu verið samþykktar í þjóðar- atkvæði í þáverandi aðildarlönd- um ESB. Menn bíða ekki spenntir eftir nýjum ríkjum sem með aðild fá völd í mikilvægustu málum Evr- ópu. Úti og inni Meiri sveigjanleiki í skipan ESB myndi leysa margan vanda. Stór ríki eins og Þýskaland, Frakkland, Pólland og Spánn, auk nokkurra minni ríkja, gætu þá gengið til mun nánara samstarfs þar sem full ábyrgð fylgdi réttindum. Það gæti gert evruna að lausn í stað vanda- máls og hleypt þrótti í efnahag álf- unnar. Önnur ríki gætu dregið sig út úr ýmiss konar samstarfi sem þau kæra sig síður um. Vandi við aðild nýrra landa yrði leystur með nokkru vali frá beggja hálfu um hve náið samstarfið yrði í byrj- un. Ekkert af þessu mun gerast á morgun. En umræðan er að byrja að breytast svona lausnum í vil. Utan hrings og innan Eftir viðtal við mig í morgunút-varpi á Rás 2 fyrir nokkru, voru fræðingar fengnir til að rýna í við- talið. Fram komu nokkrar athuga- semdir við framsögu mína og önnur góð gagnrýni. Gagnrýni tel ég af hinu góða því gagnrýni gefur okkur færi á því að sjá og skilja eigin orð og gjörðir í nýju ljósi og þannig öðl- ast ríkari skilning á eigin hegðun, málflutningi og framkomu. Þakka ég fyrir þau orð sem féllu í minn garð og geri ég nú tilraun til þess að skýra stefnu mína – því nefnt var að ég gæti verið mun skýrari. Fyrst vil ég ræða það hvernig forseti getur og á að stuðla að sátt í samfélaginu. Sem forseti mun ég leitast við að skapa sátt þar sem skálmöld ríkir, svo framarlega að það sé möguleiki á sáttum. Áfram myndi ég leitast við að byggja upp skilning á mis- munandi sjónarmiðum hópa og ein- staklinga þannig að af hlytist gagn- kvæm virðing milli misleitra hópa í samfélaginu. Þó svo við séum ósam- mála um bæði menn og málefni þá eru andmælendur okkar ekki bjánar bara af því að þeir hafa aðrar skoð- anir. Því miður virðist andinn í þjóð- félaginu vera svolítið þannig að ef þú ert ekki sammála mér þá ert þú bara bjáni. Það vantar rökræðuna. Þessa þróun í samfélaginu verð- um við stöðva og snúa við. Þar er ekki nóg að forseti komi þar einn að verki – öll verðum við að leggja hönd á plóg og snúa þessari þróun hægt og rólega. Við þurfum svo sannarlega að fá fram mismunandi sjónarmið inn í samfélagsumræð- una svo við getum séð mál frá sem flestum hliðum og tekið upplýstar ákvarðanir. Þess vegna vil ég sem forseti taka mér það hlutverk að vinna að sátt hjá þjóðinni, virðingu og umburðarlyndi fyrir sjónarmið- um hvert annars. Það gerist oft eitt- hvað á milli fólks þegar það hittist, stendur augliti til auglitis og verð- ur að standa við það sem það segir. Þess vegna vil ég byggja upp og skapa skilning milli hópa gegnum fundi. Fundi þar sem fólk getur rætt saman, látið í ljós skoðanir sínar og ekki minnst hlustað hvert á annað. Misleitir hópar verða að tala saman í umgjörð sem leyfir hispurslausa og opinskáa umræðu, í umhverfi þar sem fólk getur látið gamminn geisa og talað út um hlutina. Það er lykilatriði að þeim aðila sem fer með fundarstjórnun sé treystandi og hann njóti virðingar. Ekki bara virðingar vegna þess að viðkomandi er forseti heldur vegna þess að hann hefur persónuleika þar sem siðferði, réttsýni, heiðarleiki og einlægni eru ríkjandi. Í slíku starfi skipta hæfi- leikar viðkomandi til að hlusta á fólk miklu máli. Í framhaldi af ofangreindu tel ég mikilvægt að undirstrika grundvall- armun á nokkrum af okkur forseta- frambjóðendunum. Mörg okkar vilja nálgast starf sáttasemjara út frá eins konar skilgreiningu á hlutleysi sem byggist á því að sáttasemjari eigi ekki að hafa skoðanir á hlutum. Þannig persóna eigi helst ekki að segja hvað henni finnst og alls ekki um pólitísk ágreiningsmál. Bara á þann hátt geti persóna tekið að sér hlutverk sáttasemjara. Þessu er ég algjörlega mótfallinn. Sáttasemjari á að segja hug sinn í öllum þeim málefnum sem hann er spurður um. Sáttasemjari á að koma til dyranna eins og hann er klædd- ur. Þetta er grundvallaratriði þegar kemur að því að leiða fólk saman, því allir verða að vita hvað þeir sem sitja við borðið hafa með sér í far- teskinu. Það er reynsla af mörgum verkefnum sem ég hef stjórnað að þegar fólk gerir ekki hreint fyrir sínum dyrum þá er ómögulegt að komast upp á hjalla þar sem traust ríkir. Og ef það tekst ekki að skapa traust við sáttaborðið þá er illfært að ná fram sáttum. Forseti getur haft skoðanir á pólitískum málum og á að greina frá skoðunum sínum. Bara þannig getur hann komið hreint og beint fram. Að því sögðu þá verður for- seti, sem tekur að sér hlutverk sátta- semjara, að hafa það sterka siðferð- iskennd og vera svo staðfastur að hann falli ekki í þá gryfju að fara að vinna á bak við tjöldin til að hafa áhrif á pólitísk deilumál. Sem forseti íslensku þjóðarinnar mun ég með öðrum orðum vinna að sátt, samlyndi og umburðarlyndi fólks og hópa á milli með beinum afskiptum gegnum fundarhöld og viðtöl. Þörf á skýrari stefnu – fyrsti þáttur – leiða þjóðina saman! Í DAG Jón Ormur Halldórsson dósent Forsetaembættið Hannes Bjarnason forsetaframbjóðandi

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.